Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 32
28
„Landvélar ehf. var stofnað árið 1967
sem þjónustufyrirtæki við landbúnað en
í áranna rás hefur þungamiðjan færst
yfir í þjónustu við íslenskan iðnað og
athafnalíf í sinni víðustu mynd. Meðal
viðskiptavina okkar eru flest sjávarút-
vegs- og framleiðslufyrirtæki landsins,
öll stóriðjufyrirtækin, orkufyrirtækin, vél-
smiðjur, verktakar, bændur og nýsköp-
unarfyrirtæki,“ segir Ingvar Bjarnason,
framkvæmdastjóri Landvéla.
Allt frá vökvakerfum til
handverkfæra
Landvélar koma víða við á þjónustu-
sviðinu og kynna þá þætti í bás sínum á
Íslensku sjávarútvegssýningunni. Fyrir-
tækið selur vökva-, loft- og drifbúnað,
mælibúnað, lagnaefni og tengi af öllum
stærðum og gerðum, loka, dælur,
rafsuðubúnað, suðuvír, handverkfæri og
margt fleira. Hjá Landvélum má einnig fá
tækniþjónustu og ráðgjöf; hönnun,
teikningar og smíði á háþrýstum vökva-
kerfum, dælustöðvum og lokastýringum.
Mikil þekking er hjá Landvélum í flæði-
drifnum há- og lágþrýstum drif- og
stjórnbúnaði en áratuga þekking er
einnig í fyrirtækinu á smíði og samsetn-
ingu háþrýstibúnaðar, til að mynda smíði
á vökvaaflsstöðvum, lokum, há-
þrýstislöngum, börkum og rörum.
Traustir samstarfsaðilar
Landvélar hafa að baki sér þekkta sam-
starfsaðila sem eru leiðandi á sínum
sviðum. Sem dæmi má nefna Bosch
Rexroth, Parker, Dunlop Hiflex, Merlett,
Hansa Flex, Kemppi, Elga og ABUS auk
þess að Landvélar eru viðurkenndur
sölu- og þjónustuaðili fyrir SKF legur,
drifbúnað og verkfæri.
Verkstæðið öflugasta baklandið
Landvélar reka öflugt þjónustuverk-
stæði sem er bæði búið sérhæfðum
tækjum og býr að sérhæfðri þekkingu
starfsmanna í vökvakerfum, -mótorum
og -dælum, stjórnlokum, kælum og öðr-
um búnaði. „Verkstæðið er okkar öflug-
asta bakland og annast bæði viðgerðar-
þjónustu, smíði og samsetningu á alls
kyns kerfum og stjórnbúnaði sem í flest-
um tilfellum eru hönnuð hér innan húss.
Þar eru fremstar í flokki vökvaaflsstöðv-
ar Landvéla en smíði og hönnun á þess-
um stöðvum hefur ávallt skipað fastan
sess í starfsemi félagsins. Þá höfum við
markvisst gert út á það að gera við
flestar gerðir af vökvamótorum og
vökvadælum og reynum að aðstoða
menn með varahluti samhliða eftir bestu
getu. Fyrirtæki í atvinnugreinum á borð
við sjávarútveg vita að þegar tíminn
skiptir miklu máli þá er farsælast að leita
þangað sem sérþekking og reynsla eru
til staðar,“ segir Ingvar.
Aðalstöðvar Landvéla eru við Smiðju-
veg í Kópavogi en auk þess hefur fyrir-
tækið náið samstarf við vélaverkstæði
og aðra þjónustuaðila um allt land.
landvelar.is Bás P2
Landvélar ehf.
Smiðjuvegi 66, Kópavogi
Sími 580 5800
landvelar@landvelar.is
Ingvar Bjarnason, framkvæmdastjóri Landvéla, við dælustöð sem er dæmi um hönnun og
smíði fyrirtækisins.
Fjölbreytt þjónusta með öfl-
ugt verkstæði að baki sér
Landvélar veita fjölbreytta verkstæðisþjónustu fyrir vökvakerfi og búnað.