Ægir - 01.08.2014, Side 44
40
Frumherji hf. er stærsta faggilda prófun-
ar- og skoðunarstofa á Íslandi og leið-
andi á markaði varðandi slíka þjónustu.
Þótt fyrirtækið sé þekktast fyrir skoðanir
á ökutækjum er þjónusta við sjávarút-
veginn vaxandi og býður Skipa-
skoðunarsvið upp á skipaskoðanir um
allt land en starfsmenn þess eru mennt-
aðir á sviði skipasmíði, vélstjórnunar og
skipstjórnar. Búa þeir yfir áratugareynslu
af skipaskoðunum.
Faggild öryggisskoðun
„Skipaskoðunarsvið Frumherja sinnir
faggildum öryggisskoðunum skipa undir
400 brt. í umboði Samgöngustofu en öll
skip, sem notuð eru í atvinnuskyni, þarf
að búnaðarskoða einu sinni á ári. Aðrar
skoðanir, s.s. vélskoðun, öxulskoðun,
bolskoðun þykktarmæling og rafmagns-
skoðun, eru framkvæmdar annað hvert
ár eða sjaldnar. Skemmtibátar eru skoð-
aðir aðalskoðun á fjögurra ára fresti.
Starfsmenn Skipaskoðunarsviðs Frum-
herja annast einnig eftirlit með nýsmíði
og breytingum skipa, tjónaskoðanir o.
fl.,“ segir Stefán Hans Stephensen,
sviðsstjóri Skipaskoðunarsviðs Frum-
herja á Hesthálsi.
Frumherji skoðar einnig, í samstarfi
við erlendar skoðunarstofur, báta sem
smíðaðir eru hér á landi til útflutnings.
Allar tegundir faggildra skipaskoðana
eru í boði hjá Frumherja hf:
Búnaðarskoðun
Vélskoðun
Bolskoðun (tré, plast, ál og stál)
Þykktarmælingar (ál, stál og plast)
Rafmagnsskoðun
Öxulskoðun
Kranaskoðun
Fjarskiptaskoðun <24m
Skoðun eldvarna
Eftirlit með nýsmíði, breytingum og
viðgerðum
Stærðarmælingar skipa
Tjónaskoðanir
Aðal- og milliskoðun skemmtibáta
Stefán segir að lykiláherslur í þjón-
ustu Frumherja séu fagleg vinnubrögð
og stuttur biðtími eftir skoðununum hvar
sem er á landinu.
Prófunarstofa Frumherja
Hjá Frumherja er einnig rekin prófunar-
stofa sem annast löggildingar og próf-
anir mælitækja af ýmsu tagi, s.s. voga,
eldsneytismæla, vatnsmæla og raf-
orkumæla. Einna lengst hefur starfsemin
snúist um löggildingu voga, en þær ber
að löggilda á tveggja ára fresti (nema
bílavogir sem eru löggiltar á hverju ári).
Prófunarstofan getur löggilt allar stærðir
voga, allt frá minnstu borðvogum (ná-
kvæmnisvogum) upp í bílavogir og allar
gerðir flokkara, flæðivoga og annarra
sjálfvirkra voga.
„Prófunarstofa leggur áherslu á að
veita fyrsta flokks þjónustu til fyrirtækja
hvar sem er á landinu. Hjá okkur er
hægt að kaupa lóð í nákvæmnisflokki
M1 í stærðum frá 100 mg til 20 kg en
þau henta sérstaklega vel í fyrirtækjum í
matvælaiðnaði og framleiðslu til að
fylgjast með nákvæmni voga í innra eft-
irliti,“ segir Valtýr Guðbrandsson, sviðs-
stjóri Prófunarstofu Frumherja.
Örugg skipaskoðun
hjá Frumherja
Stefán Hans Stephensen, sviðsstjóri Skipaskoðunarsviðs Frumherja (t.v.) og Valtýr
Guðbrandsson, sviðsstjóri Prófunarstofu Frumherja.
Frumherji hf.
Skipaskoðunarsvið
Hesthálsi 6-8, Reykjavík
Sími 570 9000
stefans@frumherji.is
frumherji.is Bás A14