Ægir - 01.08.2014, Side 56
52
frost.is Bás H30
„Íslenska sjávarútvegssýningin er fyrst
og fremst vettvangur þar sem við hittum
okkar viðskiptavini og höldum á lofti
þeirri þjónustu í kæli- og frystibúnaði
sem Kælismiðjan Frost hefur að bjóða
og er okkar sérsvið. Sýningin er því mik-
ilvægur liður í okkar sölu- og markaðs-
starfi,“ segir Gunnar Larsen, fram-
kvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts hf.
Allt frá hugmynd til lokafrágangs
Kæli- og frystibúnaður í víðum skilningi
er svið Kælismiðjunnar Frosts, allt frá
sölu búnaðar og þjónustu við matvöru-
verslanir upp í uppsetningu stórra kæli-
og frystikerfa í verksmiðjum. Fyrirtækið
hefur að baki sér alla þekktustu fram-
leiðendur búnaðar á þessu sviði í heim-
inum, sem Gunnar segir einn af styrk-
leikum í þjónustu fyrirtækisins.
Samkeppnin sé mikil og viðskiptavinir
Frosts njóti þessi en á Íslensku sjávarút-
vegssýningunni verða einmitt fulltrúar
nokkurra af helstu birgjum Frost á bás
fyrirtækisins.
Liður í þjónustu Kælismiðjunnar Frost
er hönnun kæli- og frystikerfa og ráð-
gjöf til viðskiptavina um lausnir. Þar er
um að ræða hönnun kerfa fyrir land-
vinnslufyrirtæki og skip og alla jafna
annast starfsmenn Frost alla uppsetn-
ingarvinnu. Þannig má segja að þjón-
usta Frosts spanni allan ferilinn, allt frá
frumhugmynd til lokafrágangs.
Stórum uppsjávar-
verksmiðjum nýlokið
„Við höfum nýlokið tveimur stórum verk-
efnum í uppsjávarvinnslum; annars
vegar í verksmiðju Skinneyjar
Þinganess á Höfn í Hornafirði og hins
vegar nýrri verksmiðju í Fuglafirði í Fær-
eyjum sem formlega tók til starfa nú í
byrjun september. Báðar geta þessar
verksmiðjur afkastað um 600 tonnum í
frystingu á sólarhring en sú síðarnefnda
er hönnuð með það fyrir augum að
hægt verði að auka framleiðslugetuna
upp í 1000 tonn á sólarhring. Sú verk-
smiðja er algjörlega hliðstæð annarri
sem byggð var á Suðurey í Færeyjum
fyrir tveimur árum en að báðum þessum
verkefnum unnum við í samstarfi við
Skagann hf. sem hannaði vinnslubúnað-
inn,“ segir Gunnar.
Spurður um áframhald erlendra verk-
efna hjá Frost segir Gunnar að ekkert
sé í hendi fyrr en samningum er lokið
en fyrirspurnir komi víða að. Samstarf
Frosts og Skagans í uppsjávarverk-
smiðjunum í Færeyjum hafi víða vakið
athygli og þannig sé t.d. áhugi á svip-
uðu verkefni í Afríku, hvað sem úr verði.
„Okkar þjónusta er því þekkt víða um
heim,“ segir Gunnar.
Ný hugsun í ísfisktogara
„Framundan er mikil endurnýjun í ísfisk-
skipastólnum og við ætlum okkur að
vera þátttakendur í þeim verkefnum
með okkar lausnir. Á næstu vikum mun-
um við einmitt setja, í samstarfi við
Skagann, nýtt vinnslukerfi í togarann
Málmey þar sem farin er algjörlega ný
leið í ísfisktogara; keyrt á kælingu aflans
strax í móttöku og vinnsluferlinu og afl-
inn kældur án íss í lestinni. Þetta er nýj-
ung sem við bindum miklar vonir við og
ekki síst fyrir þær útgerðir sem eru að
ráðast í endurnýjun ísfiskskipa sinna,“
segir Gunnar.
Kælismiðjan Frost
Fjölnisgötu 4b, Akureyri
Lyngási 20, Garðabæ
Sími 464 9400
frost@frost.is
Frost skilaði á dögunum af sér sínu stærsta verkefni í ár sem var frystikerfi í stórri uppsjávar-
verksmiðju í Fuglafirði í Færeyjum.
Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri
Kælismiðjunnar Frosts.
Sérfræðingar í kæli-
og frystikerfum