Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 152
150
HUNAVAKA
góðu svcitunga, svo cg cr furðu fróður hvcrnig búendum er skip-
að í Bólstaðarhlíöarhreppi. Sumarið 1933 fór cg mcð Maríu dótt-
ur minni norður á Akureyri, auð\itað með bíl. Langaði mig þá
mikið til að heimsækja þig, cn varð tímans, eða máski öllu heldur
bílsins vegna að láta mér nægja aö sjá heim að Skcggsstöðum. Það
er orðið lítil ánægja að ferðast um kunnugar slóðir síðan bílar
komu í stað hestanna. Mér finnst ég hafa svo mikið að skrifa að ég
veit varla á hverju ég á að byrja, enda cr það ekki undarlegt ef allt
yrði sett á pappírinn, sem á dagana hefur drifið á 60 ára tímabili.
Það var ekki í Stafnsrétt, heldur í göngum 1880, við Svörtukvísl,
sem \ið háðum bændaglímuna og voru það víst síðustu átök okk-
ar. Vel man ég eftir konu þinni, sálugu, og þeim systrum báðum,
en konan þín (Hólmfríður Bjarnadóttir frá Stafni) var þó miklu
glæsilegri. Margréti (systur Hólmfríðar) hcfur víst liðið vel í Amer-
íku í sambúð við Jónas frá Rugludal (Jónas Hunford Jónsson,
Rafnssonar, en mcöal hálfsystkina jónasar var Gísli bóndi í Saurbæ
í Vatnsdal).
Eg minnist nokkurra blaðagreina frá þér í „Norðurlandi“, mig
minnir 1908. Sérstaklega þótti mér gaman að grein, scm þú
nefndir „Tóbaksbitinn". Annars vorum \ið á þeim árum flokks-
bræður. Nú hefi ég síðan 1911 ekki fyllt neinn pólitískan ílokk.
Fékk þá svo mikla skömm á flokkspólitíkinni, að ég hefi til þessa
ekki komið nálægt henni. Vil hafa mínar skoðanir fyrir mig í
hverju máli, án þess að láta aðra ákveða þær. Enda hefi ég fyrir
löngu sannfærst um að flokkapólitíkin, cins og hún er rekin, gcri
menn að verri mönnum.
Nú er að segja þér ágrip af ævisögu minni, síðan leiðir okkar
skildu. Eins og þú kannske manst fórum viö frá Hólum vorið 1881.
Var ég þá í kaupavinnu hjá Arna á Skarði þar til í ágúst að við Gísli
bróðir minn lögðum af stað landveg austur að Stafafelli. A Stafa-
felli dvaldi ég aðeins í rúma 2 mánuði. Þá lagði ég á stað til Seyðis-
fjarðar og sigldi þaðan til Hafnar með seglskipi. Var í Höfn til 1.
apríl 1882. Réði mig þá í kaupmannslæri í Hilleröd, sem það er
kallað, sem eiginlega er verklegt nám. Samsvarar búðarmanns-
stöðu hér, sem sé, venjast öllum verslunarstörfum, læra þekkingu
á vörum o.s.frv. Skyldi ég stunda þetta nám í þrjú ár fyrir aðcins
fæði og húsnæði.
Að þessum tíma liðnum, vorið 1885, réðist ég til vinar míns Jak-