Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 2
Þú leikur hinn seinheppna Viðar í kvikmynd-
inni Bakk. Áttu eitthvað sameiginlegt með
karakternum?
Við eigum sameiginlegt að vera heilmiklir mömmustrák-
ar; ég kannski ívið minna, en samt. Og ég á lopapeysu
sem mér þykir afar vænt um og móðir mín prjónaði, eins
og Viðar. Að öðru leyti held ég að hliðstæðurnar séu upp-
taldar. Annars er Viðar góður drengur og svosem ekki leiðum
að líkjast.
Hvernig gengu tökur í fyrrasumar, með veðrið
eins og það var?
Manni leist satt að segja ekki á blikuna þegar við fórum af stað
í tökur í ágústbyrjun. Sumarið búið að vera nett ógeðslegt og
við að gera skemmtilega sumarmynd. En það var eins og við
manninn mælt; á fyrsta tökudegi og á fyrsta „aksjón“ frá leik-
stjóra fór sólin að skína og hún elti okkur hringinn í kringum
landið. Við leikararnir urðum endalaust að vera að maka á okk-
ur vörn til að vera ekki eldrauð og asnalega sólbrennd í tökum.
Og myndin er full af sól og sumri.
Fer það saman, að starfa sem leikari og vera
búsettur á Vestfjörðum?
Þetta er kannski dálítið eins og að vera á sjó. Maður fer í sína
túra og kemur svo heim á milli, og ekkert að því. Það er nefni-
lega ekki eins og Vestfirðir séu í annarri heimsálfu þótt sumir í
borginni virðist halda það. Svo kemur maður með konuna á
frumsýningu, eins og nú. Svolítið eins og maður sé að bjóða
henni með í Smuguna.
Ef þú hefðir ekki orðið leikari, hvaða starf hefði
orðið fyrir valinu?
Ég hef voða gaman af öllu sem tengist fjölmiðlum. Ætli ég væri ekki
annaðhvort grár og gugginn blaðamaður, endalaust að grafa upp ein-
hvern skít, eða svona Þorsteinn Joð-týpa með ljóðrænar svipmyndir
af þessu lífi á einhverjum góðum miðli. Hvort tveggja spennandi.
Hver myndi leika þig í kvikmynd um ævi þína og
hvert yrði þemalag myndarinnar?
Ég færi mjög hart fram á að minn góði vinur og óskabarn þjóðarinnar,
Ólafur Darri, færi með hlutverkið þótt myndin yrði tæplega á þeim
budget-skala sem hann á að venjast þessa dagana, já og hann nokkrum
kílóum þyngri en ég. Ég myndi vilja hafa þemalagið eitthvað ótrúlega
töff, en ætli myndin yrði ekki grátbrosleg og þemalagið héti „Þú ert nú
meiri kallinn“. Mögulega flutt af Ljótu hálfvitunum. Nei, ég segi
svona.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VÍKINGUR KRISTJÁNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Fór að skína
á fyrsta degi
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Hún heitir eitthvað Díana Elísabet. Man ekki
fyrsta nafnið. Karlotta Elísabet Díana? Þetta
eru mörg nöfn. Mér finnst það bara fallegt.
Það er möst að hafa Díönu þarna inni.
Sigrún Björg Ingvadóttir
Hún heitir Charlotte eitthvað Diana. Það er
bara fínt nafn. Mér er alveg sama.
Rebekka Bóel Hafsteinsdóttir og Hafsteinn
Ómar Gestsson
Já bíddu. Karlotta? Það er í fjölskyldunni er
það ekki? Það er flott að hafa þetta sam-
kvæmt hefð.
Níels Guðmundsson
Það var eitthvað Charlotte eitthvað Díana.
Mjög fallegt nafn. Vel valið.
Hildur Erla Gísladóttir
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
SPURNING DAGSINS HVAÐ FINNST ÞÉR UM NAFNIÐ Á NÝRRI PRINSESSU BRETA?
Framundan er heilt sumar af
alls kyns spennandi nám-
skeiðum og sum hver eru
frumlegri en önnur – fyrir unga
sem aldna. Þannig er hægt að
læra að mála eins og gömlu meistararnir
úti í landslaginu hjá Myndlistarskóla
Kópavogs og spreyta sig í hjólabrettalist-
um í Hafnarfirði og í Sirkusskóla Íslands
má læra loftfimleika. Fjölskyldan 16
Forsíðumyndin er
frá Getty Images/
iStockphoto
Langar þig að prófa eitthvað öðruvísi í sumar?
Tónlistarhátíðir geta verið skemmtileg afþreying
og tók Sunnudagsblaðið fyrir þær allra helstu um
víða veröld. Ferðalög 20
Sunnudagsblaðið leit inn á
hlýlega hæð í Þingholt-
unum þar sem ítalskur og
franskur stíll fær að njóta
sín. Áhugi íbúa á ferðalög-
um leynir sér ekki þar sem
gersemar hvaðanæva úr
heiminum prýða heimilið.
Heimili og hönnun 28.
Kristjana Bergsdóttir byrjaði að hlaupa 55 ára
gömul. Á sextíu ára afmælisárinu byrjaði hún að æfa
þríþraut og heldur hún til Flórída í haust, átta árum eftir
að hún hóf að stunda og æfa íþróttir af fullum krafti,
þar sem hún keppir í Ironman í þriðja sinn. Heilsa 24
Víkingur Kristjánsson býr á Suðureyri ásamt unnustu sinni, Kolbrúnu
Elmu Schmidt, og börnum þeirra. Hann fer með hlutverk Viðars í kvik-
myndinni Bakk sem var frumsýnd sl. föstudag. Önnur hlutverk í mynd-
inni eru í höndum Gunnars Hanssonar og Sögu Garðarsdóttur, en þar
eru líka Þorsteinn Gunnarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafur Darri
Ólafsson og Nína Dögg Filippusdóttir svo einhverjir séu nefndir.
Í BLAÐINU