Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 G jarnan er sagt að vísindamenn séu meira viðutan en aðrir menn. Dr. Bjarni Már Magn- ússon gerir ekkert til að kollvarpa þessari kenningu þegar fundum okkar ber saman á þriðju hæð Há- skólans í Reykjavík. Um leið og við höfum heilsast með virktum kemur nefnilega í ljós að Bjarni er búinn að læsa sig úti. Hefur gleymt að- gangskortinu. „Afsakið, getið þið opnað fyrir okkur?“ segir hann við stúlkurnar í móttökunni. Lítið eitt skömmustulegur. Þær bregðast skjótt við – með bros á vör. Bjarni leiðir mig inn í rýmið sem hýsir skrifstofur kennara í HR og við komum okkur makindalega fyr- ir í sófum á kaffistofunni. Tilefni heimsóknarinnar er að fræðast um rannsóknarverkefnið Fulbright Arctic Initiative sem Bjarni á aðild að. Markmið þess er að styrkja al- þjóðlegt vísindasamstarf á sviði norðurskautsmála og munu sautján vísindamenn frá öllum aðild- arríkjum Norðurskautsráðsins taka þátt í verkefninu næstu átján mán- uðina. Fyrsti fundur hópsins verður síðar í þessum mánuði í Iqaluit á Baffinslandi sem tilheyrir Kanada. Sá þetta bara auglýst „Ég sá þetta bara auglýst og sótti um,“ segir Bjarni sposkur á svip þegar spurt er hvernig þetta hafi komið til. Auglýsingin kom frá Ful- bright-stofnuninni á Íslandi og mælti hún í framhaldinu með Bjarna við móðurstofnunina í Bandaríkjunum sem valdi hann síð- an í hópinn. „Þegar maður fer yfir listann yf- ir þessa sautján vísindamenn sýnist manni Fulbright-stofnunin hafa lagt upp með að hafa hópinn bland- aðan, annars vegar reynda menn og hins vegar menn sem eru að stíga sín fyrstu skref á hinni aka- demísku braut. Ætli ég teljist ekki tilheyra síðarnefnda hópnum,“ seg- ir Bjarni. Rannsóknarverkefni verða unnin á sviðum orku, vatns, heilsu og inn- viða og mun Bjarni vinna verkefni sem tengist orkumálum. Hann kveðst ekki í annan tíma hafa tekið þátt í eins áberandi verkefni, þar sem sendar séu út fréttatilkynn- ingar frá bandaríska utanríkisráðu- neytinu til að greina frá því. Áformað er að vísindamennirnir hittist allir í þrígang á fundum á þessum átján mánuðum en þess á milli munu þeir bera saman bækur sínar í netheimum í gegnum ein- hvern rosalegasta fundarbúnað sem Bjarni hefur augum litið. Hann mun vera úr fórum bandarísku ut- anríkisþjónustunnar. „Orkuhópur verkefnisins er lang- stærstur og á fyrsta fundinum á Baffinslandi verður rætt hvernig hægt verði að flétta saman rann- sóknaráherslum okkar og þessum einstaklingsverkefnum sem við ætl- um að vinna að,“ segir Bjarni. Fékk hárblásarann á sig Verkefni Bjarna fjallar um tilkall Bandaríkjanna til landgrunnsins fyrir utan 200 sjómílur frá strönd- um Alaska og ýmsar flækjur er skapast fyrir þær sakir að Banda- ríkin eiga ekki aðild að hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu máli frá því ég stundaði meistaranám í Miami. Tilkynnti þá prófessornum mínum, Bernard Oxman, sem er helsta nafnið í faginu í Bandaríkj- unum, að Bandaríkjamenn gætu ekki gert tilkall til landgrunnsins. Fékk þá hárblásarann á mig í tutt- ugu mínútur – og það kveikti enn frekar í mér.“ Hann hlær. Spurður hver niðurstaðan sé seg- ir Bjarni málið afar flókið og í raun ekkert eitt endanlegt svar til. „Það á eftir að slá punkti fyrir aftan málið en í stórum dráttum snýst það um réttindi og skyldur ríkja sem ekki eiga aðild að tilteknum samningi.