Ægir - 01.08.2014, Page 24
20
Íslandsstofa býður einstökum fyrirtækj-
um fjölbreytta útflutningsþjónustu sem
ætlað er að stuðla að aukinni
samkeppnishæfni þeirra. Um er að
ræða aðstoð við undirbúning útflutnings
s.s. upplýsingaöflun um markaði, nám-
skeið og þjálfun af ýmsu tagi, aðstoð á
markaði og skipulagning sýninga og
viðburða erlendis.
Framleiðendur sjávarafurða og þjón-
ustufyrirtæki í sjávarútvegi hafa tekið
virkan þátt í markaðs- og kynningarvið-
burðum erlendis undir merkjum Íslands.
Mikilvægasta sjávarútvegsýningin er í
Brussel en þar hefur Ísland verið á með-
al þátttakenda í rúm 20 ár. Að auki er
skipulögð þátttaka í mörgum sambæri-
legum sýningum víða um heim.
Iceland Responsible Fisheries
Íslandsstofa hefur sinnt markaðs- og
kynningarmálum fyrir íslenskar sjávar-
afurðir undir merkjum Iceland Responsi-
ble Fisheries frá árinu 2010 skv. samn-
ingi við Ábyrgar fiskveiðar ses. Mark-
visst er unnið að því að efla samhæfða
kynningu á íslenskum sjávarafurðum
með það að leiðarljósi að treysta stöðu
þeirra á erlendum mörkuðum og styrkja
ímynd Íslands sem upprunalands sjávar-
afurða þar sem stundaðar eru ábyrgar
fiskveiðar.
Alls eru 115 fyrirtæki aðilar að verk-
efninu, 75 íslensk og 39 erlend fyrirtæki
í níu löndum. Þáttökufyrirtækjunum
býðst afnot af sameiginlegu kynningar-
efni og ýmis aðstoð. Vottun á þorski,
ýsu, ufsa og karfa er kynnt fyrir hags-
munaaðilum erlendis með beinum
hætti, á sýningum og í gegnum al-
mannatengsl. Einnig hefur fjölda blaða-
manna verið boðið til Íslands til að
kynna sér stjórnun fiskveiða á Íslandi,
vinnslu sjávarafurða og vaxandi fullnýt-
ingu aflans. Kynningunni er ætla að
auka áhuga á íslenskum afurðum og
skapa traust sem leiðir til aukinnar eftir-
spurnar og verðmætasköpunar.
Saltfiskur kynntur í S-Evrópu
Fyrirtækjum í framleiðslu og sölu á salt-
fiskafurðum býðst að taka þátt í verkefni
sem komið var á fót í samstarfi við Félag
íslenskra saltfiskframleiðenda og íslensk
stjórnvöld. Verkefnið miðar að því að
styrkja stöðu íslenskra saltfiskafurða á
mörkuðum erlendis með áherslu á
Spán, Ítalíu og Portúgal. Eftir ágætan ár-
angur á Íberíuskaga verður áhersla lögð
á Ítalíu núna í haust. Unnið er að því að
styrkja gæðaímynd með skilaboðunum
„Taste and share the secret of Icelandic
Bacalao“.
Spænskur blaðamaður kynnir sér gæði íslenska saltfisksins, sem er munaðarvara víða í
Suður-Evrópu.
islandsstofa.is - responsiblefisheries.is Bás G60
Fjölbreytt þjónusta
Íslandsstofu við íslensk
sjávarútvegsfyrirtæki
Íslandsstofa
Sundagörðum 2, Reykjavík
Sími 511 4000
islandsstofa@islandsstofa.is