Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 54
50
HÚNAVAKA
lófa framtíðarinnar að koma á hagkvæmri lánastofnun fyrir land-
búnaðinn og ég held það hafi sýnt sig á síðari árum hvers virði efl-
ing hennar hefur verið fyrir bændur landsins. En það urðu mála-
ferli út af þessu gjaldi. Það er alveg merkilegt að hugsa til þess að
svo sæmilega greindir menn, eins og þeir voru er fyrir málaferlun-
um stóðu skuli geta flaskað svona. Það lá svo ljóst fyrir, að þessi
efling lánastarfseminnar var ekki hvað síst til að styrkja yngri bænd-
urna, sem ríka umbótaþrá höfðu, og vantaði sárast betri aðstöðu en
voru fjárvana.
FERÐIN Á ALÞINGISHÁTÍÐINA 1930 TÓK 7 DAGA.
Mér er ákaflega minnisstæð alþingishátíðin 1930. Það var sú mesta
hátíð, sem ég get hugsað mér. Við fórum ríðandi þangað, Hallgrím-
ur á Kringlu, Ágúst á Hofi og ég. Þetta var í júnílok og ferðin tók
okkur 7 daga, tvo daga suður heiðar, þrjá á Þingvöllum og tvo heim.
Stjórnendur hátíðarinnar voru ljómandi glæsilegir menn, þeir
Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra, Asgeir Ásgeirsson þingforseti
og Bjarni á Laugarvatni, sem lögreglustjóri. Þarna sá ekki vín á
nokkrum manni og veðrið var indælt. Maður getur ekki hugsað sér
dásamlegri stað en Þingvelli í glaða sólskini, en í þoku og rigningu
eru þeir einhver draugalegasti staður, sem maður kemur á.
Mér er söngstjórinn Jón Halldórsson minnisstæður. Hann var
glæsimenni og söngmaður góður. Með veitingar var vinur minn
Fúsi vert, sem svo var kallaður og seldi skyrdiskinn á 1.50 kr. Ég
hef ekki trú á að við höldum nokkurn tíma jafn glæsilega hátíð.
Fyrsta hátíðin á Blönduósi, sem ég kom á var 1911. Hún var hald-
in hjá Draugagilinu, þar reistur ræðupallur og flutti Þórarinn á
Hjaltabakka aðalræðuna, en hann var mikill ræðumaður. Þarna var
fjöldi manns og allir komu á hestum. Þarna fóru fram kappreiðar
og var melurinn rakaður fyrir skeiðsprettinn. Ég man glöggt eftir
þremur hestum. Afbragðshesti, sem Ásgeir Þorvaldsson átti og hafði
fengið 1. verðlaun á kappreiðum í Reykjavík. Hann var reyndur
á skeiði og Lýsingur frá Njálsstöðum, sem Steingrímur átti. Lýsing-
ur vann, en mig minnir að hestur Ásgeirs hlypi upp. Sá sem átti
hestinn, sem vann stökkið var Halldór Snæhólm frá Sneis og hestur-
inn hét Skór. Einnig fóru frarn íþróttir og það var dansað.