Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 154
150
HÚNAVAKA
dal til Sigurlaugar og Guðmundar alþm. Ólafssonar. Er hér var
komið sögu réðist Sigríður sem þjónustustúlka á ýmsa bæi í Vatns-
dal, þar sem ekki var um skólagöngu að ræða, sökum fátæktar. Um
skeið dvaldi hún að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, þar sem hún kynntist
manni sínum Valdimar Jóhannssyni.
Gengu þau í hjónaband á hvítasunnudag, 3. júní 1911. Arið eftir
hófu þau búskap að Brúsastöðum og voru þar í eitt ár, en 1913
fluttu þau að Blöndubakka þar sem þau voru um tveggja ára skeið.
Árið 1915 fluttu þau hjón til Blönduóss, þar sem hún átti heima til
dauðadags. Sl. átta ár voru þau vistmenn á Elliheimilinu á Blöndu-
ósi.
Börn þeirra eru: Sigfús, kvæntur Guðbjörgu Þorsteinsdóttur frá
Hörgshlíð, búsett á ísafirði, Helga, rnaður hennar er Rögnvaldur
Sumarliðason, Sigurlaug, gift Jóni Sumarliðasyni, báðar búsettar á
Blönduósi, og Jónína, bústýra á Skagaströnd. Hjá þeim hjónum ólst
einnig upp Svavar dóttursonur þeirra, en hann er kvæntur og bú-
settur í Skagafirði.
Sigríður var trú og dygg í störfum sínum. Hún var félagslynd og
tók snennna þátt í störfum kvenfélagsins Vöku á Blönduósi og var
kjörin heiðursfélagi þess.
Guðmann Hjálmarsson, trésmiður á Blönduósi, andaðist 21. ágúst
á H.A.EI. Hann var fæddur 4. maí árið 1900 í Valadal í Skagafjarðar-
sýslu. Foreldrar lians voru hjónin Hjálmar Sigurðsson, söðlasmiður
frá Skeggsstöðum, og Stefanía Guðmundsdóttir frá Vatnshlíð. Þegar
Guðmann var ársgamall fluttust þau að Vatnshlíð, og ári síðar til
Blönduóss, þar sem faðir hans stundaði söðlasmíði. Guðmann varð
eftir í Vatnshlíð þar sem hann ólst upp. Fyrst hjá afa sínum og
ömmu, Guðmundi Sigurðssyni og Þuríði Stefánsdóttur, til 12 ára
aldurs. Síðar hjá móðurbróður sínum, Pétri Guðmundssyni og konu
hans Herdísi Grímsdóttur, er þá tóku við búinu. Hjá þeim dvaldi
Guðmann til fullorðinsára. Fyrstu kennslu í orgelleik fékk hann hjá
Pétri móðurbróður sínum. Árið 1919 nam Guðmann trésmíðaiðn
hjá Eggerti Melsteð trésmíðameistara á Akureyri og lauk þaðan
nárni eftir þrjú ár. Árið 1922 kvæntist hann Margréti Þorvaldsdótt-
ur ættaðri frá Akureyri. Fluttu þau þá um vorið að Botnastöðum í
Svartárdal. Þar lést Margrét kona hans eftir eins árs sambúð. Næstu
finnn árin átti Guðmann heimili sitt á Botnastöðum. Vorið 1927