“ Bandaríkjamenn tóku nýverið við formennsku í Norðurskautsráðinu og tengist verkefnið því en stjórn Fulbright-stofnunarinnar er skipuð af forseta Bandaríkjanna. „Það er mikil upphefð að komast inn í svona Fulbright-verkefni og harð- kjarna stimpill til lengri tíma litið. Ég hef strax orðið var við það en farnir eru að detta inn hjá mér alls kyns tölvupóstar um að taka þátt í hinu og þessu. Þetta virðist því ætla að galopna fleiri dyr.“ Ekki þarf alltaf fína styrki til að opna dyr í fræðasamfélaginu. Bjarni mun til dæmis dveljast við lagadeild Duke-háskóla í Banda- ríkjunum sem gestafræðimaður á vormisseri 2016 en sú dvöl er af- leiðing karókí-kvölds í Japan. Nema hvað? Bjarni ætlar þó að nota tímann við Duke til að sinna Fulbright verkefninu. Gott að vera sleipur í karókí „Ég veit ekki hvort ég á að segja þessa sögu í fjölmiðlum en látum hana samt flakka,“ segir Bjarni hlæjandi. „Þegar ég var í doktors- námi í Edinborg var ég að vinna aðeins með prófessornum mínum að dómsmálum fyrir alþjóðlegum dómstólum. Var til dæmis í laga- teymi Bangladess gegn Myanmar í dómsmáli um afmörkun hafsvæða í Bengalflóa. Einn í teymi Myanmar kennir við Duke-háskóla og ég hitti hann aftur þegar ég var að halda erindi í Tókýó nokkru síðar. Auð- vitað enduðum við í karókí um kvöldið. Fleiri virtir menn voru með í för og þetta hefur líklega verið eitt besta „career move“ sem mér hefur flogið í hug. Það getur borgað sig að hitta fólk og vera sleipur í karókí.“ Hann hlær. Bjarni er mjög spenntur fyrir dvölinni við Duke. Ekki nóg með að Duke sé háttskrifaður skóli á sviði vísinda heldur er lið skólans líka bandarískur meistari í háskóla- körfubolta og úrslitakeppnin fer fram í mars. „Þetta er skrifað í skýin,“ segir Bjarni léttur í bragði en hann er forfallinn áhugamaður um körfubolta og iðkar þá ágætu grein í frístundum sínum. Málefni norðurskauts verða sí- fellt fyrirferðarmeiri í hinni al- þjóðlegu umræðu og Bjarni hlakkar til að kynna sér þau mál frekar gegnum verkefnið. Miklir hags- munir geti verið í húfi fyrir okkur Íslendinga. „Annars snúast norð- urskautsmál ekki bara um tæki- færi, þau snúast líka um ógnir. Við megum alls ekki horfa of þröngt á þessi mál enda ómögulegt að segja fyrir um hver þróunin verður. Hlýnun jarðar getur ekki bara haft mikil áhrif á umhverfið heldur ekki síður á líf frumbyggjanna. Það er að ýmsu að huga og mikilvægt að finna eitthvert jafnvægi sem flestir geta fellt sig við.“ Miklu fé varið í rannsóknir Á sviði hafréttarmála segir Bjarni mikla umræðu hafa átt sér stað um norðurslóðir en varla sé hægt að tala um átök í því sambandi. All- tént ekki í samanburði við önnur Upphefð að taka þátt í svona áber- andi verkefni BJARNI MÁR MAGNÚSSON, LEKTOR VIÐ LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK OG DOKTOR Í HAFRÉTTI, HEFUR VERIÐ VALINN TIL ÞÁTTTÖKU Í ÞVERFAGLEGA RANN- SÓKNARSAMSTARFINU FULBRIGHT ARCTIC INITIATIVE SEM HRINT VERÐUR AF STOKKUNUM Í VOR. VERKEFNINU, SEM STYRKT ER AF BANDARÍSKUM STJÓRNVÖLDUM, ER ÆTLAÐ AÐ VERA FLAGGSKIP NORÐURSKAUTSRANNSÓKNA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is * Ég er mjög þakklátur fyrir viðtök-urnar sem þessar rannsóknir mínarhafa fengið, mér hefur verið boðið mjög víða til að kynna þær og byggt upp gott tengslanet í leiðinni. Það er gríðarlega mikilvægt í mínu starfi. Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.