Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 61
HÚNAVAKA
59
anna. Vann hann við að bylta gömlu Uinunum og gcra sáðsléLLur.
Var þetta mikil framför frá þcim tíma þegar notast var \dð ofan-
ristuspaða og skóílu til jarðabóta. Kristján hafði jafnan marga
hesta, fór vel með þá og agaði þá vel. Var til þcss tekið þegar
Kristján var að stjórna hestunum með því að tala \ið þá. Gráskjóni
var einn þeirra hesta sem Kristján tamdi og notaði \dð jarðvinnsl-
una. I fyrstu var Gráskjóni ódæll, talinn slægur, styggur og mjög
einþykkur, en sýndi aldrei fælni.
Þannig var Gráskjóni þegar faðir minn fékk hann hjá Kristjáni í
hestakaupum. Þeir höfðu oft hestakaup og gekk á ýmsu hvor
græddi. Þegar ég man fyrst eftir Gráskjóna var hann orðinn nær
alh\dtur, en var fæddur skjóttur eins og nafnið bendir til. Hann
var meðalhestur á hæð, mjög þrekvaxinn, vöðvar miklir og stæltir
og fætur sverir. Var auðséð að hann hafði haft það gott í uppvexi-
inum, enda gekk hann undir móður sinni til þriggja vetra aldurs
og var notaður sem graðhestur þar til hann var taminn. Um hann
má segja að hann hafi verið mikill á velli og þéttur í lund.
Fljótt kom í ljós að Gráskjóni var óvenju miklum gáfum og skap-
styrkleika gæddur. Þegar búið var að handsama hann og setja fyr-
ir æki var sama á hverju gekk, alltaf var hann sallarólegur. Væri
hann fyrir æki með örgeðja hestum, sem voru ötulir að draga, þá
átti hann það til að taka lífinu með mestu ró og láta hinn hcstinn
um allt erflðið, svo þegar hann fór að þreytast og slípast fór Grá-
skjóni að taka í og munaði þá ætíð um gripinn. Oft þurfti að
hvetja hann svo að ekki hallaði á hann í drættinum því að honum
fannst ekkert liggja á og fór með sama sígandi hraðanum, enda
svitnaði hann sjaldan eða mæddist. Sama var hvernig á stóð og fyr-
ir hvað Gráskjóni var spenntur, óhætt var að skilja hann einan eft-
ir. Mátti ganga að honum vísum á sama stað og öllu ósködduðu
sem honum var trúað fyrir.
Oft voru settir fyrir æki með honum ótamdir hcstar. Þeir voru
stundum hræddir og erfiðir til að byrja með, en Gráskjóni hélt
öllu föstu og fór því hægar sem hesturinn sem með honum var
varð óstilltari. Eitt sinn er verið var að spenna óvanan hest fyrir á-
samt Gráskjóna slitnaði millitaumurinn sem hélt hcstunum sam-
an að framan, svo að þeir fóru hvor í sína áttina, en hemlarnir
héldu hestunum saman. Þá gerði Gráskjóni sér lítið fyrir og kippti
mótherjanum sem togaðist á við hann á hrygginn aftur fýrir sig.