Ægir - 01.08.2014, Side 68
64
Fastus ehf. er framsækið þjónustufyrir-
tæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum
á heilbrigðissviði, og í rekstri tengdum
matvælum, ferðaþjónustu og iðnaði, fyr-
ir tækjum, búnaði og rekstrarvörum.
Fastus er skipt upp í tvö svið, heil-
brigðissvið og fyrirtækjasvið.
Axel Ólafsson, deildarstjóri fyrir-
tækjasviðs, segir að sviðið bjóði rekstr-
arvörur og tæki sem henta hótelum,
veitingahúsum og gistihúsum. Starfs-
menn sviðsins hafa yfirgripsmikla þekk-
ingu og bjóða ráðgjöf og hönnun sem
tryggir val á réttu lausnunum fyrir sér-
hvern viðskiptamann, hvert sem umfang
starfseminnar er.
„Við bjóðum upp á öll tæki fyrir stór-
eldhús, borðbúnað og lín. Auk þessa
bjóðum við gott úrval húsgagna og inn-
réttinga fyrir veitingastaði, hótel og gisti-
heimili eða hvern þann stað þar sem
menn koma saman. Önnur sérgrein
okkar eru þvottavélar og þurkarar fyrir
minni og stærri þvottahús. Fyrir skipin
eru sérhæfðar lausnir sem henta við
þær aðstæður sem þar eru. Við kynnum
þessar lausnir á Íslensku sjávarútvegs-
sýningunni í Smáranum og auk þess að
kynna styrkleika Fastus almennt,“ segir
Axel Ólafsson.
Meðal þess sem verður til sýnis og
kynningar í bás Fastus eru uppþvotta-
vélar, eldavélar, ofnar og gírópanna sem
henta vel um borð í skipum og rúmast
ótrúlega í þröngum aðstæðum eins og
oftar en ekki eru þar.
„Um borð í hverju skipi þarf að vera
hjartastuðtæki og þar kemur heilbrigðis-
svið Fastus sterkt inn í myndina ásamt
því að vera með gott úrval af margs
kyns einnota hönskum sem henta við
alla meðferð matvæla.“
fastus.is Bás A64
Fastus ehf.
Síðumúla 16, Reykjavík
Sími 580 3900
fastus@fastus.is
Fastus með lausnir
fyrir sjávarútveginn
Axel Ólafsson, deildarstjóri fyrirtækjasviðs Fastus.
Oddný Friðriksdóttir, söluráðgjafi á fyrir-
tækjasviði Fastus.
Rafn Þorsteinsson er með margra ára
reynslu á sviði söluráðgjafar.
Sjóbúin eldavél frá Fribergs.
Uppþvottavél undir borð frá Comenda.
Sjóbúin veltipanna frá Giro.