Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 26
Heimili og hönnun Hönnunarnám á diplómastigi Morgunblaðið/Eggert 1 *Við myndlistarskólann í Reykjavík eru starf-ræktar þrjár námsbrautir á diplómastigi í sam-starfi við Tækniskólann í Reykjavík. Námsbraut-irnar þrjár eru; mótun, leir og tengd efni,teikning og textíll. Námið er hönnunarnám áfjórða þrepi – viðbótarnám metið til 120 ECTSá háskólastigi sem kennt er í dagskóla. Umsóknarfrestur til náms í diplómadeildum er sunnudaginn 9. maí. Á sdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg stofn- uðu Yrki arkitektastofu árið 1997. Þær kynntust í Lundúnum, þar sem þær námu báðar arkitektúr, Ásdís við Bartlett School of Architecture and Plann- ing, og Sólveig Berg í Architectural Association School of Architecture. „Eiginlegt samstarf hófst svo þegar við ákváðum að taka saman þátt í samkeppni um hönnun Lækninga- minjasafns við Nesstofu á Seltjarn- arnesi. Tillaga okkar að safnhúsi og umhverfi þess vann til fyrstu verð- launa í samkeppninni og í kjölfarið stofnuðum við arkitektastofuna Yrki árið 1997. Við höfum verið að síðan,“ segir Ásdís en Yrki hlaut nýverið heiðursviðurkenningu A’ Design Award fyrir hönnun sína á vigtarhúsinu í Þorlákshöfn. A’ Design Award er ein stærsta árlega hönnunarsamkeppnin í heimi, þar sem dómnefnd veitir hönnuðum, arkitektum og fyrir- tækjum alþjóðlega viðurkenningu. „Það er ósköp gaman að fá ein- hverja viðurkenningu, svo langt sem það annars nær, en ætli það gildi ekki um okkur eins og flesta aðra að maður er alltaf að reyna að sanna sig fyrir sjálfum sér og tekst það sjaldnast. Þess vegna vill mað- ur gera betur,“ útskýrir Sólveig. Það var Ólafur Áki Ragnarsson, þáverandi bæjarstjóri í Ölfusi, sem hafði milligöngu um að Hafnar- sjóður Þorlákshafnar fól þeim að hanna húsið. Arkitektarnir fengu frjálsar hendur til að útfæra bygg- inguna. Hlutverk byggingarinnar segja Ásdís og Sólveig í senn vel skilgreint og mikilvægt en þaðan er siglingu báta inn í og út úr höfninni stjórnað og fiskurinn sem bátarnir koma með að landi vigtaður. „Það sem einkennir vigtarhúsið í Þorlákshöfn er mjúkar og lífrænar sporöskjulaga línur og form sem tengjast höfuðatvinnugreininni: út- gerð og sjómennsku. Við sem arki- tektar teljum mikilvægt að sam- þætta notagildið og hið sjónræna, og umhverfið hefur áhrif. Við leit- um eftir vísbendingu eða leiðbein- ingum í umhverfinu sjálfu, sækjum innblásturinn þangað fyrst og fremst,“ útskýrir Ásdís og bætir við að í Vigtarhúsinu megi glöggt sjá hvernig hið sjónræna og hag- nýta blandast saman. Formi, litum og notkun er steypt í eina heild, sem er í senn merkingarbær og fel- ur í sér ákveðna fagurfræðilega af- stöðu. Engin forskrift að samræðunni Aðspurðar hvað hafi frekari áhrif en annað þegar kemur að verk- efnum sem þessum segja þær arki- tekta kynna sér tiltekið umhverfi vegna þess að þeim er ætlað að skapa þar eitthvað sem gegnir ein- hverju tilteknu hlutverki eða verð- ur að uppfylla einhverjar tilteknar þarfir. „Það skiptir miklu máli að gefa sér tóm til að öðlast einhverja heildræna skynjun gagnvart því umhverfi sem um ræðir hverju sinni áður en maður byrjar að skil- greina það út frá þeirri fúnksjón sem leysa þarf. Fyrr en síðar hefst svo þetta ferli eða samræða þar sem kallast á umhverfi – það sem er – og möguleg lausn – það sem getur orðið,“ útskýrir Sólveig Berg og bætir við að það skemmtilega við þessa grein er að það er engin forskrift til að þeirri samræðu, hún er alltaf ný, og niðurstaðan verður oftast óvænt á einhvern hátt. Spurðar um starfsemi og önnur verkefni stofunnar segja þær að sem arkitektar séu þær að fást við sömu verkefni og aðrir í þeirra stétt; hönnun mannvirkja að utan sem innan, að teikna innréttingar og húsbúnað og vinna að skipulags- málum en í þessu felst mikil fjöl- breytni. „Mannvirkin geta verið frystigeymslur, listasöfn eða sam- býli. Innréttingarnar stórar og smáar, grófar og fínar. Skipulagið af öllum toga. Þessi fjölbreytni er skemmtileg, en í rauninni eru meg- inforsendurnar alltaf þær sömu. Lausnirnar taka mið af mismun- andi þörfum, umhverfi og að- stæðum og þær eru byggðar upp á ákveðnum fagurfræðilegum grunni,“ segir Ásdís. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mjúkar og lífrænar sporöskjulaga línur og form sem tengjast höfuðatvinnu- greininni, útgerð og sjómennsku, einkenna Vigtarhúsið í Þorlákshöfn. Arkitektarnir fengu frjálsar hendur til að útfæra bygginguna. Hlutverk bygging- arinnar segja Ásdís og Sólveig í senn vel skilgreint og mikilvægt. Mynd tekin inni í Viktarhúsinu með útsýni yfir höfnina. YRKI HLÝTUR ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU Hið sjónræna og hagnýta blandast saman ARKITEKTASTOFAN YRKI HLAUT NÝVERIÐ HEIÐURSVIÐURKENNINGU A’ DESIGN AWARD FYRIR HÖNNUN SÍNA Á VIGTARHÚSINU Í ÞORLÁKSHÖFN. ÁSDÍS HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR OG SÓLVEIG BERG, STOFNENDUR STOFUNNAR, SEGJA ÞAÐ SKIPTA MIKLU MÁLI Í HÖNNUN AÐ GEFA SÉR TÓM TIL AÐ ÖÐLAST HEILDRÆNA SKYNJUN GAGNVART UMHVERFINU SEM FYRIR ER. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Sólveig Berg og Ásdís H. Ágústsdóttir ásamt Sigurði Kolbeinssyni, Elínu Mjöll Lárusdóttur, Sólveigu Gunnarsdóttur, Yngva Karli Sigurjónssyni og Magnúsi Þorvarðarsyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.