Ægir - 01.08.2014, Page 48
44
Þrátt fyrir að Voot Beita í Grindavík sé til-
tölulega ungt fyrirtæki hefur vegur þess
farið ört vaxandi undir stjórn fram-
kvæmdastjórans Vignis Óskarssonar.
Fyrirtækið, sem hófst sem tveggja
manna sölufyrirtæki fyrir beitu, – eins og
nafnið ber með sér – hefur þróast út í
öflugt þjónustufyrirtæki sem býður stöð-
ugt fjölbreyttara vöruúrval, m.a. veiðar-
færi fyrir allar stærðir línubáta og öll að-
föng. Vöxturinn hefur verið hraður og nú
starfa sex manns hjá fyrirtækinu.
Kynna nýjungar
Framkvæmdastjórinn segir Voot Beitu
koma til með að kynna ýmsar nýjungar
á sjávarútvegssýningunni núna í sept-
ember. „Við ætlum að frumsýna nýjan
vörulista, kynna nýja heimasíðu og
myndbönd sem hafa verið í vinnslu í
sumar. Á nýju heimasíðunni geta við-
skiptavinir pantað beint þær vörur sem
óskað er eftir og þær verða tilbúnar á
þeim tíma sem viðskiptavinurinn gerir
kröfur um. Við ætlum jafnframt að
tengja okkur enn betur við daglegt líf í
útgerð með því að leggja hluta af síð-
unni undir helstu fréttir úr þessum geira
ásamt nýjustu afla- og löndunartölum,“
segir Vignir.
„Þrátt fyrir þennan öra vöxt höfum við
aldrei misst sjónar á grunnmarkmiðun-
um okkar,“ segir Vignir. „Þessi markmið
eru að veita ávallt trausta og persónu-
lega þjónustu. Engin fyrirtæki eru of lítil
fyrir okkur, engin of stór. Við afgreiðum
vörur um allt land samdægurs.“ Vignir
segir fyrirtækið ekki aðeins selja beitu
hér innanlands heldur hafi Voot Beita
þreifað fyrir sér með útflutning og orðið
ágætlega ágengt.
Ekki bara beita
„Voot Beita er miklu meira en bara
beita,“ segir Vignir. Fyrirtækið selur í
dag orðið fjölbreytt úrval af hvers kyns
aðföngum. „Það fæst allt hjá okkur,“
segir framkvæmdastjórinn og bætir við:
„Það eru margvísleg vaxtartækifæri fyrir
hendi ef menn eru opnir fyrir því að
þróa reksturinn. Það er sú leið sem við
höfum valið til þess að renna styrkari
stoðum undir fyrirtækið. Ég hvet sem
flesta til að sækja heim básinn okkar á
Íslensku sjávarútvegssýningunni og
kynnast þar af eigin raun þeirri þjónustu
sem við bjóðum upp á,“ segir Vignir.
beita.is Bás H40
Voot Beita
Ægisgötu 2, Grindavík
Sími 581 2222
beita@beita.is
Voot Beita er miklu
meira en bara beita
Vöxturinn hefur verið hraður og nú starfa sex manns hjá Voot Beitu.