Ægir - 01.08.2014, Síða 36
32
Sónar ehf. á Hvaleyrarbraut 2 í Hafnar-
firði var stofnað 2005 af Guðmundi
Bragasyni og Vilhjálmi Árnasyni. Þeir
störfuðu tveir við fyrirtækið í upphafi en
reksturinn hefur undið upp á sig og
starfsmennirnir eru nú sjö talsins.
„Við bjóðum heildarlausnir í siglinga-,
fjarskipta- og fiskileitartækjum fyrir skip
og báta. Það hefur verið vaxandi umsvif
í sölu og þjónustu á fjarskiptabúnaði frá
SAILOR enda gæðavara sem íslenskir
skipstjórnendur þekkja af góðu einu.
Þess má geta að Sónar ehf. er eini
Service Partner á Íslandi fyrir SAILOR.
Við erum auk þess með gamalgróin
merki eins og JRC, Kaijo, Raymarine,
Wesmar, ComNav, SeaTel, Kannad og
fjölda annarra merkja,“ segir Guðmund-
ur.
Á síðasta ári tók Sónar við umboði
og þjónustu fyrir Tranberg leitarkastara
og siglingaljós. Tranberg ískastarar hafa
reynst afar vel hérlendis enda norsk
gæðavara og Tranberg hafa verið sölu-
hæstu leitarkastarar í Noregi undanfarin
ár. Þar áður hafði fyrirtækið tekið við
umboði og þjónustu fyrir Anschutz sjálf-
stýringar og gírókompása.
Nýr straummælir og fjölgeisla
dýptarmælar vinsælir
„Nýr straummælir frá JRC, sem mælir
straumstefnu og straumhraða á mismun-
andi dýpi, hefur vakið talsverða athygli
og fengið mikið hól notenda. Búnaður-
inn sýnir á grafískan hátt straum og
straumstefnu á allt að 50 mismunandi
dýpislögum auk þess að vera með inn-
byggðum dýptarmæli og gagnast
mönnum vel við flestar veiðar.
Sífellt fleiri skipstjórar og útgerðar-
stjórar gera sér grein fyrir því hvað fjöl-
geisla dýptarmælar eru öflug tæki við
fiskileit. Sónar ehf. er eina fyrirtæki
landsins sem er umboðsaðili fjölgeisla
dýptarmæla þ.e. mæla sem sýna 120°
þversniðsmynd ýmist þvert á skipið
(WASSP) eða þvert á skip og fram/aftur
(SeaPix).
Að sjá fisk og botnupplýsingar á svo
stóru svæði undir skipinu er mjög mikil-
vægt og gerir allar veiðar markvissari,
eykur afköst og sparar eldsneyti. Bæði
SeaPix og WASSP fjölgeisla mælarnir
hafa rækilega sannað sig við makríl-
veiðar svo fátt eitt sé nefnt en ég hvet
skipstjórnendur og útgerðarmenn til að
kíkja við á bás okkar og kynnast þess-
um mögnuðu verkfærum betur,“ segir
Guðmundur.
Tækjapakkar í nýsmíðar
Á Íslensku sjávarútvegssýningunni er
bátur frá Seiglu sem Stakkavík í Grindvík
hefur látið smíða. Hann verður að lang-
mestu leyti búinn siglingatækjum frá
Sónar ehf. Einnig er stór Víking bátur í
smíðum fyrir dótturfyrirtæki Skinney
Þinganes en hann verður eingöngu bú-
inn siglingatækjum frá Sónar ehf. Þá
hefur fyrirtækið selt talsvert af sónar-
tækjum frá JRC og Wesmar og Kaijo í
makrílbátaflotann. Makrílbátar eru flestir
með sónartæki sem er umtalsverð fjár-
festing en algjörlega nauðsynlegur bún-
aður fyrir þessar veiðar. Guðmundur
segir búnaðinn fljótan að borga sig upp
með hagkvæmari veiðum.
„Íslenski fiskiskipaflotinn er mjög
framarlega þegar kemur að tækjavæð-
ingu þótt sjálf skipin og bátarnir séu
farnir að eldast. Við hjá Sónar ehf. getur
boðið fjölbreyttar lausnir í siglinga- og
fjarskiptatækjum stærri nýsmíða og
leggjum einnig mikla áherslu á að þjón-
usta við tækin sé eins og best verði á
kosið. Við höfum allan nauðsynlegan
tækjabúnað að bjóða frá okkar stóru
birgjum s.s. JRC, SAILOR og KAIJO.“
Guðmundur segir að Íslenska sjávar-
útvegssýningin skipti miklu máli. Fyrir-
tækið vilji vera sýnilegt og kynna sín
merki vel. Áhersla sé lögð á vandaðan
bás og góða framsetningu á merkjunum
og þeir Sónarmenn hlakki til að taka á
móti gestum sýningarinnar.
sonar.is Bás C20
Sónar ehf.
Hvaleyrarbraut 2, Hafnarfirði
Sími: 512 8500
sonar@sonar.is
Sónar býður
heildarlausnir
Vilhjálmur Árnason, framkvæmdastjóri Sónar (t.v.) og Guðmundur Bragason, sölu- og mark-
aðsstjóri.