Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 162
158
HÚNAVAKA
Á árinu önduðust hjónin á Gunnarshólma í Höfðakaupstað.
Viggó Mariasson, andaðist á Siglufirði 30. júlí og var jarðsettur í
Keflavík 9. ágúst. Hann fæddist 19. júní 1921 í Bolungarvík. Voru
foreldrar hans Marías Bjarni Andrésson og Júlíanna Kolbeinsdóttir
frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Hann ólst upp með foreldrum sín-
um í Hnífsdal. Hann fluttist til Skagastrandar árið 1948. Viggó
Maríasson var með beztu sjómönnum liér og aflasæll. Fiskaði mikið
og farnaðist vel, þó hann réri oft einn á skipi sínu, er var lengi vel
yfirbyggð trilla. Þar á meðal Jóhann Eldvík. Hafði hann nú eignast
vélbátinn Sæbjörn, var formaður á honum og útgerðarmaður og réri
á honum ásamt syni sínum.
Viggó var dagfarsprúður maður, og sinnti vel um sína hagi.
Kona hans Ólöf Jóhanna Árnadóttir, andaðist 11. maí á H.A.H.
Blönduósi, og var jarðsett í Keflavík 19. maí. Hún var fædd 17.
nóvember 1925 í Kolbeinsvík í Strandasýslu. Voru foreldrar hennar
Árni Guðmonsson útvegsbóndi og formaður og kona hans Halla
Júlíusdóttir í Kolbeinsvík, síðar á Hafnarhólma. Ólöf Árnadóttir
var góðlynd kona og hógvær.
Þau hjón eignuðust þessi börn: Júlíu Hrefnu, gift Ragnari Sig-
nrðssyni á Guðlaugsstöðum í Garði. Árný, gift kona í Sandgerði.
Marías Björn sjómann í Höfðakaupstað og Sigríði Kolbrúnu.
Á árinu 1973 önduðust hjónin frá Saurum í Skagahreppi. Margrét
Benediktsdóttir Suðurgötu 9, Sandgerði lést á Sjúkrahúsi Keflavík-
ur 1. jan., jarðsett að Hofi 6. jan. Guðnuindur Einarsson Vík Sand-
gerði lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 24. apríl, jarðsettur á Hofi 3. maí.
Gv ðmundur Einarsson var fæddur 27. febrúar 1892 á Kálfshamri í
Skagahreppi. Foreldrar, Einar Jóhannesson útvegsbóndi og kona
hans Guðbjörg Eiríksdóttir frá Bergsstöðum á Vatnsnesi.
Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á Kálfs-
hamri. Þau hjón bjuggu á sjávarbakka, þar sem Kálfshamarinn ver
tún og býli gegn öllu sjávarróti.
Snemma mun Guðmundur og bræður hans hafa farið með föður
sínum frarn og dregið fisk í soðið. Hann mun ungur hafa farið til
sjóróðra suður með sjó og snemma formaður. Alla ævi var hann
hneigður til fiskverka og talinn lista sjómaður. Guðmundur var
gjörfulegur maður, snyrtimenni og vel á sig kominn. Hann átti og
ríka frásagnargleði, er oft var litrík og vel færð í stílinn.