Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 142
140
HUNAVAKA
sátu á þingi. Þá urðu þær að stjórna búi og sjá um allt utanhúss og
innan, cn í þá daga voru vinnukonur á heimilunum og það stund-
um að minnsta kosti tvær. Svo voru vinnumenn og vetrarmaður
sem húsmóðirin varð að stjórna í fjarvcru bónda síns. Þetta tókst
alltaf með ágætum og sýndu þá konur að þær gátu bæði verið hús-
bóndi og húsfreyja.
Þegar voraði og von var á þingmanninum heim af þingi var hús-
móðirin bæði glöð og stolt er hún gat afhent bónda sínum búsfor-
ráð að nýju. Eftir þingsetuna höfðu þessir menn ráð á að gefa
konu sinni fallegt slifsi, svuntu, sjal cða þ\4 um líkt. Þingkaupið
var ckki svo mikið í þá daga að þaö væri teljandi afgangur eftir að
búið var að greiða kaup vetrarmannsins.
Þetta var í þá daga sem einstaklingsframtakið var ríkjandi og fólk
barðist áfram af eigin kröftum, dugnaði og framsýni. Sumir komu
upp mannvænlcgum hópi 8-14 barna án meðgjafa og styrkja. Ekki
svo að skilja að margur hafði þröngan skó á fæti og barðist við fá-
tækt og allsleysi, jafnvel svo að til sveitarstjórnar þurfti að leita.
Það voru árciðanlega þung spor í þá daga. Enda var sá styrkur
jafnan naumur og eftir talinn.Það þótti mikil niðurlæging að
þurfa aö þiggja þá hjálp eða vera á sveiúnni eins og það var kallað.
Hér áður fyrr voru margir Húnvetningar sjálfseignabændur og í
þá daga var bændastéttin kölluö aðall þjóðarinnar. Og þeir voru
sannarlcga höfðingjar. Þeir áttu og sátu jarðir sínar og efldu bú sín
án eilífra styrkja og lána. Þeir treystu á mátt sinn og megin og voru
konungar á sínum bújörðum. Þcir nýttu krafta sína til hins ítrasta
og gerðu kröfur til sjálfra sín.
Nú heyrir maður oft talað um eftirgjöf á lánum bændum til
handa, styrki út á girðingarspotta, skurði, hlöður, fjós, fjárhús og
sléttaðan túnbleðil. Að endingu er vinnudagurinn hjá þeim svo
langur, að þeir eru sligaðir inn að beini eftir 60 klukkutíma vinnu
á viku, sem við verðum að tclja 7 daga vikunnar, þar sem sinna
þarf skepnunum hvern dag. Og þá eru það rúmir 8 tímar á dag
sem þessir höfðingjar vinna. Þeir sitja svo jarðir sínar í 30-35 ár og
eru þá búnir að koma upp barnahóp, mismunandi stórum,
mennta hann vel og koma til manns. Hætta þá búskap eftir allt
stritið og hafa aldrei fengið kaup fyrir sína vinnu. Selja síðan jarð-
irnar fyrir nokkrar milljónir með nokkrum vinnuvélum. Og
einnig meðalstóran bústofn, sem er 400-500 ær, 30 nautgripir og