Ægir - 01.08.2014, Page 26
22
„Íslenska sjávarútvegssýningin hefur
ávallt leikið stórt hlutverk hjá Scanmar í
því að kynna fyrir okkar viðskiptavinum
það sem er nýjast í framleiðslunni hverju
sinni og hvers er að vænta. Á þessu
verður engin breyting í ár og Scanmar
mun á sýningunni kynna áhugaverðar
nýjungar sem ég er fullviss um að munu
vekja athygli,“ segir Þórir Matthíasson,
framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi
ehf.
Bylting í rafhlöðuendingu með
kynslóðinni SS4
Scanmar státar af mikilli reynslu í fram-
leiðslu nemabúnaðar fyrir sjávarútveg-
inn. Fyrirtækið hefur á undanförnum
árum lagt áherslu á rannsóknar- og þró-
unarvinnu sem birtist í nýrri kynslóð
nema undir samheitinu SS4. Veiga-
mesta byltingin er fólgin í gríðarlegri raf-
hlöðuendingu en vikur geta liðið milli
þess sem þörf er á að hlaða nemana.
„Við verðum með þessa nema í
nokkrum útfærslum á sýningunni og þá
er upplagt að líta við hjá okkur og kynn-
ar sér seríuna en allir SS4 nemarnir hafa
hvorki meira né minna en 5 ára
ábyrgðartíma. Sem verður að teljast
ansi gott,“ segir Þórir.
Nýr nótanemi kynntur
Sú nýjung sem fá mun sérstaka athygli í
bás Scanmar er nemi sem hannaður er
fyrir nótaveiðar. Hann gefur upplýsingar
um bæði fjarlægð veiðarfæris frá yfir-
borði og botni og hjálpar þannig skip-
stjórnendum að ákveða hvenær byrja
má að snurpa auk þess sem hægt er að
fylgjast með hvenær hætta er á að
nótin fari í botn með tilheyrandi tjóni.
„Þessi nemi er sá allra sterkasti sem
Scanmar hefur framleitt og þolir gríðar-
legt átak á festingarnar. Mér þykir líklegt
að uppsjávarskipstjórnendur kynni sér
þennan nema vel hjá okkur
og tryggi sér hann fyrir
komandi loðnuvertíð.“
Aflanemi í 30 ár
Aflanemi frá Scanmar
hefur verið þekktur í
íslenska fiski-
skipaflotanum í
um 30 ár og á ár-
inu þótti tíðindum
sæta þegar fyrirtækið kom fram með
nýja uppfærslu af þessum vinsæla
nema. Í honum er einnota rafhlaða sem
endist mjög vel og nemann þarf því
aldrei að hlaða. „Endurnýjun rafhlöð-
unnar er mjög einföld og frá því við
kynntum nemann fyrir nokkrum mánuð-
um hefur honum verið mjög vel tekið á
markaðnum. Þetta er
fyrst og fremst bæði ódýr og
góður valkostur fyrir þá sem eru að
leita eftir einföldum aflanema,“ segir
Þórir og nefnir loks að gestum á sýn-
ingunni verði líka veitt innsýn í þá hug-
búnaðarþróun sem Scanmar vinnur nú
að hvað varðar brúareiningarnar í fram-
leiðslunni, þ.e. ScanScreen, Scanbas og
Scanmate. „Við erum að færa þessar
brúareiningar yfir í notendavænni hug-
búnað sem þýðir að vinna með þær
kemur til með að verða mun aðgengi-
legri en áður,“ segir Þórir.
scanmar.no Bás P21
Scanmar á Íslandi ehf.
Grandagarði 1a, Reykjavík
Sími 551 3300
scanmar@scanmar.is
Nótanemi er það
nýjasta í vörulínu
Scanmar.
Þórir Matthíasson segir Scanmar leggja áherslu á að kynna bæði nýjungar og þróunarverk-
efni á Íslensku sjávarútvegssýningunni.
Scanmar kynnir nema
fyrir nótaveiðar