Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 G jarnan er sagt að vísindamenn séu meira viðutan en aðrir menn. Dr. Bjarni Már Magn- ússon gerir ekkert til að kollvarpa þessari kenningu þegar fundum okkar ber saman á þriðju hæð Há- skólans í Reykjavík. Um leið og við höfum heilsast með virktum kemur nefnilega í ljós að Bjarni er búinn að læsa sig úti. Hefur gleymt að- gangskortinu. „Afsakið, getið þið opnað fyrir okkur?“ segir hann við stúlkurnar í móttökunni. Lítið eitt skömmustulegur. Þær bregðast skjótt við – með bros á vör. Bjarni leiðir mig inn í rýmið sem hýsir skrifstofur kennara í HR og við komum okkur makindalega fyr- ir í sófum á kaffistofunni. Tilefni heimsóknarinnar er að fræðast um rannsóknarverkefnið Fulbright Arctic Initiative sem Bjarni á aðild að. Markmið þess er að styrkja al- þjóðlegt vísindasamstarf á sviði norðurskautsmála og munu sautján vísindamenn frá öllum aðild- arríkjum Norðurskautsráðsins taka þátt í verkefninu næstu átján mán- uðina. Fyrsti fundur hópsins verður síðar í þessum mánuði í Iqaluit á Baffinslandi sem tilheyrir Kanada. Sá þetta bara auglýst „Ég sá þetta bara auglýst og sótti um,“ segir Bjarni sposkur á svip þegar spurt er hvernig þetta hafi komið til. Auglýsingin kom frá Ful- bright-stofnuninni á Íslandi og mælti hún í framhaldinu með Bjarna við móðurstofnunina í Bandaríkjunum sem valdi hann síð- an í hópinn. „Þegar maður fer yfir listann yf- ir þessa sautján vísindamenn sýnist manni Fulbright-stofnunin hafa lagt upp með að hafa hópinn bland- aðan, annars vegar reynda menn og hins vegar menn sem eru að stíga sín fyrstu skref á hinni aka- demísku braut. Ætli ég teljist ekki tilheyra síðarnefnda hópnum,“ seg- ir Bjarni. Rannsóknarverkefni verða unnin á sviðum orku, vatns, heilsu og inn- viða og mun Bjarni vinna verkefni sem tengist orkumálum. Hann kveðst ekki í annan tíma hafa tekið þátt í eins áberandi verkefni, þar sem sendar séu út fréttatilkynn- ingar frá bandaríska utanríkisráðu- neytinu til að greina frá því. Áformað er að vísindamennirnir hittist allir í þrígang á fundum á þessum átján mánuðum en þess á milli munu þeir bera saman bækur sínar í netheimum í gegnum ein- hvern rosalegasta fundarbúnað sem Bjarni hefur augum litið. Hann mun vera úr fórum bandarísku ut- anríkisþjónustunnar. „Orkuhópur verkefnisins er lang- stærstur og á fyrsta fundinum á Baffinslandi verður rætt hvernig hægt verði að flétta saman rann- sóknaráherslum okkar og þessum einstaklingsverkefnum sem við ætl- um að vinna að,“ segir Bjarni. Fékk hárblásarann á sig Verkefni Bjarna fjallar um tilkall Bandaríkjanna til landgrunnsins fyrir utan 200 sjómílur frá strönd- um Alaska og ýmsar flækjur er skapast fyrir þær sakir að Banda- ríkin eiga ekki aðild að hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu máli frá því ég stundaði meistaranám í Miami. Tilkynnti þá prófessornum mínum, Bernard Oxman, sem er helsta nafnið í faginu í Bandaríkj- unum, að Bandaríkjamenn gætu ekki gert tilkall til landgrunnsins. Fékk þá hárblásarann á mig í tutt- ugu mínútur – og það kveikti enn frekar í mér.“ Hann hlær. Spurður hver niðurstaðan sé seg- ir Bjarni málið afar flókið og í raun ekkert eitt endanlegt svar til. „Það á eftir að slá punkti fyrir aftan málið en í stórum dráttum snýst það um réttindi og skyldur ríkja sem ekki eiga aðild að tilteknum samningi.