Ægir - 01.08.2014, Síða 176
172
Markus Lifenet ehf.
Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði
Sími 565 1375
sales@markuslifenet.com
Markus Lifenet ehf. heldur þessa dag-
ana upp á að 35 ár eru síðan Markús B.
Þorgeirsson skipstjóri hóf að þróa hug-
mynd sína, Markúsarnetið (Björg-
unarnetið Markús), búnað til að bjarga
mönnum úr sjó. Einnig er þess minnst
að 30 ár eru síðan Markús heitinn féll
frá og að Markúsarnetið var fyrst kynnt
alþjóðlega á Íslensku sjávarútvegssýn-
ingunni árið 1984. Markúsarnetið hefur
síðan verið boðberi aukinnar þekkingar
á björgun manna úr sjó um allan heim.
Þannig varð heimsókn Markúsar
1982 í nær öll sjávarpláss á Íslandi, til
þess að sjómenn og björgunarsveitar-
menn kynntust kostum Markúsarnet-
anna, neyðargallanna og flotvinnugall-
anna í fyrsta sinn og hvað þessi búnað-
ur til samans gat boðið upp á til æfinga
og björgunar manna úr sjó við verstu
aðstæður. Þessi ferð Markúsar varð
hugmyndagjafinn að stofnun fyrsta
slysavarnarskóla fyrir fiskimenn og far-
menn í heiminum 1986, Slysavarnar-
skóla sjómanna. Allir vita hvaða
Grettistaki Slysavarnarskólinn hefur skil-
að í öryggi sjómanna og nægir þar að
nefna dauðaslysalaus ár á sjó árin 2008
og 2011.
Áhrif á öryggi sjómanna
á alþjóðavísu
„Á sýningarbás okkar númer P30 á Ís-
lensku sjávarútvegssýningunni munum
við kynna þróun Markúsarnetanna og
þau áhrif sem þau hafa haft á öryggi sjó-
manna á Íslandi og á alþjóðavettvangi.
Nú síðast á alþjóðalög um öryggi á haf-
inu (SOLAS og Torremolinos) og við
gerð fyrsta alþjóðlega staðalsins (ISO)
um kröfur til búnaðar sem ætlaður er til
að bjarga fólki úr sjó. Að öllum líkindum
verður hann hluti af samþykktum
Evrópusambandsins, Bandaríkjanna,
Japan og Kína á þessu eða næsta ári,“
segir Pétur Th. Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Markus Lifenet ehf.
Pétur segir að á Íslensku sjávarút-
vegssýningunni muni fyrirtækið einnig
kynna þróun björgunarneta sem byggja
á klifurtækni. Til dæmis Markus Neyðar-
stigann fyrir flotbryggjur, fiskibáta, frí-
stundabáta og lokuð rými, s.s. tanka fyrir
fljótandi efni og fiskeldi, veltinet fyrir
léttabáta og björgunbáta ýmiskonar og
stærri klifurnet sem hægt er að lyfta
hjálparvana manni úr sjó í láréttri stöðu
með handafli og með krana.
„Flest okkar björgunarnet má nota
bæði handvirkt og með krana og þau
bjóða því upp á að einn dekkmaður
komi búnaðinum í sjó á nokkrum sek-
úndum og tveir til fjórir dekkmenn lyfti
manni með handafli um borð,“ segir
Pétur.
markuslifenet.com Bás P30
Bás Markus Lifenet ehf. á Íslensku sjávarútvegssýningunni árið 2011. Þrjátíu ár eru nú liðin
síðan Markúsarnetið var fyrst kynnt á sýningunni.
Markúsarnetið í 35 ár