Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 216
212
HÚNAVAKA
var rúmlega 500 milljónir og
hafði nærfellt tvöfaldast miðað
við næsta ár á undan.
Færsluaukning var um 22%.
Bj. Br.
FRÁ KVENNASKÓLANUM.
Námsárinu er nú skipt í tvö
tímabil. Fyrra námskeiðið hófst
á síðasta hausti, og stóð til jóla.
Voru þá níu nemendur í heima-
vist. Á síðara námskeiðinu, sem
hófst eftir árarnót, eru sjö nem-
endur.
Þar sem húsnæðið býður upp
á mikið meiri starfsemi, hefur
sú leið verið farin, að veita kon-
um úr héraðinu leiðsögn á stutt-
um námskeiðum. í vetur hafa
verið haldin nokkur slík í vefn-
aði, saumum og sníðum. Þá hafa
unglingar úr unglingaskólanum
stundað nám í matreiðslu.
Við skólann starfa þrír fast-
ráðnir kennarar og einn stunda-
kennari.
HÚNAVELLIR.
Frá því að skólahúsið var tekið
í notkun, haustið 1969, hefur
verið aðstaða til kennslu fjög-
urra bekkjardeilda samtímis. Sú
stefna var mörkuð strax í byrjun,
að miða við samfellda kennslu á
unglingastigi, en víxlkennslu á
barnastigi. Yngstu börnin (7—8
ára) voru ekki skólaskyld.
Sl. haust voru gerðar víðtækar
breytingar á kennslufyrirkomu-
lagi. Tekin var upp kennsla hjá
7—8 ára börnum og 12 ára börn
fengu samfellda kennslu. Kornið
var upp Jrrem skólaseljum (úti-
búum) frá Húnavöllum. Fyrir-
komulag er miðað við daglegan
akstur. Kennsla í skólaseljunum
er fyrir börn á aldrinum 7—9
ára. Húnavellir hafa eina deild
7—9 ára barna, auk þeirra sem
fyrir voru. Útibúin eru FLÓÐ-
VANGUR, kennari er Guðrún
Bjarnadóttir, FREMSTAGIL,
kennari er Vilborg Pétursdóttir
og HÚNAVER, kennari er Jó-
hanna Magnúsdóttir.
Fjöldi nemenda að Húnavöll-
um í vetur er 106 nemendur, við
útibúin eru 45 nemendur og
heildarfjöldi nemenda því 151.
Skólastjóri er Hafþór V. Sig-
urðsson. Við skólann starfa nú 5
kennarar: Haukur Magnússon,
Eggert Levý, Ingunn Sigurðar-
dóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir
og Þórkatla Þórisdóttir.
Ráðskona í mötuneyti er
Þuríður Indriðadóttir. Starfs-
stúlkur eru Guðbjörg Gísladótt-
ir, María Haraldsdóttir, Kristín
Marteinsdóttir og Ragnhildur
Þórðardóttir. Ráðsmaður skól-
ans er Gylfi Pálmason.