Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 167
HÚNAVAKA
163
hret voru alltaf öðru hverju, og
fór gróðri sáralítið fram.
Lítið var farið að vinna að vor-
yrkju fyrr en undir hvítasunnu
(10. júní), enda sauðfé á flestum
túnum fram yfir þann tíma. Var
grasspretta því nær engin í lok
júní, veðrátta enn köld og horf-
ur á grasleysissumri. Mjög hlýn-
aði svo í veðri fyrstu dagana í
júlí, og tók þá sprettan afar fljótt
við sér. Var á flestum bæjum
komið viðunandi gras um miðj-
an mánuðinn, og var þá sláttur
yfirleitt að hefjast. Voru þá af-
bragðs góðir þurrkar í hálfan
mánuð, svo að mikið hey náðist
með frábærri verkun. Var hey-
skapur vel á vegi í byrjun ágrist-
mánaðar, þótt sumir fullnýttu
ekki þennan þurrkakafla, vegna
þess hve seint spratt.
í fyrri hluta ágúst voru þurrk-
ar daufir, en sjaldan stórrign-
ingar. Gekk þá heyskapur frekar
tregt, en gras var orðið ágætt.
Um 18. sumarhelgi komu svo
góðir þurrkar í viku, og náðust
þá hey að mestu leyti í sæti.
Gekk greiðlega að Ijúka hirð-
ingu, og var lieyskap yfirleitt
lokið nokkru fyrir göngur. Hey
urðu vel í meðallagi að vöxtum
og nýting góð.
Áo;ætt tíðarfar var um oönour
og réttir. Hafði jörð verið í
grósku allt sumarið, og afréttir
með bezta móti. Fé kom vænt af
Bliðviðriskvöld í júlí.
fjalli og dilkar skárust vel. Að-
faranótt 24. september gerði
ofsaveður, með úrhellisrigningu,
af suðri og suðaustri. Olli það
stórtjóni víða um land, sérstak-
lega þó syðra. Skaðar urðu veru-
legir í Húnaþingi, á heyjum og
útihúsum. Varð einna mest tjón
í Langadal, meira eða minna á
flestum bæjum þar.
Góðviðri hélzt fram eftir októ-
ber, en nokkuð var votviðrasamt.
Héldust hagar vel við, sem kom
sér vel, þar sem slátrun stóð með
lengsta rnóti fram eftir hausti.
Að loknum fjárskilum fór veðr-