Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 165
HUNAVAKA
163
átta börn. Son sinn Thorleif misstu þau barn að aldri árið 1943.
Onnur börn þcirra eru: Gunda, búsett á Akureyri, en maður
hennar var Þórarinn Björnsson frá Skagaströnd, en hann er látinn
fyrir nokkrum árum. Paul, tæknifræðingur í Garðabæ, kvæntur
Elínu Ellertsdóttur, hjúkrunarfræðingi og kennara. Sigmund
teiknari, búsettur í Vestmannaeyjum, kvæntur Helgu Olafsdóttur.
Anne, húsmóðir á Blönduósi, gift Einari Evensen, byggingameist-
ara. Kristfne húsmóðir, einnig búsett á Blönduósi, en maður
hennar er Þorsteinn Húnfjörð bakarameistari. Oddný húsmóðir,
búsett á Akureyri, en hún var gift Hallgrími Sigurðssyni frá Skaga-
strönd, sem látinn er f)TÍr allmörgum árum. Og Thorleif, en
hann er búsettur á Akureyri, kvæntur Kolbrúnu Jónsdóttur frá
Akureyri.
Haustiö 1977 ílutd Jóhann eins og áður er sagt á Ellideild Hér-
aðssjúkrahússins á Blönduósi. Þar hefst hann handa um margs
konar smíðar, tekur þátt í námskeiðum í handíðum og verður sér
úd um búnað til þess að slípa steina og margt íleira. Sýnir þetta á-
samt öðru hvað Jóhann var Qölhæfur og íljótur að dleinka sér hin-
ar ýmsu nýjungar. Hann sat eigi auðum höndum þrátt fyrir að
aldur færðist yfir.
A þcssum árum sigldi hann að meðaltali eina ferð á ári til út-
landa og þá oftast til Noregs. Hann hélt alla æfi sambandi við vini
og venslafólk í Noregi. Um tveggja ára skeið bjó Jóhann í íbúðum
aldraðra á Skagaströnd og síðan á Arbraut 17 á Blönduósi. Jó-
hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 87 ára að aldri.
Meðjóhanni Baldvinssyni er genginn á vit feðra sinna minnis-
stæður og litríkur persónuleiki. Eins og áður er sagt var Jóhann
frábærlega hagur maður, er sat sjaldan auðum höndum. Hann var
jafnan glaðlegur í viðmód og sagði vel frá og miðlaði öðrum af
mikilli reynslu sinni m.a. af sjóferðum sínum á hættuslóðum
norðurhjarans. Bjartsýni hans og lífskraftur var mikill allt til
hinstu stundar.
„Hann batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn”
eins og skáldið kvað um annan litríkan persónuleika á síðustu
öld.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 21. apríl.
Sr. Ami Sigurðsson.