Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 164
162
H UNAVAKA
Sjómannsíeril sinn hóf liann í byrjun árs 1920 á selveiðum í
Hvítahafinu, fyrst senr kokkur, cn tckur síðan við vélstjórn aðeins
18 ára gamall, scm hann átti eftir að gegna lengi.
A árum sínum í Noregi fór Jóhann sextán selveiðiferðir noröur
í höf og mun hafa verið unr árabil sá Islendingur, er margfróðast-
ur var um allt það er laut að selveiðum, svo og um líf dýra þar
norðurfrá og um hinar hættulegu siglingar um rekísinn, er löng-
um var hlutskipti þeirra er þennan veiðiskap stunda. Veiðisvæðiö
var Hðfeðmt, náði allt frá Grænlandi austur að Novaja Zemla að Is-
hafinu meðtöldu og allt norður fyrir Svalbarða, en heimahöfn
hans var á þessum árum í Norður-Norcgi.
A Noregsárum sínum gekk Jóhann að eiga Core Sofic Paulsen
frá Senja í Norður-Noregi, hina ágætustu konu. Gengu þau í
hjónaband haustið 1927. Hófu þau búskap sinn í bænum Gra-
tangen.
I Noregi fæddust fjögur elstu börn þeirra. Árið 1934 íluttu þau
hjón til Islands, nánar tiltckiö til Akureyrar, þar sem þau settust að
eftir 15 ára dvöl hans í Noregi. A Akureyri stundaði hann vél-
gæslu og sjómennsku. Þar bjuggu þau allt til ársins 1939, en þá
fluttu þau að Svalbarði við Eyjaíjörð og áttu þar heimili sitt um
íjögurra ára skeið.
A síðari heimsstyrjaldarárunum var Jóhann í siglingum til Eng-
lands en á þeirri siglingaleið voru miklar hættuslóðir vegna
harðnandi styrjaldarátaka. Lýðveldisárið 1944 hætti Jóhann sjó-
mennsku í bili og ílutti ásamt fjölskyldu sinni til Skagastrandar og
gerðist vélstjóri við frystihús Kaupfélagsins á Skagaströnd, en ]>ar
dvöldu þau um sex ára bil.
Arið 1950 ílytja þau aftur til Noregs og nú til bæjarins Karmöj
og dvöldu þar í fimm ár. Til Islands íluttu þau síðan árið 1955 og
þá aftur til Skagastrandar, þar sem Jóhann gekk í sín fyrri störf hjá
Kaupfélaginu. A þessum árum vann hann margs konar störf svo
sem við vélstjórn, vélauppsetningar, alls kyns vél- og stálsmíði, svo
nokkuð sé nefnt, enda hagleiksmaður á marga hluti svo af bar.
Arið 1972 komu út minningar Jóhanns, er haíði frá mörgu að
segja á litríkri æfi sinni.
Arið 1977, er heilsu konu hans tók að hnigna íluttu þau hjón til
Blönduóss þar sem þau gerðust vistfólk á Ellideild Héraðssjúkra-
hússins. Konu sína missti Jóhann árið 1986. Eignuðust þau hjón