Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 Varsla Hjá versluninni Bónus úti á Granda vogar ekki nokkur ófatlaður sér að leggja í stæði fyrir fatlaða eftir að ljúflingur, hundur af boxer-kyni, sá um að vakta stæðið í gær. Árni Sæberg Það er ávallt mikil ánægja þegar háleitum markmiðum er náð. Rétt eins og vonbrigðin eru mikil þegar á móti blæs, hvað þá þegar niðurlægingin er alger. Þá leitar höfnunartilfinning, kvíði og einmanaleiki á manninn. Stundum eru ósigrarnir mann- inum að kenna eða þá mátt- arvöldunum. Verst er þó þegar allt fer úrskeiðis sem hugsast getur. Þá er lítið til varna en það er hægt að gyrða í brók og reyna aftur, því alltaf má fá ann- að skip og annað föruneyti! Því er þetta rifjað upp hér að í síðustu viku féllu Útflutnings- verðlaun forseta Íslands Ice- landair í skaut. Heiðursverðlaun Útflutnings- verðlaunanna komu í hlut Arnaldar Ind- riðasonar, rithöfundar. Fyrir glettni örlaganna þá sat blekberi í lest í Bandaríkjunum í síðustu viku. Blekberi ræddi við bláókunnuga konu sem sat honum við hlið. Það kom á daginn að konan var rithöf- undur og hafði fylgst vel með íslenskum glæpasagnahöfundum. Einhvern veginn er það svo að það fellur alltaf til efni á Íslandi í glæpasögur. Mannlífið er oft efnismeira en skáldskapurinn og skáldskapurinn verður ekki til úr engu. Það eru einungis fagmenn sem kunna að gera efniviðinn að söluvöru, og snill- ingar sem geta skapað listaverk. Vandi skáldsins Vandi Nóbelsskáldsins var að fá þýðanda, til að gera skáldskapinn að útflutningsvöru. Það var ekki fyrr en skáldið samdi við skáldbróður sinn um gagnkvæmar þýðingar á verkum, að þeir þýddu Fjallkirkjuna og Sölku Völku í skiptum. Með því átti höfundurinn, sem skrif- aði á íslensku, möguleika á alþjóðlegri við- urkenningu og höfundurinn, sem skrifaði á dönsku, öðlaðist viðurkenningu landa sinna. Nú eru aðstæður rithöfunda aðrar og betri. Bókakaupstefnur og bókakynningar vinna í haginn fyrir höfundana. Höfundarnir þurfa að leggja til snilldina en háskólasamfélagið hefur skapað þýðendur, af íslensku á erlend mál. Sem betur fer hefur aldrei verið skortur á þeim er vald hafa á þýðingum á íslensku. Margar þýðingar á íslensku eru snilld- arverk, sem gefa frumverkinu ekkert eftir. Snilli þýðinga. Hvernig finnst ykkur?; Suomis Sång Johan Runeberg Hör hur härligt sången skallar, mellan Wäinös runo hallar. Det är Suomis sång. Det är Suomis sång. Hör de höga furorna susa, hör de djupa strömmar brusa, det är Suomis sång. Det är Suomis sång. Landslag Grímur Thomsen Heyrið vella á heiðum hveri, heyrið álftir syngja í veri: Íslands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskorum bruna: Íslands er það lag. Hvort tveggja er fallegt, hvort í sinni sveit. Annar veruleiki Það er örlítið annar veruleiki sem birtist í viðskiptum. Það þarf að finna hilluna til að starfa á. Til þess þarf hugvit eins og hjá rithöf- undum. Það þarf þekkingu eins og hjá verk- fræðingum. Það þarf kjark eins og hjá fjalla- görpum sem leita hátt. Flug er í raun fyrsta hátækniatvinnugreinin á Íslandi. Það skorti ekki kjarkinn hjá ungum mönnum, sem fóru til Bandaríkjanna og Kanada með lítið annað en vilja og góðar óskir í veganestið. Þegar heim var komið varð að skapa viðurværið og finna hilluna. Hilluna má finna í samlíkingu við flug- vélamóðurskipið. Ísland er flugvélamóðurskip í Atlantshafi. Það hentar vel að safna saman farþegum frá tveim heimsálfum og flytja þá frá brottfararstað til áfangastaðar með við- komu á Íslandi. Það var fyrir 60 árum sem sú hugmynd kom fram. Lilja og Bölverkssöngur Svo er Ísland einnig kjörinn áfangastaður, aukin heldur þurfa Íslendingar að leita á fram- andi slóðir. Úr þessu hefur Icelandair og for- verum þess tekist að spinna vef til Útflutn- ingsverðlauna. Það hefur ekki alltaf gengið vel í rekstr- inum. Sú