Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 108
104
Eyjablikk ehf. í Vestmannaeyjum var
stofnað árið 1997 og hefur síðan verið í
miklum vexti, ekki hvað síst vegna verk-
efna í sjávarútvegi, bæði fyrir land-
vinnslufyrirtæki og skip. Fimmtán starfs-
menn eru í dag hjá Eyjablikki og eftir
síðustu stækkun húsnæðis hefur fyrir-
tækið yfir að ráða tæplega 1000 fer-
metra verkstæði. Eigandi fyrirtækisins er
Stefán Þ. Lúðvíksson sem um síðustu
áramót stofnaði, á móti Alfreð Halldórs-
syni, renniverkstæðið Hána ehf. sem
rekið er í húsnæði Eyjablikks. Alfreð er
enn sem komið er eini starfsmaður fyrir-
tækisins en þeir félagar segja að með
þessu samstarfi geti fyrirtækin veitt
saman þjónustu á enn stærra sviði.
Styrkur sé fyrir báða aðila að starfa með
þessum hætti hlið við hlið.
Vel búið renniverkstæði
– fjölbreytt verkefni
„Verkefni mín hjá Hánni ehf. eru með
sama hætti og hjá Eyjablikki að stórum
hluta tengd sjávarútvegi og þá sérstak-
lega fyrirtækjunum hér í Eyjum. Því til
viðbótar er Háin undirverktaki í fram-
leiðslu íhluta í vélbúnað Marels en
annars eru verkefnin mjög fjölbreytt.
Eyjablikk hefur þjónustað sjávarútveg-
inn lengi og ég nýt orðspors og tengsla
sem fyrirtækið hefur skapað sér í grein-
inni. Við sáum að með stofnun renni-
verkstæðisins gætum við byggt upp
enn meiri þjónustu við sjávarútveginn
og aðra viðskiptavini, bæði hér í Eyjum
og einnig uppi á landi. Gott dæmi um
það er einmitt verkefni sem við vinnum
saman að þessar vikurnar sem er nýr
þurrkklefi hjá fiskþurrkuninni Löngu hér í
Vestmannaeyjum,“ segir Alfreð sem
áður hafði lengi verið sjómaður. Vélbún-
aður renniverkstæðisins er tölvustýrður,
keyptur var nýr fræsari og notaður
rennibekkur. „Fyrirtækið er vel búið
tækjum til smærri sem stærri verkefna á
þessu sviði,“ segir Alfreð.
Styrkur af samstarfinu
Stefán Þ. Lúðvíksson, eigandi Eyjablikks,
segir fyrirtækið annast öll verkefni á
sviði blikk- og járnsmíði. Styrkur verði
tvímælalaust af því að hafa nú renni-
verkstæði við hlið Eyjablikks og raunar
innanhúss.
„Viðskiptavinir okkar eru fiskvinnslu-
fyrirtæki, útgerðir, verktakar og aðrir
þeir sem þurfa á að halda lausnum á
sviði blikk- og járnsmíði en þjónusta við
sjávarútveginn er snar þáttur í okkar
starfsemi. Eitt dæmi um verkefni fyrir út-
gerðirnar eru hreinsanir á loftræstikerf-
um skipa en fyrir landvinnslurnar höfum
við smíðað ýmsan vinnslubúnað, færi-
bönd og slíkt ásamt smíði og uppsetn-
ingu á loftræstikerfum og þjónustu við
þau,“ segir Stefán.
Öflugir saman í þjón-
ustu við sjávarútveginn
eyjablikk.is
Eyjablikk ehf. hefur nú yfir að ráða um 1000 fermetra húsnæði og er með 15 manns í vinnu.
Styrkur er af samstarfinu, segir Alfreð
Halldórsson, framkvæmdastjóri renniverk-
stæðisins Háarinnar ehf. sem starfar í hús-
næði Eyjablikks.
Eyjablikk ehf.
Flötum 27, Vestmannaeyjum
Sími 481 2252
eyjablikk@eyjablikk.is
Háin ehf.
Flötum 25, Vestmannaeyjum
Sími 861 0117
hain@eyjablikk.is