Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Matur og drykkir
E
itt vorkvöld í vikunni var slegið til dýrindis kvöldverðar í kjallara
Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg. Maturinn smakkaðist gríðarlega
vel að mati gesta, enda ekki við öðru að búast frá eðalmatreiðslu-
mönnunum þar á bæ. Tilefnið var opnun ljósmyndasýningar Ásdísar
Ásgeirsdóttur í Gallerý Bakaríi á Skólavörðustíg en þar sýndi hún myndir
frá Oaxaca í Mexíkó. Ásdís er æskuvinkona Hafdísar Harðardóttur, sem er
eiginkona Jóhanns Jónssonar, eiganda Ostabúðarinnar, og fannst henni til-
valið að ferja stórfjölskyldu sína og nokkrar góðar vinkonur yfir í kjallarann
góða að sýningu lokinni.
„Þetta var gert alveg sérstaklega fyrir hana Ásdísi,“ segir Jóhann, betur
þekktur sem Jói í Ostabúðinni. Aðspurður hvernig boðið sjálft og maturinn
hafi heppnast svarar Jói: „Ja, spurðu ljósmyndarann! Hann fékk líka að
borða,“ segir hann og hlær. Það er ekki venjan að eldhúsið þar sé opið að
kvöldi til enda hádegisverðarstaður, en það er allt að breytast því senn mun
Ostabúðin opna kvöldverðarstað. Opnað verður milli kjallarans og efri stalls-
ins í rými við hliðina á. Sætin verða um 50 og verða staðurinn og búðin opin
alla daga vikunnar til kl. 21. „Þetta er búið að vera í pípunum lengi. Ég er
búinn að vera hér síðan árið 2000 og hugmyndin um stækkun kom 2007. Ég
var hins vegar heppinn að geta bakkað út úr þeim plönum þegar hrunið
skall á. En nú er komið að stökkinu,“ segir Jói. „En það er náttúrlega verk-
fall og það er allt stopp, upp á leyfi og annað. Það bitnar á okkur en ekki
eins og á mörgum öðrum. Við tökum þessu þó bara af æðruleysi og lítum á
björtu hliðarnar; við getum þá bara gefið okkur meiri tíma og verðum fyrir
vikið betur undirbúin þegar við loksins opnum.“
Draumurinn að læra á Hótel Holti
Jói hefur verið lengi í bransanum en hann er menntaður matreiðslumaður.
Hann lærði á Hótel Holti og segir það hafa verið draum að fá þar inni frá
því hann var ungur drengur. „Ég beið í þrjú ár eftir að komast á samning
þar þegar ég ætlaði að fara að læra. Í dag þarf varla að bíða en í þá
Morgunblaðið/Golli
PRUFUKEYRÐI NOKKRA RÉTTI Í VIKUNNI
„Maður tók
upp á ýmsu“
Frá vinstri: Áslaug Faaberg,
Jóhann Jónsson, Ásgeir Jónsson
og Ragnhildur Benediktsdóttir.
SENN VERÐUR OPNAÐUR KVÖLDVERÐARSTAÐUR Í OSTA-
BÚÐINNI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG. EIGANDINN, JÓHANN JÓNS-
SON, FÉKK SNEMMA ÁHUGA Á MATREIÐSLU EN HANN
LÆRÐI Á HÓTEL HOLTI. HANN ÞURFTI ÞÓ AÐ BÍÐA Í ÞRJÚ
ÁR EFTIR INNGÖNGU OG SKELLTI SÉR Í MILLITÍÐINNI Á SJÓ.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
300 ml rjómi
50 g smjör
hvítvínsedik
salt
Blómkálið er brúnað upp
úr smjörinu, svo er rjóm-
anum blandað saman við
og þetta soðið þar til
blómkálið er orðið vel
mjúkt. Þá er blandan
maukuð í matvinnsluvél
og smökkuð til með salti
og hvítvínsediki
Pikklaður skalott-
laukur
1 stk skallottlaukur
40 ml hvítvínsedik
40 g sykur
70 ml vatn
Laukurinn er skrældur og
svo skorinn niður í fallega
ílanga bita. Hver biti vaf-
inn inn í beikonsneið, sett
í eldfast mót ásamt öllu
hinu og bakað við 160°C
í 30 mínútur.
Blómkálsmulningur
½ blómkálshaus
20 g fínt skorin sól-
selja
30 g ristaðar möndlu-
flögur
salt
lime
Blómkálið er mulið fínt í
matvinnsluvél, sólselju og
ristuðum möndluflögum
blandað út í eftir á,
smakkað til með salti og
limesafa.
Brúnað blómkáls-
mauk
½ blómkálshaus
Beikonvafið fennel, pikkl-
aður skallottlaukur, blóm-
kálsmulningur, brúnað
blómkálsmauk og hol-
landaise-sósa
Hrefna
400 g hrefnukjöt
Kryddað með salti, pipar
og hvítlauksolíu, grillað á
hvorri hlið í mínútu og
leyft að volgna í gegn,
skorið í þunnar sneiðar.
Beikonvafið fennel
½ fennel
4 hvítlauksgeirar
8 greinar garða-
blóðberg
300 ml kjúklingasoð
2 tsk gróft salt
4 sneiðar beikon
Fennelið er skorið í fjóra
hringi. Hvítvínsedik, sykur
og vatn er soðið þar til
sykurinn hefur leyst upp,
þá er vökvinn kældur.
Þegar vökvinn er orðinn
kaldur seturðu laukinn
saman við og lætur liggja
í vökvanum í klukkustund
Hollandaise-sósa
2 eggjarauður
200 g smjör
salt
pipar
lime
Smjör er brætt í potti,
eggjarauður svo pískaðar
saman yfir vatnsbaði þar
til þær fara að þykkna. Þá
er smjörið pískað saman
við í mjórri bunu og svo
smakkað til með salti,
pipar og limesafa.
Grilluð hrefna