Ægir - 01.08.2014, Page 142
138
Sífellt er unnið að þróunarstarfi hjá
Fjarðaneti og reynt að betrumbæta þau
veiðarfæri sem eru í notkun. Á Íslensku
sjávarútvegssýninginunni mun Fjarðanet
kynna nýjung sem felst í notkun á nýjum
línum sem Hampiðjan hefur þróað. Um
er að ræða línur sem kallast „Quick
Line“ og eru með lykkjum sem notaðar
eru til að fella á poka og troll. Fjarðanet
hefur lagt áherslu á að nýta þær í sína
framleiðslu og þróað nýja gerð af pok-
um á fiskitroll, þar sem netið er fellt á
þessar nýju línur. Einnig hefur Fjarðanet
hannað nýtt troll með þessum línum.
Poki með T90 þverneti felldur á
„Quick Line“ línur
Netinu í pokanum er snúið um 90° og
það síðan fellt á þessar nýju línur. Út úr
þessu kemur ný gerð af poka sem hefur
ýmsa kosti í för með sér. Möskvarnir
opnast betur sem gefur betra gegnum-
streymi og þar með minni togmótstöðu.
Pokinn heldur betur lögun sinni og ekki
þrengir að fiskinum eins í hefðbundnum
pokum. „Fiskurinn syndir rólegur í pok-
anum þegar togað er og kemur ferskur
og spriklandi inn á dekk. Stærðin á
fiskinum er jafnari og minni meðafli af
smáfiski. Niðurstaðan er í stuttu máli að
gæðin á fiskinum aukast, sem er mjög
mikilvægt því allt snýst þetta um að
koma með sem verðmætastan afla að
landi,“ segir Jón Einar Marteinsson,
framkvæmdastjóri Fjarðanets. Pokinn
hefur vakið athygli og er kominn í notk-
un á nokkrum skipum.
Fjarðanet mun einnig kynna á sýn-
ingunni Hemmer T90 þvernetstroll en í
því er netinu snúið um 90° í öllu trollinu.
„Trollið var þróað fyrir nokkrum árum og
er löngu búið að sanna sig og hafa skip-
stjórnarmenn gefi því góða einkunn,“
segir hann. Þvernetstrollið er að stofni til
öðruvísi en hefðbundin troll. Helstu
kostirnir að minna net fer í trollið,
möskvarnir eru opnari og þar með betra
fjardanet.is Bás D50
Fjarðanet hf.
Strandgötu 1, Neskaupstað
Sími 470 0800
fjardanet@fjardanet.is
Jón Einar Marteinsson framkvæmdastjóri Fjarðanets.
Markmið Fjarðanets
að þróa ný og betri
veiðarfæri
Þó Fjarðanet sé fyrst og fremst veiðarfæraframleiðandi,
rekur fyrirtækið einnig víðtæka þjónustu við sveitarfélög,
verktaka og aðra framkvæmdaaðila. Fjarðanet starfrækir
alhliða veiðarfæraþjónustu á Ísafirði, Akureyri, Neskaup-
stað og Fáskrúðsfirði. Það er með þjónustu við fiskeldi,
rekur þvottastöð fyrir fiskeldispoka og selur vörur til fisk-
eldis. Í Neskaupstað og á Ísafirði rekur Fjarðanet
skoðunarstöðvar fyrir gúmmíbjörgunarbáta. Fyrirtækið er
með þjónustu og sölu á hífibúnaði. Saumaverkstæði er á
Ísafirði og í Neskaupstað. Á Ísafirði leigir félagið einnig út
veislutjöld, borð og bekki. Þjónusta Fjarðanets, sem er
dótturfyrirtæki Hampiðjunnar er því víðtæk. Fjarðanet tek-
ur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni á bás D-50 með
Hampiðjunni.
Meira en bara veiðarfæri