Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 52
E ins og flestir vita hófst heimsstyrjöldin síðari formlega hinn 3. september 1939 þegar Bretar lýstu yfir stríði við Þjóðverja sem höfðu tveimur dögum áður ráðist inn í Pólland. Undanfar- inn hafði verið langur og stríðið lengi yfirvofandi. Á þessum tíma tilheyrði Ísland enn danska kon- ungdæminu þrátt fyrir að hafa öðlast fullveldi 1. desember 1918. Konungur Danmerkur, Kristján X, var því þjóðhöfðingi Íslands og utanríkismál landsins í höndum danska þingsins. En 9. apríl 1940 hernámu Þjóðverjar Danmörku og við það rofnaði skyndilega sambandið milli Íslands og Danmerkur. Eftir stóðu Íslendingar óvaldaðir og fengu strax boð frá Bretlandi um að breski her- inn tæki að sér að verja landið, gegn því að mega setja upp hernaðaraðstöðu á landinu. Þessu hafn- aði ríkisstjórn Íslands og lýsti því yfir að þar sem Kristján X gæti ekki sinnt stjórnarskrárskyldum sínum sem þjóðhöfðingi myndu Alþingi og rík- isstjórn Íslands fara alfarið með málefni landsins hér eftir. Hernæmu landið sem allra fyrst En Bretar hættu ekki að hafa áhyggjur af Ís- landi, þeir voru farnir að óttast að fyrst Þjóð- verjar væru búnir að ná undir sig Danmörku myndu þeir fljótlega færa sig yfir til Íslands. Og þessi litla eyja var í raun ákaflega mikilvægur landfræðilegur punktur í hernaðaraðgerðum í Norður-Atlantshafi. Sú fylking sem næði yfirráð- um þar stæði mun betur að vígi og næði yfir- höndinni á lífsnauðsynlegum siglingaleiðum milli austurs og vesturs. Með hverjum deginum sem leið, meðan bandamenn voru að tapa baráttunni við Þjóðverja í Noregi, urðu yfirmenn hjá flotamálaráðuneyti Bretlands sannfærðari um að nauðsynlegt væri að setja upp hernaðaraðstöðu á Íslandi. Winston Churchill, þáverandi flotamála- ráðherra, taldi ekki óhætt að halda áfram að semja við íslensku ríkisstjórnina, því við það gætu Þjóðverjar fengið veður af áætlunum Breta og orðið fyrri til að ná Íslandsströndum. Hann kynnti því áætlun fyrir breska hermálaráðuneyt- inu um að Bretar hernæmu Ísland sem allra fyrst. Markmiðið var að ná Reykjavík á sitt vald hratt og örugglega, taka nokkra hernaðarlega mikilvæga staði og koma í veg fyrir að Þjóðverjar næðu að bregðast við hernáminu með mótspyrnu eða árás á landið. Þetta var 6. maí, áætlunin var samstundis samþykkt og sendiför land- gönguliðsins undirbúin í miklum flýti, og illa. Í her- námsliðið völdust mikið til ungir og óreyndir hermenn, kynslóð ungra drengja sem alist höfðu upp í kreppunni í Eng- landi og höfðu fyrst og fremst skráð sig í her- þjónustu til að fá reglulegar máltíðir. Þeir til- heyrðu samt virðulegri herdeild, Hinum konunglegu landgönguliðum (e. The Royal Mar- ines), sem unnið hafði fræga sigra fyrr og síðar en þessi hópur var ekki sá glæsilegasti. Þeir sigldu frá Skotlandi 8. maí á tveimur beitiskipum, Berwick og Glasgow, í fylgd tundurspillanna For- tune og Fearless. Hernámsliðið taldi ekki nema tæplega 800 manns, með fjórar hríðskotabyssur, tvær fjallabyssur, fá og léleg landakort af Íslandi, mótorhjól og reiðhjól. Margir mannanna höfðu ekki fengið fulla þjálfun og fór hún því fram í skipunum á leiðinni, dæmi voru um að einhverjir hermannanna hefðu handleikið byssur í fyrsta sinn á siglingunni til Íslands. Margir illa haldnir af sjóveiki Aðfaranótt föstudagsins 10. maí 1940 var svefn margra Reykvíkinga truflaður af flugvélar- drunum, en Walrus-flugbáturinn sem