Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 136
132
HÚNAVAKA
Þaðan kom Jóni á Akri hin mikla líkamshreysti, málafylgja, bar-
áttuhneigð, hagmælska og oft djörf sókn í skoðunum. Þannig stóðu
að Jóni kjarnmiklir ættarmeiðar, er áttu í tölu sinni héraðsríka og
mæta bændur.
Jóni var ætlað að verða bóndi og gekk í Hólaskóla og lauk þaðan
ágætu prófi árið 1909. Snéri hann sér þegar að búskapnum. Bjó 2
ár á Ytri-Löngumýri og á Mörk á Laxárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi
frá 1915—1917 og síðan á Ytri-Löngumýri til 1923.
Hér fyrr á árum, voru eigi á allfáum stöðum á bæjum til sjávar
og sveita litmyndir í umgjörðum af konungum og drottningum í
fullum skrúða, og af siðabótamönnum, Marteini Luter og Melan-
kon. Eina slíka sá ég á Akri og var hún af stjórnmálamanni Breta
Gladestone, er var manna mælskastur og frjálslyndur og langt á
undan sinni sarntíð, og þykir vera einn af merkustu stjórnmála-
mönnnrn sinnar þjóðar. Er ekki ólíklegt að Jón Pálmason hafi lesið
eitthvað um þennan mann, er hann í æsku sá daglega á baðstofuþil-
inu. Má vera að Jretta hafi orkað nokkuð á huga Jóns, en hitt er víst
að snemma tók hugur hans að hneigjast til félagsmála.
Jón var atorkumaður til starfa, trúhneigður og framfarasinnaður.
En þó leyndi sér eigi hneigð hans til forystu í félagsmálum. Hann
gekk snemma nngmennafélagshreyfingunni á hönd, er mörgu
æskufólki var góður skóli til Jjjóðþrifa og félagsmálastarfa. Vakti
Jón þá á sér athygli, sem góður ræðumaður og fylginn sér, er virt-
ist spá honum gengis og heilla til að sinna málum manna. Vann Jón
að stofnnn Ungmennasambands Austur-Húnavatnssýslu og var for-
maður Jress frá 1912—1915. Var Jrað sterk hneigð í eðli Jóns að leysa
vandræði manna og styðja Jrá með ráðum og dáð til framfara. Vann
hann hugi margra með árvekni sinni um Jreirra mál, en Jrað var ríkt
í Jóni að vinna heildinni gagn og efla hana til brautargengis, enda
Jón einlægur samvinnumaður. Lýsti Jón S. Baldurs, kaupfélagsstjóri
Jdví í ræðu sinni í afmælishófi Jóns Pálmasonar hversu hann og ann-
ar Jringmaður dugðu vel sínum heimahéruðum. Vantaði Jrá skip til
flutninga á fóðurbæti heim í sýslu Jreirra sökurn Jress hve hart var í
ári. Leystu Jreir félagar vandræði bænda á hinn bezta hátt og þeirn
að kostnaðarlausu.
Jón Pálmason var atorkumaður til starfa, trúhneigður og fram-
farasinnaður, en þó leyndi sér ekki hæfni hans til leiðtoga í félags-
málum. Sat hann í hreppsnefnd Svínavatnshrepps, og var oddviti