Ægir - 01.08.2014, Page 62
58
Meðal þess sem Friðrik A. Jónsson
kynnir á Íslensku sjávarútvegssýn-
ingunni eru fjölmargar nýjungar frá
Simrad. Þar verður m.a. kynntur nýr
SU90 látíðnisónar sem er viðbót við
SX90 sónarinn, sem er að finna í mörg-
um skipum, en mun langdrægari og
með mjórri geisla sem gefur betri að-
greiningu á grunnu vatni.
„SN90 fjölgeislamælir, sem byggir á
chirp tækni, er með tíðnisviði sem er
70-110 kHz. Hann sýnir 160° í láréttu
plani, 60° í lóðréttu og hefur sérstakan
geisla til að skoða og greina lóð. Þessi
mælir hentar vel við allar uppsjávarveið-
ar í troll eða nót, hvort sem það er mak-
ríll, síld, loðna eða annar uppsjávarfisk-
ur,“ segir Valdimar Einisson, verkstjóri
tæknideildar FAJ.
Kynnt verður PX nemakerfi fyrir troll
og nótaveiðar sem er komið með
trollauga. Nýja trollaugað gefur betri að-
greiningu en áður hefur sést því það
byggir á chirp tækni. Einnig verður
kynnt ný framsetning á þessu kerfi sem
heitir PXTV.
Nýr fjölgeisla höfuðlínusónar, sem
margir hafa beðið eftir, verður kynntur
frá Simrad Mesotech, ásamt DFS75 són-
ar með myndavél en hann byggir á
FS70 sem er í notkun í mörgum skipum
í dag. ES70 dýptarmælirinn verður
einnig á standinum ásamt því að ný kyn-
slóð dýptarmæla verður kynnt.
Nýjar sjónvarpskúlur og VSAT-kúlur
„Við erum með nýjar sjálfstýringar frá
Simrad. Þær ráða við allt að sex skrúfur í
einu og hægt er að samtengja búnað-
inn við fjölnotaskjái. Þannig er hægt að
hafa dýptarmælinn, plotterinn, radarinn
og sjálfstýringuna á einum stað,“ segir
Eyjólfur Bergsson í sölu- og tækniráð-
gjöf hjá Friðrik A. Jónssyni.
Á sviði siglingaljósa er FAJ með nýja
gerð díóðuljósa, jafnt í kösturum og
vinnuljósum.
„Frá Sailor koma nýjar talstöðvar en
fyrirtækið stendur hvað fremst á sviði
fjarskiptatækni í heiminum. Við bjóðum
líka nýjar sjónvarpskúlur og VSAT-kúlur í
breiðri línu. Uppfærslur eru á Olex þrí-
víddarplotternum sem eru auðveldar í
uppsetningu. Þá erum við að fá nýjan
dýptarmæli sem byggir á sítón sem
tryggir minni truflanir. Einnig er kominn
nýr höfuðlínusónar og nýir aflanemar og
nýr Argos radar frá Simrad fyrir stærri
skip sem verður á Íslensku sjávarút-
vegssýningunni,“ segir Eyjólfur.
Búnaður frá Marás og Friðrik A Jóns-
syni er í mörgum þeim nýsmíðum sem
hafa verið afhentar íslenskum útgerðum
síðustu ár. Þar kemur í ljós hvað það er
mikilvægt að velja réttan búnað í byrjun
til að verða ekki fyrir ófyrirséðum kostn-
aði og frátöfum síðar.
faj.is Bás B11
Friðrik A. Jónsson ehf.
Miðhrauni 13, Garðabæ
Sími 552 2111
faj@faj.is
Valdimar Einisson, verkstjóri tæknideildar FAJ.
Fjölmargar nýjungar
frá Simrad