Bretar höfðu sent á loft til að fylgjast með skipaferðum við Ísland hafði í slysni flogið beint yfir bæinn. Í dagrenningu sáu þeir Reykvíkingar sem voru vakandi fjögur herskip sigla inn á Reykjavíkur- höfn og eflaust hefur farið um marga því þeir gátu allt eins átt von á að þarna væru Þjóðverjar mættir. Beitiskipin voru of stór til að geta lagst að bryggju því höfnin var ekki eins djúp þá og hún er nú, svo tundurspillarnir selfluttu hernáms- liðið í land. Fyrstu landgönguliðarnir stigu á land um klukkan fimm um morguninn en „hernámið“ gekk frekar hægt fyrir sig. Ungu hermennirnir voru óvanir að sigla um Norðursjó og voru marg- ir hverjir illa haldnir af sjóveiki. Slæðingur af fólki hafði safnast saman við höfnina; sjómenn, leigubílstjórar, Hafnarstrætis- rónarnir og nokkur skemmtanaglöð ungmenni. Einnig nokkrir lögreglumenn og ræðismaður Breta, sem bað íslenska lögregluþjóna að bægja áhorfendum frá svo landgönguliðið kæmist greið- lega í land. Og ekki stóð á því, íslensk lögregla hjálpaði þannig til við innrásina. Einu mótbár- urnar voru stöku hróp og köll og hnefasteytingar úr áhorfendahópnum. Einn ungur maður sem hafði verið að skemmta sér fram á nótt þreif riffil af landgönguliða, tróð sígarettunni sinni ofan í hlaupið og kallaði yfir Íslendingahópinn: „Eigum við ekki að stöðva þessa vitleysu?“ en fékk lítil viðbrögð og henti vopninu aftur til hermannsins, sem var víst nokkuð skelfdur á svipinn. Handtóku alla Þjóðverja Hernaðarlega mikilvægir staðir voru lögreglu- stöðin, pósthúsið og Landsímahúsið, til að taka Reykjavík „úr sambandi“ og koma í veg fyrir að fréttir af hernaðaraðgerðum spyrðust út og minnka þannig líkurnar á mót- spyrnu. Hernámsliðið lokaði leiðum út úr borginni en þar sem þeir voru ekki vel tækjum búnir urðu hermenn hans há- tignar að reiða sig á Íslendinga og notuðu bæði leigubíla frá BSÍ og flutningabíla frá Þrótti. Og þeir hermenn sem fóru austur fyrir fjall, til að taka flugvöllinn á Kaldaðarnesi yfir, fóru allir með leigubílum frá leigubílastöðinni Steindóri. Einnig fóru Bretarnir um bæinn og handtóku alla Þjóðverja sem þeir fundu, þar á meðal ræð- ismann Þýskalands, Werner Gerlach, og voru fangarnir sendir út í beitiskipin sem sigldu á brott skömmu síðar. Hernámsliðið hreiðraði um sig í skólum í miðbænum og sló upp tjaldbúðum á melunum þar sem Háskóli Íslands stendur nú. Þannig leið fyrsti dagur hernámsins á Íslandi nokkuð átakalaust en vera hermannanna átti eftir að setja mark sitt á íslenskt samfélag næstu árin. Litla eyjan gríðarlega mikilvæg AÐFARANÓTT FÖSTUDAGSINS 10. MAÍ ÁRIÐ 1940 VAR SVEFN MARGRA REYKVÍKINGA ROFINN VIÐ DRUNUR Í HÁLOFTUM. BRETAR VORU AÐ HERNEMA LANDIÐ. ÞETTA VAR STÓR DAGUR Í SÖGU ÍSLENDINGA SEM SUNNUDAGSBLAÐIÐ RIFJAR UPP. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Við hús Hjálpræðishersins á horni Túngötu og Suðurgötu. Hermenn stilla upp vopni sínu og æfa sig í að miða meðan Íslendingar fylgjast grannt með. Hermaður á íslenskum hesti heilsar félaga sem stendur vígalegur við moldarkofa. Hópur fólks fyrir utan bústað þýska ræðis- mannsins. Búið að taka skjaldarmerkið niður. Íslenskt samfélag undir herstjórn. Hermenn marsera upp Suðurgötuna. Ungir drengir á hjólum fylgjast með gangi mála. * Eflaust hefur far-ið um marga þvíþeir gátu allt eins átt von á að þarna væru Þjóðverjar mættir. 75 ár frá hernámsdeginum 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.