Lilja sem nú er kveðin var mikill Bölverkssöngur fyrir rúmlega 30 árum. Rannsóknarnefnd Þá var á dögum stjórnmálamaður, sem hét Ólafur Ragnar Grímsson. Hann virðist löngu horfinn af sjónarsviðinu og enginn man hann lengur. Ellegar að hann hefur umpólast. Sá bar fram þingsályktunartillögu um rannsókn með 15 spurningum, sannkallaður rannsókn- arréttur; „Tillaga til þingsályktunar um rannsókn- arnefnd þingmanna til að kanna rekstur, fjár- festingar og fargjalda- og farmgjaldaákvarð- anir Flugleiða hf. og Eimskipafélags Íslands hf. með sérstöku tilliti til einokunaraðstöðu og markaðsdrottnunar þessara fyrirtækja.“ Dylgjur og ályktanir Framsöguræðan var löng, uppfull af dylgj- um með svörum, sem gerði alla rannsókn ónauðsynlega. Ein fullyrðing var þessi: „Þróun fyrirtækisins mótast nú að mestu leyti af alþjóðlegum viðskiptahagsmunum flókinnar fyrirtækjasamsteypu, sem virðist leggja æ meiri áherslu á hinn alþjóðlega sam- keppnismarkað, ekki þjónustumarkaðinn við íslenskan almenning.“ Ein ályktunin var þessi; „Sú alþjóðlega útþensla, sem einkennt hefur vöxt Flugleiða á sl. árum, gerir það að verkum, að fyrirtækjasamsteypan er nú orðin svo margbrotin að hún skapar verulega möguleika á flutningi rekstrarfjár og eignarmyndunar frá hinum íslensku þáttum rekstrarins og til hinna erlendu þátta í fyrirtækjasamsteyp- unni.“ Ein umsögn um fjárfestingu Flugleiða hf. í flugvél, nánar tiltekið DC 10: „Þegar um svo afgerandi fjárfestingu er að ræða, - fjárfestingu sem er í sama „klassa“ og hin þekkta og sumir mundu segja illræmda Kröfluvirkjun landsmanna.“ Svo kom markmiðið berlega fram; „Í flestum þessara landa hefur forræði kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar yfir mikilvægustu greinum samgöngukerfisins verið tryggt á þann hátt, að opinberir aðilar hafa ýmist að öllu leyti eða á afgerandi hátt verið eignarað- ilar að mikilvægustu samgöngufyrirtækjunum, og er þannig leitast við að tryggja að sam- göngukerfið þjóni hverju sinni almennum þjóðhagssjónarmiðum og velferðarsjón- armiðum fólksins í landinu. Hér á landi hefur hins vegar orðið sú þróun, að öflugustu fyr- irtækin í samgöngukerfi þjóðarinnar eru einkafyrirtæki, og hefur mikilvægi þessara fyrirtækja aukist til muna á allra síðustu ár- um.“ Í viðtali við dagblaðið Vísi spyr blaðamaður; „Hvernig ætti slík þjóðnýting að fara fram?“ Stjórnmálamaðurinn svarar: „Fyrsta skrefið í þeim efnum gæti verið að skilja á milli þeirra flugsamgangna sem ég tel að séu nauðsyn- legar fyrir öryggi landsins og þjóðarhag. Þar á ég bæði við flugsamgöngur innanlands og utan sem yrðu þá reknar af opinberum aðilum, en einkaaðilunum yrði látið eftir áhættuflugið, ef þeir vilja frekar það flug áfram.“ Rannsóknarnefnd Alþingis var aldrei skip- uð, en hirðsveinar stjórnmálamannsins hófu einkarannsókn. Útflutningsverðlaun Vissulega átti eftir að syrta í álinn hjá Flug- leiðum hf. Ekki var það vegna þeirra sem stjórnuðu félaginu. Allur flugheimurinn stóð á heljarþröm. Stjórnendurnir brugðust við og höfðu betur. Endurreisnin endaði með algerri endurnýjun á flugvélakosti. Á þeim flug- vélakosti byggist reksturinn enn í dag. Ekki er víst að forseta Íslands hefði hlotnast sú virðing að veita Icelandair þann heiður sem fylgir útflutningsverðlaunum forseta Íslands ef þessi þjóðnýting hefði náð fram að ganga. Stjórnendur félagsins hafa utan einu sinni verið gæfufólk. Það ber að þakka og virða. Að því býr íslensk ferðaþjónusta í dag. Icelandair á heiðurinn og vegsemdina skilið. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það hentar vel að safna saman far- þegum frá tveim heimsálfum og flytja þá frá brottfararstað til áfangastaðar með viðkomu á Íslandi. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Erfiði og vegsemd í 60 sumur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.