Ægir - 01.08.2014, Page 86
82
velfag.is Bás G22
Vélfag ehf.
Múlavegi 18, Ólafsfirði
Sími 466 2635
velfag@velfag.is
Vélfag ehf. í Ólafsfirði, fékk verðlaun á
Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011
fyrir M700 flökunarvél sína. Í stuttu máli
hefur vélin fengið mjög góðar viðtökur
og sannað sig bæði í fiskvinnsluhúsum
hérlendis og erlendis, sem og um borð í
vinnsluskipum. Vélfag mætir á sýn-
inguna í ár með nýjustu vélarnar í vöru-
línunni, nýja flökunarvél fyrir stórfisk og
M800 roðdráttarvél. Fyrirtækið frum-
sýndi M800 roðdráttarvélina árið 2011
og setti hana í áframhaldandi prófun og
þróun í kjölfar sýningarinnar. Jafnframt
var Vélfag ehf. áður búið að setja á
markað M500 hausara og má þannig
segja að Marín fiskvinnslulínan sé orðin
heilsteypt.
Flökunarvél fyrir stórfisk
Flökunarvélin fyrir stórfisk sem nú verð-
ur sýnd sem frumgerð í bás Vélfags ehf.
ber framleiðsluheitið M720. Vélin er
hugsuð til að mæta þörf fiskvinnslu- og
útgerðarfyrirtækjanna, ekki síst í ljósi
þess að botnfiskur af Íslandsmiðum hef-
ur farið stækkandi en ekki er óalgengt
að stærsta fiskinn þurfi að handflaka. Að
umfangi er því vélin talsvert stærri en
M700 flökunarvélin en framundan er að
ljúka endanlegri þróun hennar, prófun-
um og setja hana síðan í almenna sölu.
Roðdráttarvélarnar M800 og M820,
hvorar fyrir sína stærð af flökunarvélum,
eru bæði fáanlegar sem stakstæðar ein-
ingar eða sem viðbótareiningar á flök-
unarvélarnar. Uppbygging þeirra er
nokkuð frábrugðin hefðbundnum roð-
dráttarvélum því samtals fjórar roð-
dráttareiningar fylgja hverri vél. Tvær
aðskildar einingar fyrir hægri og vinstra
flak eru uppsettar í vélinni við af-
hendingu auk tveggja viðbótareininga
og tekur aðeins nokkrar mínútur að
skipta um hverja einingu. Það tryggir
gangöryggi og lámarkar vinnutap ef ein-
hver bilun verður. Auka roðdráttarein-
ingar skapa einnig möguleika á að hafa
einingarnar misjafnlega uppsettar eftir
því hvaða fisktegund er verið að flaka.
Skyggnst inn í framtíðina
Þessu til viðbótar verður á bás Vélfags
hægt að skyggnast inn í framtíðina, ef
svo má segja, því fyrirtækið vinnur nú
að því með austurrísku fyrirtæki að þróa
bakteríudrepandi og öflugt plastefni
sem hugmyndin er að nota í smíði vél-
anna í framtíðinni. „Hversu mikinn hluta
vélanna verður hægt að smíða úr þessu
efni á eftir að koma í ljós en þetta er að
mínu mati mjög áhugaverð framtíðarsýn
fyrir hátæknivæddan matvælaiðnað
eins og sjávarútveginn,“ segir Bjarmi
Sigurgarðarsson hjá Vélfagi.
„Marín vélasamstæðan frá Vélfagi hefur reynst okkur á Þerney RE 101 sérstaklega
vel. Þegar verið er að sækja á fjarlæg fiskimið eins og Barentshafið til að ná í mikið
magn af fiski í hverri ferð eru Marín vélarnar þungamiðja vinnslunnar. Með nýjustu út-
færslum Vélfags á flökunarvélinni og hreinsivalsalausri roðvél hefur rekstraröryggi
samstæðunnar aukist gríðarlega. Um 700 tonn af blönduðum þorski hafa farið í gegn
hjá okkur án þess að við höfum þurft að gera nokkuð nema skipta um hnífa í M700
flökunarvélinni,“ segir áhöfn frystiskipsins Þerneyjar um reynsluna af vélunum frá
Vélfagi.
Frumsýning hjá Vélfagi
Reynslan góð í Þerney
Þormóður Sigurðsson vinnur við nýjustu flökunarvél Vélfags ehf., M720 vélina fyrir stórfisk
sem frumsýnd verður á Íslensku sjávarútvegssýningunni.