Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 150
146
„Við hjá Wise kynnum með stolti WiseF-
ish fyrir NAV 2013 á sjávarútvegssýn-
ingunni í Fífunni 25.-27. september.
Þetta er fullkomnasta útgáfan af þessum
hugbúnaði okkar, sem hefur notið stöð-
ugt vaxandi vinsælda, en á sýningunni
leggjum við einnig áherslu á að kynna
Dynamics NAV, WiseFish og Wise Ana-
lyzer greiningartól fyrir WiseFish,“ segir
Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og
markaðssviðs fyrirtækisins.
Wise verður í bási G-19 á sýningunni í
Fífunni og þar verður m.a. kynnt nýtt, öfl-
ugt hleðslu- og flutningakerfi fyrir Wis-
eFish. Kerfið stýrir og heldur utan um út-
skipanir og flutninga á afurðum þar sem
allar afhendingar eru sýnilegar á einum
stað. Sérstök virkni er fyrir sendingar
með flugi, til að hraða allri úrvinnslu og
skjalagerð.
Vinnusparnaður og hagræðing
„Við munum ennfremur kynna sendingu
og móttöku viðskiptaupplýsinga og
veiðivottorða á rafrænu formi milli sölu-
aðila og framleiðenda,“ segir Jón Heið-
wise.is Bás G19
Wise
Borgartúni 26, Reykjavík
Sími 545 3200
wise@wise.is
Kostir nýjustu
útgáfu WiseFish
Nýtt útflutningskerfi – yfirfarið og
endurhannað að mestu.
Viðmót fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og
léttur vefbiðlari.
Nýtt samningakerfi. Kostnaður við
sölu er nú skráður í samningakerfi/
sölusamkomulög sem tryggir betra
umhald um sölur, framlegð og
kostnaðargreiningu fyrir útflytjendur
og söluaðila.
Með WiseFish og NAV 2013 kemur ný
virkni sem tengir enn betur sama
Office 365, þ.e. Word, Excel, Outlook,
PDF, SharePoint og One note svo
dæmi séu nefnd.
Phil Sorgen, varaforseti Worldwide
Partner Group hjá Microsoft (t.v.) og
Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og
markaðssviðs Wise, við afhendingu
viðurkenningar sem Microsoft sam-
starfsaðili ársins 2014 á Íslandi.