Ægir - 01.08.2014, Side 126
122
Í Fjarðabyggð eru tignarleg fjöll og fagr-
ir firðir líklega þekktustu kennileitin.
Þetta austasta sveitarfélag landsins,
sem spannar miðju Austfjarðanna allt frá
Mjóafirði í norðri að Stöðvarfirði í suðri,
stendur samt fyrir fleira en einstaka nátt-
úrufegurð. Útgerð og fiskvinnsla hefur
frá fornu fari verið helsta lífæð Fjarða-
búa.
Ein gjöfulustu fiskimið landsmanna
eru steinsnar frá og standa veiðar og
fiskvinnsla traustum fótum í rótgrónum
útgerðarsamfélögum. Þekktir fiskibæir
eins og Neskaupstaður í Norðfirði, Eski-
fjörður og Fáskrúðsfjörður eru enn ein
helsta stoð atvinnulífsins í krafti þekk-
ingar, nýsköpunar og drífandi
mannauðs.
Næststærstu hafnir landsins
Síldarvinnslan á Norðfirði, Eskja og
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði eru með
stærri fyrirtækjum landsins, hvert á sínu
sviði og hafa Fjarðabyggðarhafnir vaxið
og dafnað í takti við þau. Með tilkomu
álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði juku-
st umsvifin sem því nemur og urðu
Fjarðabyggðarhafnir upp úr því stærsta
höfn landsins, næst á eftir Faxaflóahöfn-
um. Um fjórðungur af heildarafla lands-
manna fer um hafnirnar á ári hverju og
getur það hlutfall slagað upp í þriðjung,
allt eftir aflabrögðum. Á síðasta ári nam
þetta tæpum 370 þúsund tonnum, þar
af fór rúmlega helmingur á stærstu
höfnina, Norðfjarðarhöfn, og um 130
þúsund tonn á Eskifjarðarhöfn og Fá-
skrúðsfjarðarhöfn samanlagt.
Þá reka Fjarðabyggðahafnir einnig
skemmtiferðaskipahöfnina Port of Eski-
fjörður, Reyðarfjarðarhöfn, Mjóeyrarhöfn
og Stöðvarfjarðarhöfn ásamt einni
minnstu höfn landsins í Mjóafirði.
Stækkun Norðfjarðarhafnar
Stærsta einstaka framkvæmd Fjarða-
byggðahafna um þessar mundir er
stækkun Norðfjarðarhafnar. Afkastageta
verður aukin með tilliti til bæði stærðar
skipa, fjölda og umferðarrýmdar. Að
sögn Steinþórs Péturssonar, fram-
kvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna var
verkið boðið út í fjórum áföngum og
felst í stórum dráttum í lengingu hafnar-
kants um 60 metra og tilfærslu varnar-
garða, auk nýrrar smábátahafnar. Fram-
kvæmdum lýkur í megindráttum um
næstu áramót og er áætlaður kostnaður
um 550 milljónir króna. Steinþór segir
framkvæmdirnar nauðsynlegar í ljósi
aukinna umsvifa fiskiskipa og í fisk- og
landvinnslu. „Skipaumferð hefur einnig
farið vaxandi og því mikilvægt að auka
bæði rými hafnarinnar og athafnasvæði
í höfninni.“
fjardabyggd.is
Hafnir Fjarðabyggðar
Hafnargötu 2, Fjarðabyggð
Sími 470 9000
Stærsta einstaka framkvæmd Fjarðabyggðarhafna um þessar mundir er stækkun
Norðfjarðarhafnar sem felst í megindráttum í 60 metra lengingu hafnarkanta og færslu
varnargarða. Framkvæmdum verður að mestu lokið um næstu áramót.
Mjóeyrarhöfn er helsta inn- og útflutningshöfn Fjarðabyggðar og aðalhöfn Alcoa Fjarðaáls.
Önnur stærsta höfn
landsins