Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 59
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Með vinsælustu bókum á ís- lenskum bókasöfnum eru bæk- urnar um Kidda klaufa eftir Jeffrey Patrick „Jeff“ Kinney. Þær segja frá Kidda Klaufa, sem er vissulega latur, gráðugur, hrokafullur, sjálfselskur og und- irförull, en skemmtilegur engu að síður. Hann lendir í ýmsum vandræðum við það að reyna að skjóta sér undan skyldum, ota sínum tota og verða vinsæll eins og rakið er í bókunum, en af þeim hafa komið sex á ís- lensku, nú síðast Dagbók Kidda klaufa – Kaldur vetur. Sögur af Kidda klaufa hafa þrívegis verið valdar bestu þýddu barna- og unglingabæk- urnar af Borgarbókasafninu. Tindur gefur bókina út. Ný bók um Kidda klaufa Ítalinn, fyrsta skáldsaga túniska rithöfundarins Shukris al-Mabkhouts, hlaut arabísku IPAF- verðlaunin, en þau eru veitt árlega fyrir bestu skáldverk sem rituð eru á arabísku. Þetta er í áttunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Það vakti athygli að bók al-Mabkhouts var bönnuð í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum, en verðlaunin voru einmitt afhent í höf- uðborginni Abu Dhabi þar sem nú er haldin al- þjóðleg bókakaupstefna. Ítalinn gerist á þeim tíma þegar Zine El Abid- ine Ben Ali tók við völdum af Habib Bourguiba, sem stjórnaði Túnis með harðri hendi frá 1957 til 1987, en Ben Ali var steypt af stóli í upp- reisn 2011. Bók al-Mabkhouts hefur ekki kom- ið út á ensku. Auk Shukris al-Mabkhouts voru bækur eftir Atef Abu Saif, Jana Elhassan, Lina Huyan Elhassan, Ahmed al-Madeeni og Hammour Ziada á stuttlista verðlaunanna. Túniski rithöfundurinn Shukri al-Mabkhout. Ljósmynd/IPAF ÍTALINN HLÝTUR IPAF-VERÐLAUNIN Flestir þekkja eflaust þá tíma þegar yfirvöld í Bandaríkjunum, og þá sér- staklega bandaríska alríkislögreglan, FBI, undir stjórn J. Edgars Hoovers, sáu flugumenn kommúnista í hverju horni. Fylgst var með þúsundum manna sem grunaðir voru um að vera handbendi kommúnista eða vilja verða handbendi þeirra og það skap- aði ómæld vandræði fyrir fjölda manna. Nú hefur ný bók leitt í ljós að ekki var bara að vinstrimenn voru álitnir varasamir heldur var yfirmanni alríkislögreglunnar sérstaklega í nöp við svarta rithöfunda. Í nýrri bók, F.B. Eyes, segir frá því að Hoover lét fylgjast með fjölmörgum bandarískum rit- höfundum fyrir það eitt að þeir voru svartir, eða svo sýnist höfundi bókarinnar sem rann- sakað hefur skýrslur FBI um ríflega fimmtíu svarta rithöfunda í upphafi síðustu aldar og fram undir 1972 sem eru í dag margir taldir með helstu rithöfundum Bandaríkjanna. Getur nærri að þetta hafi skaðað feril þeirra á ýmsa vegu, varð þeim til atvinnumissis eða hindraði frama þeirra og framgang á ýmsa vegu. NJÓSNIR FBI J. Edgar Hoover hataði alla en sjálfan sig þó mest. Danski rithöfundurinn Kristian Bang Foss vakti mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, Fisk- ens vindue, sem kom út 2004. Næstu bók, Stormen i 99, sem kom út 2008, var ekki síður vel tekið, en steininn tók þó úr þegar Døden kører Audi kom út 2012, en fyrir hana fékk Foss Bókmenntaverðlaun Evrópu- sambandsins. Sú bók kom svo út á íslensku á vegum Vöku- Helgafells fyrir stuttu og heitir Dauðinn ekur Audi. Dauðinn ekur Audi segir frá Asger sem vinnur á auglýs- ingastofu og er hæstánægður með lífið, enda er allt slétt og fellt eins og hann lýsir því. Heldur tekur að halla undan fæti þegar hann missir vinnuna, en á endanum fær hann starf og leggur í ferðalag til Mar- okkó. Nanna B. Þórsdóttir þýddi. Grátbrosleg dönsk verðlaunabók Kristian Bang Foss Skemmti- lesning fyrir krakka BARNABÆKUR BÓKLESTUR BARNA ER MÖRGUM ÁHYGGJUEFNI, EN ÞAÐ SANNAST HVAÐ EFTIR ANNAÐ AÐ EKKI STENDUR Á LESTRI EF LESEFNIÐ ER SKEMMTILEGT. ÞETTA MÁ SJÁ Á BÓKUNUM UM KIDDA KLAUFA, SEM ERU MEÐ VINSÆLUSTU BÓKUM Á BÓKASÖFNUM OG ETJA HELST KAPPI VIÐ SKÚLA SKELFI OG ANDRÉS ÖND. Biðlund heitir skáldsaga eftir banda- ríska rithöfundinn Noru Roberts sem Vaka-Helgafell hefur gefið út. Nora Roberts er einn vinsælasti ástarsagnahöfundur Bandaríkjanna og reyndar gríðarlega vinsæl um heim allan, en bækur hennar hafa selst í yfir 500 milljónum eintaka víða um heim. Allar bækur hennar frá 1999 hafa komist á metsölulista New York Times. Biðlund eftir Noru Roberts Nanna Rögnvaldardóttir er okkar helsti uppskriftasmiður og hefur gefið út fjölda matreiðslubóka þar sem finna má ara- grúa uppskrifta að sykruðum kökum og ábætisréttum. Nú hefur Nanna hætt sykurneyslu og í nýrri bók, Sætmeti án sykurs, birtir hún uppskriftir að ýmislegu góðgæti þar sem ekki er notaður unninn sykur, síróp, hunang eða annað slíkt og ekki tilbúin sætuefni, heldur einungis ávextir. Í bókinni eru meðal annars upp- skriftir að morgunkorni og grautum, lummum og vöfflum, kanilsnúðum og kryddbrauði, sætum sósum og ídýfum, búðingum og ís og konfekti, svo dæmi séu tekin. Sykurlausar upp- skriftir frá Nönnu BÓKSALA 29. APR.-6. MAÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AlmanakiðÓlafur Jóhann Ólafsson 2 Ekki snúa afturLee Child 3 MörkÞóra Karítas Árnadóttir 4 AndersenskjölinEggert Skúlason 5 HilmaÓskar Guðmundsson 6 Ljóðasafn Ingunn SnædalIngunn Snædal 7 Breyttur heimurJón Ormur Halldórsson 8 Í fangabúðum nazistaLeifur H. Müller 9 BiðlundNora Roberts 10 Viðrini veit ég mig veraÓttar Guðmundsson Íslenskar kiljur 1 Ekki snúa afturLee Child 2 HilmaÓskar Guðmundsson 3 BiðlundNora Roberts 4 Britt - Marie var hérFredrik Backman 5 Gott fólkValur Grettisson 6 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 7 SyndlausViveca Sten 8 Sverðagnýr 2: Blóð og gullGeorge R.R.Martin 9 VorlíkMons Kallentoft 10 AfturganganJo Nesbø
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.