Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 119
HUNAVAKA
117
salnum þar sem komumenn héldu sig því við vildum nú ekki missa
af neinu. Héldum við okkur að þessum Sigurði sem sagði okkur væri
óhætt meðan hann væri þar. Að því kom þó að hann varð fyrir
barðinu á Páli en þar var nú ekki öldungis komið að tómum kofanum.
Þegar þeir lentu saman voru þeir í öðrum enda salsins. En það skipti
fáum togum þar til Sigurður hóf Pál á loft, þennan rum sem hann
var, og skaut honum sem rakettu yfir í hinn enda salsins. Þessi krafta-
átök og snarræði eru mér einlægt síðan minnisstæð. Sallengdin var
um 12 álnir x 4 álnir á hæð. Fékk Páll sig fullsaddan af þessari
viðureign og lét lítið á sér bæra eftir það.
Með í þessum hóp var líka langur sláni, kallaður Mjói-Björn, frið-
samur en montinn og þóttist lipur glímumaður. Glíma var þá ein
aðalskemmtunin meðal yngri manna. Iðkuðum við drengir hana
töluvert m.a. tvo vetur sem við gengum til spurninga að Hofi til séra
Jóns Magnússonar sem var glímumaður mikill. Lét hann okkur oft
daglega æfa glímu og kenndi okkur glímuaðferð og brögð. Jakob
Björnsson, sem þá var verslunarmaður á Skagaströnd, síðar á Sval-
barðseyri og yfirsíldarmatsmaður, hafði gaman að af etja okkur
drengjunum og Mjóa-Birni saman í glímu, og lagði aura undir. Þó
hann væri mun eldri en við fóru leikar oftast svo að hann lá og
þóttumst við af þessum leik töluvert meiri menn.
Auk viðskipta úr sveitunum umhverfis Húnaflóa, þessara áður um-
getnu fáu Strandaferða og landpóstanna og svo verslunarskipanna
sem einlægt voru kærkominn gestur, sérstaklega á vorin eftir 6 mán-
aða langan og vörusnauðan vetur, voru litlar samgöngur við kaup-
túnið nema þá af útlendum fiskiskipum. Einstaka sinnum komu
franskar og hollenskar duggur en oftast voru það Englendingar sem
héldu sig á tímabilum við þorsk- og sprökuveiðar á Húnaflóa og
slöngruðu þá af og til inn á Skagaströnd. Áttu kauptúnsbúar þá
oft kaup við þá, fengu hjá þeim brauð, veiðarfæri, tóbak og áfengi,
en létu á móti kindaskrokka, prjónles eða eitthvað annað sem þeir
girntust. Oftast voru þeir meinlausir og uppivöðslulitlir en höfðu
þó stöku sinnum til yfirgang. Stálu þeir stundum kindum á strand-
lengjunni og eggjum úr varpverum. En mikið kvað aldrei að því.
Þeir voru oft að slangra í landi og komu þá oftast á bauk.
Sérstaklega man ég eftir einu atviki. Voru þá 5 útlendir sjómenn
að fá sér í staupinu á veitingastofunni og voru orðnir nokkuð slomp-
aðir. Áður en lauk sinnaðist þeim eitthvað við föður minn og tveir