Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 149
HÚNAVAKA
147
síður fór fram húskveðja og veitingar. Svo var haldið af stað út að
Guðlaugsstöðum. Riðu nokkrir þangað heim og þar á meðal
Markús prestur og Bjarni í Stafni. Kom Elín húsfre)ja (Arnljóts-
dóttir) fram í dyrnar og talaði við einhverja í hópnum. Hittist þá
svo á að prestur var að kasta af sér vatni við þilið norðan dyra. Vék
Bjarni sér þá að honum, greip undir hendur hans og sneri honum
að Elíni og segir. „Iss, ædaður ekki aö heilsa henni Elíni, Markús.“
Sneru þá ílestir frá úl hliðar og hlógu. Þessu lík atvik áttu sér oftar
stað. Þótti það mikill ljóður á ráði Markúsar, sem hafði þó margt
til síns ágætis.“
Einn helsti félagi Markúsar á góðvinafundum var Bjarni bóndi í
Stafni, Olafsson bónda á Eiðsstöðum, Jónssonar bónda á Steiná,
Jónssonar, ættföður Steinárættar. Kona Bjarna var Margrét Jóns-
dóttir bónda í Stafni, Sigurðssonar. Um hana skráði Kristín Sig-
valdadóttir þátt scm birtist í bókinni „Hlynir og hreggviðir.“
Um Bjarna í Stafni segir svo í Yfirliti Jónasar: „Bjarni var vart
meðalmaður á hæð, en þéttvaxinn og styrkur vel, dökkur á hár og
skegg. Ncttur í andliti og heldur breiöleitur. Glaður í bragði, hæg-
ur í fasi, vel viti borinn og orðheppinn. Ekki laus við að vera laun-
háðskur og meinyrtur, Kom hann háðsyrðum sínum laglega fyrir,
svo sumir tóku orð hans sem fulla alvöru og jafnvel fyrir heimsku.
Voru ýms orð höfð eftir honum til gleðskapar. Skulu hér nokkur
tilfærð til sýnis. Það var eitt sinn að tilrætt var um mann nokkurn,
sem þótti í meira lagi ýkinn. Sagði þá einhver „að hann N. væri lyg-
inn, svo ckki væri mark takandi á sögunum hans“. Sagði Bjarni þá:
„Eg held það sé ofsagt að hann sé lyginn, en hann fer vel með
fréttir“. Annað sinn var það að margir sátu \dð borð í Stafni um
réttir og drukku kaffi og brennivín, sem oft skeði þar. Töluðu þeir
um hvað hæfilegt væri að láta mikið vín í bollann. Þá sagði Bjarni:
„Það er mátulegt þegar maður hóstar \dð hvern sopa“. Bóndi einn
úr heldri röð sat við borðið, sem vanur var að láta ósleitilega sam-
an \ið kaffið og hóstaði oft meðan á drykkju stóð.
Þá var það eitt sinn að menn höíðu Andra sögu að umtali og
gerðu sumir mikið úr vexti og trölldómi Andra. Segir þá Bjarni:
,Andri var aldrei stór maður. En hann var heilsugóður og hafði
gott höfuð“. Mega fyrrgreind dæmi sýna að ýmislegt gátu menn
fýrri tíma sér til gamans gert.
Um síra Markús var kveðið: