Ægir - 01.08.2014, Page 92
88
„Við hjá Brammer erum stolt af því að
vera einn af styrktaraðilum Íslensku
sjávarútvegssýningarinnar en þar verð-
um við með básinn G42 þar sem gestir
geta skoðað vöruúrval og þjónustu fyrir-
tækisins. Með þátttöku í sýningunni vilj-
um við nálgast sem flesta viðskiptavini í
þessari höfuðatvinnugrein okkar Ís-
lendinga en á þessu sviði sækir
Brammer fram af miklum krafti. Nú er
svo komið að meira en helmingur um-
svifa okkar hér á landi tengist sjávarút-
veginum,“ segir Árni Rúnar Ingason,
sölustjóri Brammer Ísland ehf. í samtali.
Alþjóðlegt stórfyrirtæki
Brammer var stofnað í Bretlandi árið
1920 af uppfinningamanni að nafni
Harry Brammer. Síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar og í dag er
Brammer risafyrirtæki með um 3.200
manns við störf í 19 löndum. Starfsemi
hér á landi hófst árið 2006.
„Vöxtur Brammer á Íslandi hefur verið
mikill en við byrjuðum með aðeins einn
viðskiptavin, Alcoa. Í dag þjónum við ál-
iðnaðinum og fyrirtækjum sem honum
tengjast af miklum krafti en höfum vaxið
einna mest í matvælaiðnaði, einkum
sjávarútveginum. Býður Brammer afar
breytt vöruúrval, þar á meðal legur, drif-
búnað, loft- og vökvakerfi, alls kyns
verkfæri svo og öryggis- og heilsuvörur.
Brammer er einn af fáum birgjum hér á
landi sem getur boðið vörur frá flestum
helstu framleiðendum en í því er fólgin
gríðarleg hagkvæmni fyrir okkar við-
skiptavini sem geta fengið allt á einum
stað, ef svo má segja.“
Árni Ingason sýnir okkur starfsað-
stöðuna að Steinhellu 17a í Hafnarfirði
en þar er að finna glæsilegt lagerhús-
næði, verslun og þjálfunaraðstöðu fyrir
viðskiptavini Brammer. „Við fluttum hing-
að 2011 og þá varð verulegur kippur í
starfseminni hér á landi. Hér bjóðum við
verkfæri og vörur af ýmsu tagi í glæsi-
legri verslun auk þess sem við höldum
utanum lagerinn á einum stað og stýrum
héðan vörustreymi til okkar viðskipta-
vina um land allt,“ segir Árni Rúnar.
Dregið úr framleiðslutapi
Brammer býður viðskiptavinum sínum
neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla
daga ársins. Í henni felst m.a.
hraðsendingar varahluta og bilanaútköll.
„Staðreyndin er sú að innkaup
varahluta fyrir reglulegt viðhald og við-
gerðir á búnaði er flókin og tímafrek að-
gerð fyrir flest fyrirtæki. Brammer býður
viðskiptavinum sínum tryggan aðgang
að varahlutum frá viðkenndum íhluta-
framleiðendum en einnig aðstoð við að
bæta yfirsýn yfir birgðastöðu fyrirtækj-
anna sem stuðlar þá að minna fram-
leiðslutapi og aukinni hagkvæmni í
rekstrinum. Við búum yfir sérþekkingu í
birgðastýringu og getum greint heildar-
ferli, einfaldað birgjagrunninn og
skipulagt aðgengi að mikilvægum vör-
um í birgðageymslu. Að fela utanað-
komandi aðila stýringu á birgðahaldi á
ódýrum vörum hefur í för með sér ýmsa
kosti, ekki síst þann að innkaupateymi
geta einbeitt sér að þeim dýrari. Einnig
næst með þessu verklagi aukin skil-
virkni í innkaupum, bætt birgðastýring
og betra rými í birgðageymslum. Þá fer
minni tími hjá starfsmönnum í að halda
utanum pantanir og öll innkaup verða
markvissari og ódýrari.“
Brammer verður eins og fyrr sagði á
bás G42 á Íslensku sjávarútvegssýn-
ingunni og mun kynna vörur frá 16 fram-
leiðendum, m.a. SKF, NSK, Gates, Ren-
old, Timken, Norgren, Festo, Parker, 3M,
Dewalt, Roebuck og SMC.
brammer.is Bás G42
Brammer Ísland ehf.
Steinhellu 17a, Hafnarfirði
Sími 522 6262
Til þjónustu reiðubúnir. Árni Rúnar Ingason sölustjóri t.h. og Jóhann E. Benediktsson rekstr-
arstjóri á Reyðarfirði.
Láttu Brammer
vinna fyrir þig!