Ægir - 01.08.2014, Page 110
106
„Með reynslu okkar af lausnum fyrir
uppsjávarvinnslu að leiðarljósi leggjum
við sama metnað í lausnir fyrir bolfisk-
vinnsluna. Á Íslensku sjávarútvegssýn-
ingunni í Kópavogi munum við m.a.
kynna nýjar, einfaldar en byltingar-
kenndar vinnslulausnir um borð í fersk-
fiskskipum,“ segir Ingólfur Árnason,
framkvæmdastjóri Skagans, en fyrirtæk-
ið hefur á undanförnum árum náð
athyglisverðum árangri í þróun hag-
kvæmra lausna fyrir uppsjávarvinnslu
sem hámarka afköst og nýtingu og
gæði afurða.
Þessi kynning á lausnum fyrir bolfisk-
vinnsluna á sýningunni í Fífunni kemur í
kjölfar samnings sem undirritaður var
við FISK Seafood um nýjan og byltingar-
kenndan vinnslubúnað á millidekki í
Málmey SK 1. Reiknað er með að upp-
setningu búnaðarins um borð ljúki í des-
ember. Markmiðið er að hámarka gæði
afurða.
Undirkæling og hámarksgæði
Með þessum nýja búnaði í Málmey SK 1
er aflinn undirkældur (-1 °C) strax eftir
blæðingarferli og í kjölfarið verður sá
möguleiki fyrir hendi að geyma fiskinn
við sama hitastig án íss. Búnaðurinn
tryggir að allur fiskur fær rétta og jafna
meðhöndlun í gegnum vinnslukerfið.
Markmiðið með hönnun og þróun
vinnslulínunnar er að varðveita gæði
hráefnis og auka geymsluþol áður en
það berst til landvinnslu FISK Seafood.
Á meðal nýjunga í vinnslukerfinu eru
blóðgunar- og slægingarlína, mynd-
greining til að tegunda- og stærðar-
flokka fisk, tveggja þrepa blæðingar-
kerfi og fjögurra þrepa kælikerfi. Afköst
kerfisins miðast við að slægja allt að 60
fiska á mínútu.
Metnaðarfullt framtíðarskref
„Hér er stigið stórt og metnaðarfullt
skref til framtíðar í meðhöndlun og kæl-
ingu afla,“ segir Albert Högnason vöru-
þróunarstjóri 3X. „Rannsóknir okkar,
FISK Seafood, Iceprotein, Matís o.fl. að-
ila hafa staðfest mikilvægi undirkæl-
ingar.“
skaginn.is - 3x.is Bás B22
Skaginn hf.
Bakkatúni 26, Akranesi
Sími 430 2000
sales@skaginn.is
Skaginn og 3X
boða byltingu í
vinnslulausnum
fyrir bolfisk