Ægir - 01.08.2014, Page 137
133
endursöluaðila hverskonar. Fyrirtækið
var stofnað árið 1996.
Stóraukin umsvif
Umsvif Samhentra hafa aukist mikið að
undanförnu í sölu á pökkunarvélum á
uppsjávarfiski. Á þessu ári hefur fyrir-
tækið selt 15 pökkunarlínur til færeyskra
og íslenskra fyrirtækja. Samfara því hef-
ur þjónustudeild Samhentra stækkað
um helming. Þar starfa nú fjórir fastráðn-
ir tæknimenn sem setja upp tæki og
þjónusta þau.
„Veltan í véladeild okkar slagar hátt í
600 milljónir króna á þessu ári. Fyrir
utan sjávarútveginn þjónustum við kjöt-
iðnað, mjólkuriðnað og nánast allan
matvælaiðnað á Íslandi með pökkunar-
tengdar vélar,“ segir Gísli Sveinsson
sölustjóri hjá Samhentum.
Bjarni segir að véladeildin sé vaxtar-
broddurinn hjá Samhentum. Hann segir
að hún hafi einkum þróast upp á við
vegna aukinna veiða í uppsjávarfiski;
makríl, síld og loðnu.
Pökkunarvélar til Færeyja
„Við höfum selt pökkunarvélar í tvær
stórar verksmiðjur í Færeyjum sem
Skaginn sá um að reisa. Okkar helstu
viðskiptavinir með pökkunarvélar eru
HB Grandi, Síldarvinnslan á Neskaup-
stað, Skinney-Þinganes, Ísfélagið og
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði.“
Samhentir selja einnig umbúðir undir
merkinu Cool Seal fyrir ferskar afurðir í
gáma og flug, frosinn humar og saltfisk.
Umbúðirnar eru úr plastefni og eru
100% endurvinnanlegar. Jón Þór
Ágústsson sölufulltrúi segir að umbúð-
irnar bjóðist í stærðum frá þremur upp í
25 kg fyrir ferskar afurðir. Saltfiskkassar
eru í hefðbundinni 25 kg stærð og þrjár
mismunandi stærðir hólka eru í boði,
400, 500 og 1.000 kg.
„Við erum líka með þrjár umbúða-
stærðir fyrir humar, þ.e. 1, 1,5 og 2 kg. Í
þessa kassa er yfirleitt pakkað heilum
humri inn á Spán. Við höfum þróað mis-
munandi lok á kassana, annað hvort
pappalok eða „solid board“. Töluverð
aukning hefur verið í notkun á þessum
kössum í Noregi fyrir fersk flök fyrir
Frakklandsmarkað.
Miðar með breytilegu strikamerki
Samhentir eiga fyrirtækið Vörumerkingu
og þar eru ýmsar nýjungar á döfinni.
„Þar bjóðum við m.a. upp á karamiða
sem eru með breytilegu strikamerki.
Hugmyndin er sú að auka rekjanleika
vörunnar. Við erum líka með mikið úrval
af límmiðum fyrir sjávarútveg og mat-
vælavinnslu almennt. Við höfum aukið
vélabúnað og erum í stakk búnir til að
sinna auknum kröfum okkar viðskipta-
vina með betri liti, sneggri afgreiðslu og
öruggari afhendingar.“
Samhentir eru einnig með breiða
vörulínu fyrir matvælaiðnaðinn og sölu-
aðila matvöru. Hjá Samhentum fást
allskyns umbúðir, kassar, öskjur, arkir,
pokar, pappi, plast, límbönd og hvað-
eina svo vel fari um vöruna. Birgjar
Samhentra eru fjölmargir, bæði innlendir
og erlendir. Fyrirtækið er ráðgefandi um
lausnir, efnisval, hönnun og tækjakost.
Með allt fyrir sjávar-
útveginn nema fiskinn
Hjá Samhentum fást allskyns umbúðir; kassar, öskjur, arkir, pokar,
pappi, plast og límbönd.
Frá vinstri Ásgeir Þorvarðarson stjórnarformaður og Bjarni Hrafnsson
rekstrarstjóri.