Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 70
66
Fyrirtækið Stólpi Gámar ehf. í Kletta-
görðum í Reykjavík hefur um skeið boð-
ið til sölu eða leigu 20 og 40 feta frysti-
gáma fyrir sjávarútveginn og hafa aðilar
í sjávarútvegi í vaxandi mæli nýtt sér að
leigja gáma til skemmri eða lengri tíma.
Hægt er að fá gámana ómerkta eða
sérmerkta viðkomandi fyrirtæki ef þess
er óskað. Einnig eru í boði geymslu-
gámar, m.a. nýir 6, 8 og 10 feta sem eru
vinsælir hjá einstaklingum og smærri
fyrirtækjum. Einnig 20 og 40 feta gámar.
Oft heppilegra að leigja
„Markaðurinn hefur tekið vel við þessari
þjónustu en með því að leigja gáma um
skemmri eða lengri tíma geta fyrirtækin
mætt toppum í starfseminni og leyst
tímabundin geymsluvandræði eða flutn-
inga á afurðum með öruggum hætti. Við
flytjum leigugámana að sjálfsögðu til
viðskiptavinanna og tökum til baka að
lokinni notkun fyrir vægt verð. Þetta hef-
ur mælst afar vel fyrir,“ segir Ásgeir Þor-
láksson, framkvæmdastjóri Stólpa Gáma
ehf. Leigugámarnir hjá Stólpa Gámum
eru af öllum tegundum og gerðum; 6, 8,
10, 20 og 40 feta. Stólpi Gámar bjóða
nú sérstaka lása á gámana sem við-
skiptavinirnir einir geta opnað en það
eykur mjög á öryggi og ver innihald
þeirra fyrir óboðnum gestum. Auk þess
að bjóða gámana til leigu er að sjálf-
sögðu hægt að kaupa gáma hjá Stólpa
Gámum.
Viðgerðir á gámum
Stólpi Gámar eru hluti af Stólpa ehf. sem
er gamalgróið fyrirtæki sem hóf starf-
semi sína 1974. Gámaviðgerðir fyrir
skipafélögin hafa lengi skipað stóran
sess í starfsemi Stólpa og meginá-
herslan verið lögð á viðgerðir og endur-
bætur á stálgámum, einkum þurrgám-
um, opnum gámum og gámafletum. Til
gámaviðgerða hefur Stólpi Gámar yfir
að ráða rúmgóðu húsnæði
að Klettagörðum 5 í
Reykjavík. Þar er gott úti-
svæði til athafna og allur
tilheyrandi búnaður s.s.
gámalyftarar og viðeig-
andi verkfæri. Á járnsmíðaverkstæði
Stólpa Gáma starfa faglærðir járniðnað-
armenn með mikla reynslu af gámavið-
gerðum og viðhaldi og sjá þeir um við-
gerðir á vörugámum skipafélaganna
sem sigla til til Íslands.
Gámahús og WC einingar
Stólpi Gámar er samstarfsaðili
Containex hér á landi sem er einn helsti
framleiðandi gámahúsa í heiminum. Bíð-
ur Stólpi Gámar upp á tilbúin gámahús
til ýmissa nota, t.d. sem viðbótar gisti-
rými fyrir verktaka og ferðarþjónustuað-
ila eða undir skrifstofur, kaffistofur og
margt fleira. Einnig býður fyrirtækið WC
einingar sem koma með öllum tækjum
og lögnum og eru tilbúin til notkunar.
Aðalkosturinn við gámahúsin er auð-
vitað sá að þau koma algerlega tilbúin
til notkunar og er ekkert annað eftir en
að tengja þau við vatn og rafmagn.
Hægt er að raða saman mörgum gám-
um og mynda þar með stærri rými,
einnig er hægt að stafla þeim upp og
spara þar með pláss – möguleikarnir
eru nánast ótæmandi.
Stólpi Gámar ehf.
Klettagörðum 5, Reykjavík
Sími 568 0100
stolpigamar@stolpigamar.is
Aðalkosturinn við gámahúsin
frá Stólpa Gámum er auðvitað
sá að þau koma algerlega til-
búin til notkunar og er ekkert
annað eftir en að tengja þau
við vatn og rafmagn.
stolpigamar.is Bás O12
Gámar til sölu eða leigu
Ásgeir Þorláksson, framkvæmdastjóri Stólpa Gáma (t.h.) og Hilmar Hákonarson, sölu-
stjóri fyrirtækisins við gáma á athafnasvæði þess við Klettagarða í Reykjavík.