“ Bandaríkjamenn tóku nýverið við formennsku í Norðurskautsráðinu og tengist verkefnið því en stjórn Fulbright-stofnunarinnar er skipuð af forseta Bandaríkjanna. „Það er mikil upphefð að komast inn í svona Fulbright-verkefni og harð- kjarna stimpill til lengri tíma litið. Ég hef strax orðið var við það en farnir eru að detta inn hjá mér alls kyns tölvupóstar um að taka þátt í hinu og þessu. Þetta virðist því ætla að galopna fleiri dyr.“ Ekki þarf alltaf fína styrki til að opna dyr í fræðasamfélaginu. Bjarni mun til dæmis dveljast við lagadeild Duke-háskóla í Banda- ríkjunum sem gestafræðimaður á vormisseri 2016 en sú dvöl er af- leiðing karókí-kvölds í Japan. Nema hvað? Bjarni ætlar þó að nota tímann við Duke til að sinna Fulbright verkefninu. Gott að vera sleipur í karókí „Ég veit ekki hvort ég á að segja þessa sögu í fjölmiðlum en látum hana samt flakka,“ segir Bjarni hlæjandi. „Þegar ég var í doktors- námi í Edinborg var ég að vinna aðeins með prófessornum mínum að dómsmálum fyrir alþjóðlegum dómstólum. Var til dæmis í laga- teymi Bangladess gegn Myanmar í dómsmáli um afmörkun hafsvæða í Bengalflóa. Einn í teymi Myanmar kennir við Duke-háskóla og ég hitti hann aftur þegar ég var að halda erindi í Tókýó nokkru síðar. Auð- vitað enduðum við í karókí um kvöldið. Fleiri virtir menn voru með í för og þetta hefur líklega verið eitt besta „career move“ sem mér hefur flogið í hug. Það getur borgað sig að hitta fólk og vera sleipur í karókí.“ Hann hlær. Bjarni er mjög spenntur fyrir dvölinni við Duke. Ekki nóg með að Duke sé háttskrifaður skóli á sviði vísinda heldur er lið skólans líka bandarískur meistari í háskóla- körfubolta og úrslitakeppnin fer fram í mars. „Þetta er skrifað í skýin,“ segir Bjarni léttur í bragði en hann er forfallinn áhugamaður um körfubolta og iðkar þá ágætu grein í frístundum sínum. Málefni norðurskauts verða sí- fellt fyrirferðarmeiri í hinni al- þjóðlegu umræðu og Bjarni hlakkar til að kynna sér þau mál frekar gegnum verkefnið. Miklir hags- munir geti verið í húfi fyrir okkur Íslendinga. „Annars snúast norð- urskautsmál ekki bara um tæki- færi, þau snúast líka um ógnir. Við megum alls ekki horfa of þröngt á þessi mál enda ómögulegt að segja fyrir um hver þróunin verður. Hlýnun jarðar getur ekki bara haft mikil áhrif á umhverfið heldur ekki síður á líf frumbyggjanna. Það er að ýmsu að huga og mikilvægt að finna eitthvert jafnvægi sem flestir geta fellt sig við.“ Miklu fé varið í rannsóknir Á sviði hafréttarmála segir Bjarni mikla umræðu hafa átt sér stað um norðurslóðir en varla sé hægt að tala um átök í því sambandi. All- tént ekki í samanburði við önnur Upphefð að taka þátt í svona áber- andi verkefni BJARNI MÁR MAGNÚSSON, LEKTOR VIÐ LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK OG DOKTOR Í HAFRÉTTI, HEFUR VERIÐ VALINN TIL ÞÁTTTÖKU Í ÞVERFAGLEGA RANN- SÓKNARSAMSTARFINU FULBRIGHT ARCTIC INITIATIVE SEM HRINT VERÐUR AF STOKKUNUM Í VOR. VERKEFNINU, SEM STYRKT ER AF BANDARÍSKUM STJÓRNVÖLDUM, ER ÆTLAÐ AÐ VERA FLAGGSKIP NORÐURSKAUTSRANNSÓKNA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is * Ég er mjög þakklátur fyrir viðtök-urnar sem þessar rannsóknir mínarhafa fengið, mér hefur verið boðið mjög víða til að kynna þær og byggt upp gott tengslanet í leiðinni. Það er gríðarlega mikilvægt í mínu starfi. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.