Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 46
42
Það sem er einna heitast í breiðri vöru-
línu Ísmar eru hitamyndavélar frá FLIR,
sem nýtast vel sem viðbótar siglinga-
og öryggistæki því þær sjá jafn vel í
myrkri sem birtu. Ísmar hóf sölu á þess-
um búnaði fyrir mörgum árum og hefur
skapað sér sérstöðu með mikilli þekk-
ingu á þessu sviði. Hitamyndavélar eru
mikið notaðar innan sjávarútvegs-
geirans, bæði um borð í skipum sem og
í vinnslunni. FLIR kom fram með þessa
tækni og hefur þróað hana frá því að
vera eingöngu hernaðar- og rann-
sóknartæki upp í það að vera í almennri
notkun.
Lengi á vaktinni
Í 32 ár hefur Ísmar staðið vaktina til sjós
og lands og þjónustað atvinnuvegina
með margvíslegum búnaði og þekk-
ingu. Á þessum langa tíma hefur orðið
til mikil tækniþekking innan fyrirtækis-
ins, sem er mikilvæg til þess að unnt sé
að koma til móts við kröfur viðskipta-
vina. Jón Tryggi Helgason, fram-
kvæmdastjóri Ísmar, segir fyrirtækið
ætíð hafa verið í fremstu röð
og fyrst með tækninýjungar
og hitamyndavélarnar eru
skýrt dæmi um það. Hand-
heldar hitamyndavélar eru
notaðar t.d. í vélarrúmi
skipa til að sjá fyrir bilanir í
rafbúnaði, mótorum og gírum og
sama máli gegnir með vinnsluna
og búnað í kringum hana, bæði
um borð og í landi. Þægilegur kostur er
við slíkar rannsóknir og bilanaleit að
hægt er að tengja saman þráðlaust
FLIR hitamyndavél og ampertöng og fá
þannig aflestur inn á hitamynd.
Ísmar býður einnig margvíslegan
annan búnað fyrir sjávarútveg frá þekkt-
um framleiðendum. Má þar nefna AIS
tæki og siglingatæki fyrir stærri skip frá
SAAB Transpondertec,
GPS kompása, AIS tæki
frá TrueHeading, talstöðvar
frá Motorola og ýmiss konar
ljós og leitarljós frá Stream-
light. Nýjung frá TrueHeading er AIS
tæki sem hægt er að festa á baujur,
sem gerir auðvelt að finna þær.
Búnaður frá Ísmar hefur komið við
sögu í öllum helstu hafnar- og dýpk-
unarframkvæmdum mörg undanfarin ár.
Þar er fyrirtækið með umboð fyrir mjög
sterka framleiðendur eins og Trimble,
Prolec, Teledyne Reson, Teledyne
Odom, QPS og fleiri. Þessir aðilar fram-
leiða tæki og hugbúnað til að stýra
gröfukerfum neðansjávar, til að kort-
leggja hafsbotninn og til hvers konar
mælinga því viðkomandi.
Nýtt hústæknisvið
„Á síðasta ári var sett upp nýtt hús-
tæknisvið innan Ísmars með kaupum á
gamalgrónu fyrirtæki á því sviði. Hús-
tæknisvið býður upp á fullkomnar lausn-
ir á loftræstikerfum fyrir hverskonar hús-
byggingar og skip. Á það jafnt við um
stýringar, blásara, kælirafta, hraða-
breyta, ýmsa skynjara og fleira. Hús-
tæknisvið býður einnig ýmsar gerðir
blásara sem notaðir eru við fiskþurrkun.
Á þessu sviði er fyrirtækið með umboð
fyrir þekkta viðurkennda framleiðendur
eins og Honeywell, FlaktWoods, Ruck,
Invertek og marga fleiri.
Þessu tengt má einnig nefna ýmis
konar loftgæðamæla, rafmagnsmæla
og ýmis önnur mælitæki frá Extech,“
segir Jón Tryggvi.
„Á öllum sviðum fyrirtækisins er sam-
ankomin áratuga reynsla og nýtur Ísmar
þess að hafa á að skipa einvalaliði
starfsfólks, sem hefur bæði þekkingu
og reynslu í að þjóna kröfuhörðum við-
skiptavinum hinna mikilvægu atvinnu-
vega landsins.“
Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmar.
Jón Tryggvi og Sæmundur Sævarsson, sér-
fræðingur í hitamyndavélum.
Ísmar í fremstu röð
með tækninýjungar
ismar.is Bás C32
Ísmar
Síðumúla 28, Reykjavík
Sími 510 5100
Fax 510 5101
ismar@ismar.is
Nýjasta gerðin frá FLIR
Marine.