Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 Pamela Geller í New York stofnaði samtökin AFDI sem stóðu fyrir samkeppni skop- teikningar af Múhameð og köll- uðu því yfir sig skotárás ísl- amista nýlega í Texas. Og Geller heldur úti umdeildri vef- síðu, Atlas Shrugs. Geller tókst á á sínum tíma að koma í veg fyrir að reist yrði menningarmiðstöð fyrir músl- íma á Manhattan, skammt frá leifum Tvíburaturnanna. Annan sigur vann hún þegar hnekkt var úrskurði gegn auglýsingu sam- taka hennar. Þar var minnt á hat- ursáróður Hamas gegn gyð- ingum. Hvenær má nota tjáningar-frelsið til að móðga ogsæra og hvenær ekki? Sett hafa verið lög um þessi mál en þau geta aldrei verið nægilega skýr, allt- af er hægt að túlka ákvæði þeirra með ólíkum hætti. Fyrsta viðbótin við stjórnarskrá Bandaríkjanna var samþykkt 1791 og þar er skýrt ákvæði um að ekki megi setja lög sem hefti tjáingarfrelsið. Í reynd geta Bandaríkjamenn móðgað og sært hópa eins og múslíma að vild, þeir mega bara ekki hvetja til lík- amlegs ofbeldis. En í mörgum Evrópulöndum, þ.á m. Danmörku, hafa verið sett lög sem setja tjáningarfrelsinu meiri skorður, aðallega gegn svonefndum hatursáróðri. Mörkin eru samt alltaf mjög óljós. Það sem í eyrum eins hljómar eins og argasta móðgun getur verið eins og hver önnur hvöss gagnrýni í eyrum annars. Eða húmor. Og á að banna hann? Nýlega reyndu tveir íslamistar að gera skotárás á fund í Texas á veg- um félags sem efnt hafði til sam- keppni um bestu skopmyndina af Múhameð spámanni. Árásin mis- tókst, lögreglan felldi báða mennina sem sögðust fyrir árásina ætla að verja íslam. Með skotvopnum. Á þriðjudaginn verðlaunaði Bandaríkjadeild alþjóðasamtaka rit- höfunda, PEN, franska skopritið Charlie Hebdo fyrir „hugrekki í tengslum við tjáningarfrelsið“. Mjög öflugur lögregluvörður var á fund- inum en allajafna eru þessi fundir þekktari fyrir veisluglaum en póli- tík. Sjöunda janúar réðust íslam- istar á ritstjórnarskrifstofur blaðs- ins Charlie Hebdo í París og myrtu 12 manns. Ástæðan var að ritið hafði birt skopmyndir af Múhameð. Charlie er þekkt fyrir að gera miskunnarlaust gys að öllu og öllum, hvort sem um er ræða þjóðhöfðingja eða trúarleiðtoga. En hefur ritið beitt sér sérstaklega gegn íslam og Múhameð, löngu látnum spámanni? Tveir franskir félagsfræðingar hafa kannað forsíðumyndir blaðsins und- anfarin 10 ár, alls 523 síður. Í ljós kom að 485 fjölluðu um stjórnmál, efnahagsmál og slík efni. Trúar- brögð komu við sögu á 38 forsíðum, kristni var aðalefnið á 21 þeirra en íslam aðeins sjö. Einn af teiknurum Charlie Hebdo segir að þar ríki ekki hatur gegn trú heldur „glaðvært guðleysi“. Og enn síður sé þar verið að hylla ras- isma. Margir benda auk þess á að þegar árás á trú sé kölluð rasismi séu menn farnir að blanda illilega saman hugtökum, þau missi á end- anum alla merkingu. Kynþáttur ákvarði ekki trú. En rúmlega 200 af alls um 4.000 félögum PEN í Bandaríkj- unum ákváðu samt að hunsa samkomuna á þriðjudag. Þeir segja að ekki sé verið að heiðra tjáningarfrelsið heldur það sem þeir segja að sé skortur á „menning- arlegu umburðarlyndi“ hjá Charlie Hebdo, einnig ríki þar hatur á ísl- am. Mjótt einstigi Í nær