Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 146
142
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Kringlunni 5, Reykjavík - Sími 440 2000 - sjova@sjova.is - facebook.com/sjovaalmennartryggingar
Öflugt þjónustunet styður
vel við sjávarútveginn
„Sjóvá rekur öflugt net útibúa um allt
land út frá Akureyri,“ segir Jón Birgir
Guðmundsson, forstöðumaður útibúa
og umboða hjá Sjóvá. Útibúin eru 11 og
auk þess starfa 24 umboðsmenn fyrir
félagið. „Þjónustuskrifstofurnar eru því
35 fyrir utan Reykjavík,“ segir Jón Birgir.
„Öflugt þjónustunet okkar styður því
mjög vel við sjávarútveginn á lands-
byggðinni. „Sjóvá er almennt með skrif-
stofu í næsta nágrenni við sjávarút-
vegsfyrirtækin en það skiptir gríðarlega
miklu máli varðandi fyrstu hjálp,“ segir
Jón. „Í raun má segja að um landið séu
7 svæðisútibú sem hvert um sig er
ábyrgt fyrir útibúum og umboðsmönn-
um á því svæði. Þessu skipulagi var
komið á árið 2008 og er almenn
ánægja með það,“ segi Jón Birgir.
Nauðsynlegast að
fyrirbyggja frekara tjón
Hlynur Jónsson tjónamatsmaður svarar
spurningunni um það hvað sé mikil-
vægast að gera ef til tjóns kemur í
skipum. Hlynur var áður vélstjóri á sjó
og talar því sama tungumál og sjó-
mennirnir. Hann man eftir umræðum
um að „SS maðurinn“ væri á leiðinni í
plássið en þá var átt við sérfræðinginn
að sunnan.
„Nauðsynlegast af öllu er að fyrir-
byggja frekara tjón,“ segir Hlynur. „Stór-
ar útgerðir eru oftast með ákveðin ferli
og sérhæfða menn sem sjá um að fara
eftir því í samráði við okkur en öðru
gildir oft um smábátaútgerðir. Við höf-
um upplýsingar á reiðum höndum fyrir
þá um hvert sé best að leita varðandi
viðgerðir og á því sparast oft mikill
kostnaður. Markmið okkar hlýtur alltaf
að vera að allir komist sem best út úr
tjóni, bæði fjárhagslega og tímalega,
ekki síst viðskiptamenn okkar,“ segir
Hlynur.
Forvarnir eru
besta tryggingin
„Meginboðskapurinn er sá að hægt sé
að fækka slysum með því að sjó-
mennirnir sjálfir taki málin í sínar hend-
ur í samvinnu við útgerðina,“ segir Fjóla
Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna
hjá Sjóvá. Ef allir eru vakandi fyrir hætt-
unum, skrá þær, hversu smáar sem
þær eru og lagfæra aðstæður í kjölfar-
ið, er hægt að koma í veg fyrir mörg
slys. Allt of oft má rekja slys til atvika
sem auðvelt hefði verið að koma í veg
fyrir,“ segir Fjóla. Hún ítrekar að lokum
að öryggismál sjómanna sé ekki átaks-
verkefni heldur langhlaup og þar megi
aldrei slaka á. „Áherslan er því á
forvarnir,“ segir Fjóla.
Þjónusta við
sjávarútveginn
– sérfræðingar hjá Sjóvá teknir tali