Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 153
HUNAVAKA
151
obs Gunnlaugssonar, sem þá var verslunarstjóri fyrir Gránufélagiö
á Raufarhöfn. Þaöan fór ég aftur vorið 1886 til Danmerkur fyrir
þrábeiðni fyrrverandi húsbónda míns í Hilleröd. Þar var ég til
hausts 1889. Gekk í verslunarskóla í Höfn þann vetur. Fór til
Svendborgar á Fjóni vorið 1890 og var þar til vorsins 1891. Réðist
þá sem vcrslunarstjóri til Sigurðar Sæmundssonar, móðurbróður
míns, en hann var þá nýlega orðinn eigandi að versluninni í Olafs-
vík. Þar var ég verslunarstjóri til 1903, þó eigendaskipti yrðu
tvisvar að henni á því tímabili. Arið 1903 byrjaði ég að reka þar
verslun og talsverða þilskipaútgerð fyrir eigin reikning, en koll-
sigldi mig eftir kreppuna, sem byrjaði á þeim árum, enda hafði ég
orðið fyrir allmiklum óhöppum í skipatjóni og íleiru. Þau fengust
ekki vátryggð á Olafsvíkurhöfn. Þó heíði allt bjargast ef útistand-
andi skuldir mínar hefðu grciðst, er námu 50 þúsund krónum.
Stóð ég þá með tvær hendur tómar og átti börn á ómaga aldri.
Arið 1910 gerðist ég svo ráðsmaður holdsveikraspítalans í Laugar-
nesi og tók við því starfi 1. apríl. Það starf stundaði ég til ársloka
1920 og stundaði jafnframt aukavinnu í stjórnarráðinu nokkra
klukkutíma á dag.
Magnús sálugi Guömundsson (síðar ráðherra) vildi fá að nota
alla starfskrafta mína og setti því á laggirnar 1. janúar 1921, Ríkis-
bókhaldið, og réði mig sem fyrsta aðalbókara ríkisins. Því starfi
hélt ég í fímmtán ár, en þá varð ég sjötugur og varð því að víkja fyr-
ir yngri kröftum samkvæmt (ó)-lögum.
Arið 1920 var stofnaður Lífeyrissjóður embættismanna og gerð-
ist ég þá þegar reikningshaldari hans og umráðamaður. Þegar ég
hætti ríkisbókarastarfi, hélt ég áfram starfi mínu við sjóðinn. Þeg-
ar Tryggingastofnun ríkisins var stofnuð, var sjóðurinn látinn
renna inn í hana. En ég er ennþá starfsmaður sjóðsins og hefur
mér einnig verið falið reikningshald Lífeyrissjóðs barnakennara.
Arið 1892 giftist ég konunni minni sálugu, hinni mestu ágætis-
og mannkostakonu, og tel ég það hið mesta giftuspor ævi minnar.
Hún hét Kristín Arnadóttir, prófasts Böðvarssonar, sem síðast var
prestur á ísafírði. Eg missti hana eftir tveggja ára vanheilsu árið
1930. Eg eignaðist átta börn sem guð hefir gefíð að öll eru á lífi.
Afkomendur mínir munu vera orðnir hér um bil hálfur fjórði tug-
ur. Sama árið sem ég giftist (1892) gerðist ég umboðsmaður Arn-
arstapa- og Skógarstrandarumboðs og Hallbjarnareyrar, og hélt