hundrað ára gömlum sátt- mála PEN segir skýrum stöfum að liðsmenn samtakanna heiti því að gera allt sem þeir geti til að berjast gegn hatri milli kynþátta, stétta og þjóða. Þar er líka annað ákvæði: „Félagarnir heita því að berjast gegn hvers kyns hömlum á tjáning- arfrelsið“. Franski sagnfræðingurinn Emm- anuel Todd er einn þeirra sem hafa gagnrýnt viðbrögðin í kjölfar morð- anna á skrifstofu Charlie Hebdo. Hann segir að mótmælin miklu í París 11. janúar, með þátttöku leið- toga og stjórnmálamanna frá mörg- um löndum, til stuðnings tjáning- arfrelsinu hafa verið „hneisa“. Fullyrt hafi verið að í mótmælunum hafi þjóðin, lýðveldið, sameinast um styðja tímaritið. En í reynd hafi að- allega verið á staðnum fulltrúar annars vegar elítu guðleysingja í höfuðborginni og hins vegar kaþ- ólikka af landsbyggðinni sem sögu- lega séð séu á móti lýðveldinu. Lág- stétt múslíma hafi alveg vantað, segir Todd. Fjórar milljónir manna hafi kom- ið saman til að hylla réttinn til að skrumskæla trú annarra þótt „þess- ir aðrir séu helstu lítilmagnar sam- félagsins“. Hin raunverulega ógn við Frakkland sé ekki múslímar heldur „þessi klikkaða nýja trú sem ég kalla róttæka veraldarhyggju“, segir Todd. Ráðamenn PEN voru ósammála. „Frá okkar sjónarhóli er hugrekkið aðalatriðið,“ segir Suzanne Nossel, framkvæmdastjóri deildarinnar. „Það gengur ekki að hægt sé að skerða tjáningarfrelsið með byssu- hlaupi.“ Byssuhlaup gegn skop- myndum BANDARÍKJADEILD ALÞJÓÐLEGU PEN-RITHÖFUNDA- SAMTAKANNA VERÐLAUNAÐI Í VIKUNNI FRANSKA SKOPTÍMARITIÐ CHARLIE HEBDO. RITIÐ HAFI SÝNT HUGREKKI Í BARÁTTU FYRIR TJÁNINGARFRELSI. ENGAR ORÐAHÖMLUR Lögreglumenn á verði við Bandaríska náttúrusögusafnið í New York á þriðjudag. Bandaríkjadeild rithöfundasamtakanna PEN veitti á ársfundi sínum í húsinu skoptímaritinu Charlie Hebdo verðlaun fyrir að berjast fyrir tjáningarfrelsi. AFP *Hugtakið virðing fyrir trú er orðið að dulmáli sem merkirótta við trú. Eins og aðrar hugmyndir eiga trúarbrögð skilið gagnrýni, háð og já, óttalaust virðingarleysi okkar. Salman Rushdie rithöfundur. Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN B AMKLAHOO C TY Minnst ýstrókarsk erjuh tukjanna á fimmmiðvesturhluta Banda og skýrt var frá höglu mhornabolta á um 800 náði yfir fjögur samba einna mest ení grennd v á miðvikud skýstrókur sleit raflínu nin borginni o SRAELÍ JERÚSALEM raels,Forsætis Ben nyahu, tókst á síðu turen fresypustjórn á miðsa stjórninni sitja auk Likud-flokksti. Í nnn útafði til þess rhann ýju máflokkar sem leggja aðaláhersluokkaans noráð r og s kka tirg vegna kosningakerfisins ná flesr í Ísá trú rael o málask emr í Ísraelar segja að nýja stjórnin, sþeirra m ýrendu þ ðug. En ljóst er að Netanyaingi,hefur 61 sé afar óstö hu ge áðher lengst situr í embættra i.tur Ísraels sem tralíu hefu stum sínum búnaði sem lætur regluna eða lestarstarfsmenn vita ef krotað er á veggi inni í vögnu m. Búnaðurinn er kallaðu ran. Notaðir eru nema em verða strax varir við e tunum þegar eimþ eggina. Geta yndirm stundis m nn til staði gg A ag ar segjas ðu ns alr London 17sjór efmunu faHermenn hafa gætt fj sMadagaskar og fulltrú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.