Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 121
HÚNAVAKA
119
mig að Sigríður systir mín dæi. Mun hún þá hafa verið 4-5 ára.
En annarri systur minni, sem dáið hafði áður, man ég ekkert eftir.
Hefir hún að líkindum verið á milli Láru og Arna og dáið kornung.
Hettusótt man ég eftir að geisaði 1874-1876 mjög víða og var allþung.
Við börnin held ég hafi öll fengið hana og fylgdi mikil bólga í andliti
svo augun sukku og sjón hvarf á stuttu tímabili. Hitasótt fylgdi
nokkra daga en dauða eða eftirköstum olli hún ekki, það ég man.
Mislingar gengu líka víðast hvar um land 1882 og höíðu drepið að
því er frá var skýrt 3-400 manns. Ekki man ég eftir að þeir væru
skæðir á Skagaströnd eða legðust þungt á neina þar í nánd. Læknir
var þá enginn nema á Klömbrum í Vesturhópi (Júlíus Halldórsson),
um 60 km vegalengd og var því ekki auðhlaupið að ná til hans.
Man ég ekki að hans væri oft vitjað því hálfgerður hrossabrestur
þótti hann þess utan. Man ég þó einu sinni eftir að hann var sóttur
til okkar og mun það hafa verið þegar Sigríður dó.
Aldrei man ég eftir að okkur börnunum yrði meint af því þó við
dag eftir dag, þegar við vorum úti að leikjum, værum rennblaut.
Ég minnist ekki þess að nokkurn tíma væri skipt á okkur fyrr en
útiveru var lokið. Nú er víðast hvar verið með alls konar dekur við
börn og skipt á þeim oft á dag þegar þau eru úti, læknis vitjað
hvað lítið sem að amar og sé ég þó ekki að heilsufar þeirra sé almennt
betra en áður var þó aðbúð öll sé betri og einnig fjörefnisríkara
mataræði.
^ ^ ^
DÝRAHRINGURINN
Dýrahringurinn heitir á himinhvelfingunni um 16° breitt belti, sem sól, tungl
og helstu reikistjörnur ganga eftir. Þessi dýrahringur er um 2000 ára gamall og
var honum að upphafi skift í 12 stjörnumerki jafnlöng og hafbi hvert sitt nafn,
og eru nöfnin bundin í þessari vísu:
Hrútur, boli, burir tveir,
bæklaður krabbi, ljónið, drós,
metin, hængur, hremsufreyr,
hafur, skjólur, fiskar sjós.
Dulheimar íslands.