Ægir - 01.08.2014, Side 102
98
„Sjávarútvegur skipar mikilvægan sess í
þjónustu Varðar trygginga. Þótt félagið
sé ungt á það sér langa sögu, allt aftur
til ársins 1926 þegar Vélbátasam-
trygging Eyjafjarðar var stofnuð. Rætur
félagsins liggja því í íslenskum sjávarút-
vegi,“ segir Atli Örn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs
Varðar. Hann bætir því við að margir af
traustustu viðskiptavinum félagsins séu í
sjávarútveginum og lögð hafi verið
áhersla á að bjóða upp á tryggingar og
þjónustu sem henta þeim vel.
Vörður góður valkostur
„Viðskiptavinir okkar hafa verið ánægðir
með þjónustuna. Frá því við hófum þátt-
töku í mælingum hefur félagið ýmist lent
í fyrsta eða öðru sæti í Íslensku ánægju-
voginni. Keppikefli okkar er ávallt að
viðskiptavinir Varðar séu þeir ánægð-
ustu á íslenska vátryggingamarkaðnum,“
segir Atli Örn. Hann segir vöxt félagsins
undanfarin ár sýna að Vörður sé góður
valkostur á einstaklings- og fyrirtækja-
markaði. Verði hafi tekist að komast í
hóp 100 stærstu fyrirtækja landsins á
þeim stutta tíma sem liðinn er frá því
það fór að láta til sín taka, en viðskipta-
vinir Varðar eru nú um 32.000. Þá er
Vörður í 42. sæti á lista yfir framúrskar-
andi fyrirtæki ársins 2013. Vörður býður
útgerðum allar tegundir trygginga, hvort
sem þær gera út frystitogara eða dag-
róðrabáta og hefur um árabil verið með
samning um betri kjör fyrir félaga í
Landssambandi smábátaeigenda.
„Þessi hópur fær víðtækari trygginga-
skilmála og við tryggjum honum allra
bestu kjörin á tryggingum og annarri
þjónustu,“ segir Atli Örn.
Lausnir fyrir stóra sem smáa
Úrval húftrygginga er í boði fyrir báta og
skip auk nauðsynlegra viðbótar-
trygginga. Þar má nefna áhafnar-
tryggingu ásamt afla- og veiðar-
færatryggingu. „Við höfum
margar góðar lausnir sem henta
bæði stórum og smáum fyrir-
tækjum í þessum mikilvæga at-
vinnuvegi,“ segir Atli Örn. Hann
segir gott starfsfólk forsendu
þess að hægt sé að veita við-
skiptavinum faglega ráðgjöf og
þjónustu. Hjá Verði sé úrvals
starfsfólk með mikla og breiða þekkingu
á sjávarútvegi sem leggi áhersla á að
þjóna viðskiptavinunum á persónulegum
nótum en með fagmennsku að leiðar-
ljósi. „Starfsfólk tryggingafélaga verður
að vera vel upplýst og hafa góða þekk-
ingu á starfsemi viðskiptavina sinna. Við
hjá Verði erum alltaf á tánum og leggjum
okkur öll fram fyrir viðskiptavini okkar,“
segir Atli Örn.
Traustsins verðir
Rekstur Varðar hefur verið traustur á
undanförnum árum og afkoma félagsins
styrkst með ári hverju. „Félagið hefur
fest sig í sessi sem góður kostur fyrir
einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir,“ seg-
ir Atli Örn. „Sóknarfærin eru allt í kring-
um okkur, íslenskir neytendur og fyrir-
tæki vilja góða þjónustu og við hjá Verði
munum leggja okkur fram við að veita
hana.“ Vörður verður að sjálfsögðu með
bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni í
Smáranum. Atli Örn hvetur gesti til að
líta við og fræðast um þá þjónustu sem
félagið hefur upp á að bjóða, og hvern-
ig hægt sé að nýta þá þekkingu og
reynslu á sjávarútvegi sem fyrirtækið
hefur byggt upp í þágu viðskiptavina
sinna.
vordur.is Bás G11
Vörður tryggingar hf.
Borgartúni 25, Reykjavík
Sími 514 1000
Fax 514 1001
vordur@vordur.is
Auglýsing frá fyrstu árum Vélbátasamtryggingar Eyjafjarðar.
Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Varðar, hvetur gesti Íslensku
sjávarútvegssýningarinnar til að líta við í bás félagsins G11 og kynna sér þá þjónustu sem
Vörður hefur upp á að bjóða fyrir sjávarútveginn.
Vörður hefur byggt
upp þekkingu á þörfum
sjávarútvegsins