Ægir - 01.08.2014, Page 202
„Helsta tromp okkar á Íslensku sjávarút-
vegssýningunni að þessu sinni verður
frumsýning á nýjum rafmagnslyftara frá
CAT sem sætir tíðindum vegna frábærra
eiginleika umfram eldri tegundir,“ segir
Bjarni Arnarsson, sölustjóri hjá Kletti –
sölu og þjónustu ehf. Klettur er leiðandi
í sölu og þjónustu á tækjum og vélum
frá Caterpillar, Scania, Ingersoll Rand
loftpressum og Perkins vélum svo fátt
eitt sé nefnt.
Nýi lyftarinn nefnist Cat EP 25N og er
með 80 volta rafkerfi og 775 Ah raf-
geymum sem skilar umtalsvert meiri
endingu á hleðslu en forverinn EP 25
Pack. Lyftarinn getur nýst bæði innan-
húss og utan m.a. vegna afar vandaðs
frágangs á rafkerfi og fullkomnu drif-
kerfi. Hann er búinn nýrri kynslóð stjórn-
tækja ásamt notandavænum litaskjá í
mælaborði, sem meðal annars sýnir vigt
þess sem lyft er. Cat EP 25N er með
fjórhjólastýringu sem tengist tveggja
mótora drifkerfi og er einnig með inn-
byggt öryggiskerfi sem tryggir lipurleika
og hnökralausar beygjur og lágmarkar
auk þess slit á dekkjum og stýrisbúnaði.
Hægt er að fá nýja lyftarann EP í mörg-
um útfærslum, bæði með tilliti til lyfti-
getu, masturs og búnaðar.
Nýi lyftarinn verður á bás C12 en
Klettur er einnig með útisvæði O3 en
þar verða kynntir skotbómu- og dies-
ellyftarar.
Nýr Cat
rafmagns-
lyftari
frumsýndur
klettur.is Bás C12
Klettur – sala og
þjónusta ehf.
Klettagörðum 8-10, Reykjavík
Sími 590 5100
ba@klettur.is
Þurrkaðu vettlinga og stígvél með LOFTI
Strandgötu 30, 545 Skagaströnd
Sími: 452 2689 og 863 2689
Fax: 452 2802 – Netfang: vkb@simnet.is
LOFTUR þurrkar blauta vettlinga og vot stígvél
LOFTUR þurrkar gegnvotan búnað á 30 mínútum
LOFTUR borgar sig því fatnaður endist lengur
LOFTUR gerir vinnuna léttari
LOFTUR er viðhaldsfrír
LOFTUR er öruggur
LOFTUR hefur mikla reynslu.
Hann er í skipum, fisk vinnslu
stöðvum, fiskeldis stöðvum,
olíubor pöllum.
LOFTUR er með CE merkingu
frá framleiðanda.
198
Nýi lyftarinn nefnist Cat EP 25N.