Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 13
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
an mín var þar; ég byrjaði við
dráttarbrautina 16 ára, eftir gagn-
fræðaskólann og svo bauð Þórir
mér að koma og læra hjá sér af
því að ég sýndi trébátunum svo
mikinn áhuga. Ég þáði það og var
í fagteikningu hjá honum flesta
laugardagsmorgna. Teiknaði þá 11
tonna bát frá grunni.“
Árið 2001 keypti Kristján við
annan mann fiskibátinn Faldinn.
„Hann hafði verið við fisk- og
hvalveiðar en við breyttum honum
í hvalaskoðunarbát. Við tókum lúk-
arinn í honum í gegn og breyttum
í setustofu, settum upp nýtt kló-
sett og gerðum aðstöðu fyrir far-
þegana uppi. Gentle Giants notar
bátinn í dag við hvalaskoðun.“
Kristján starfaði um 13 ára
skeið í slippnum á Húsavík, við
dráttarbrautina, þar sem skip voru
tekin á land til viðgerða. En síðan
1994 hefur hann rekið eigið fyr-
irtæki ásamt félaga sínum, tré-
smiðjuna Val.
Draumaverkefni
„Hann er húsasmiður og við höf-
um verið mikið í byggingum en
líka í viðhaldi á bátum.“
Kristján hefur greinilega yndi af
starfinu. „Það er ægilega gaman
að fá svona verkefni. Algjör
draumur fyrir mig. Þegar Norð-
ursigling keypti Ópal fyrir tveimur
árum fékk ég það verkefni að inn-
rétta vistarverur og fleira og var
með fimm menn í því í nokkra
mánuði.
Það er orðið svo mikið af eik-
arbátum hér á Húsavík að ég hef
haft töluvert mikið að gera, bæði í
vinnu fyrir Norðursiglingu og
Gentle Giant. Þetta er það
skemmtilegasta sem ég geri og
mjög ólíkt því að vinna við tré-
smíði í húsum.“ Hann útskýrir
muninn:
„Í fyrsta lagi er ekkert í þessari
vinnu sem er lóðrétt, lárétt eða
hornrétt. Það er yfirleitt tekið
skapalón af öllu, eikarplankarnir
sem við notum í byrðinginn eru 80
millimetra þykkir og allt upp í 250
millimetra breiðir og við hitum þá
í þrjá klukkutíma til að geta
sveigt þá.“
Notast er við gamlar, góðar að-
ferðir. „Þá er sett vatn í stáltunnu
og kynt undir með gasi. Þegar
vatnið sýður er gufan leidd inn í
stokk þar sem plankinn er hitaður
yfir gufuþrýstingi, upp í allt að
115 gráður. Þetta eru í raun sömu
aðferðir og notaðar voru fyrir sjö-
tíu árum og verkfærin eru að
mestu leyti þau sömu. Við erum
komnir með hjólsög og rafmagns
handhefla en að öðru leyti er þetta
handavinna. Hér er timbrið ekki
sett í tölvufræsara og skorið út!“
Viðhaldið mikilvægt
Mikið af því efni sem notað er við
verkefni eins og þetta pantaði
Kristján frá Danmörku. „Það er
með efnin eins og aðferðirnar;
þetta er það sama og notað hefur
verið í áratugi, til að þétta; skipa-
hampur, tjörudúkur og eirsaumur.
Við erum með sömu járn og kylfur
og menn notuðu á árum áður.
Hann segir nokkuð ljóst að tré-
bátar verði ekki smíðaðir framar
hér á landi. Plast sé nú allsráð-
andi, „en því meiri er þörfin er að
halda þeim trébátum við sem eru
til.“
Viðgerðin á Ópal er mikið verk.
„Við erum tveir frá mínu fyr-
irtæki og með okkur er danskur
tréskipasmiður; hann vinnur mikið
við að gera upp gömul skip í Dan-
mörku, til dæmis fyrir söfn. Það
gekk ekki vel að finna skipasmið á
Íslandi en þessi var tilbúinn að
koma og vera með okkur. Það
þurfti fleiri en mig einan til að
sníða planka.“
„Þetta er sæmilegt kropp. Í þess-
um töluðum orðum er ég hér út af
Búlandshöfðanum og hér er grá-
sleppan á þetta 6 til 14 faðma dýpi.
Oft erum við að koma í land eftir
daginn með kannski 1,2 til 2 tonn
og ég er þokkalega sáttur við það,“
segir Kristinn Ólafsson, skipstjóri á
Birtu SH í Grundarfirði.
Grásleppuvertíðin stendur nú
sem hæst og er stíft róið. Gerðir
eru út nærri 200 bátar úr höfnum
víða um land. „Það var leiðinlegt
tíðarfar í apríl svo ég byrjaði ekki í
grásleppunni fyrr en undir lok þess
mánaðar og verð að alveg fram
undir lok maí. Mestu verðmætin
liggja í hrognunum, en nokkur
óvissa er enn um skilaverð þeirra.
En svo er fiskurinn sjálfur nýttur í
vaxandi mæli, Kínverjum finnst til
dæmis hveljan alveg herramanns-
matur enda er talsvert selt þangað
austur,“ segir Kristinn sem hefur
verið lengi til sjós. Er á línuveiðum
á haustin, grásleppan er hluti af
vorverkunum og á sumrin eru það
strandveiðar.
GRUNDARFJÖRÐUR
Kristinn Ólafsson með hinn ófrýnilega fisk í hendi og Kirkjufellið í baksýn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vorverk og grásleppa
Hátíðin List án landamæra er um-
fangsmikil. Þessari árlegu hátíð er
ætlað að brúa bilið á milli fatlaðra
og ófatlaðra, með listina að vopni.
Hún hófst á höfuðborgarsvæðinu
snemma í apríl, á Suðurlandi í lok
mánaðarins og opnunarhátíðin á
Austurlandi verður í næstu viku.
Opnunarhátíð Listar án landamæra
á Norðurlandi var í menningarhús-
inu Hofi á fimmtudag að viðstöddu
fjölmenni og þar var glatt á hjalla.
Íris Stefanía Skúladóttir, fram-
kvæmdastýra hátíðarinnar, kynnti
listamann hátíðarinnar að þessu
sinni, en það er Akureyringurinn
Karl Guðmundsson, Kalli. Listaverk
hans prýða allt kynningarefni hátíð-
arinnar. Kalli er mikið fatlaður og
bundinn við hjólastól en hefur lengi
fengist við listsköpun. Nýjustu verk-
in býr Kalli til með þeim hætti að
málningu er makað á dekkin á
hjólastólnum og hann ekur síðan yf-
ir strigann. Þannig verða til óvenju-
leg en áhugaverð listaverk.
Í Hofi var flutt leikgerð af sögu
tónskáldsins Jóns Hlöðvers Áskels-
sonar, Drekinn er dauður. Flytj-
endur voru nemendur úr Fjölmennt
á Akureyri en Kristján Edelstein
vann hljóðmyndina. Á myndinni er
leikflokkurinn, sem var fagnað vel
og lengi. Frá vinstri: Skúli Gautason
leikstjóri, Anna Ragnarsdóttir, Sölvi
Rúnar Víkingsson, Nanna Kristín
Antonsdóttir, Kristín Ólafsdóttir
Smith, Elma Berglind Stefánsdóttir
og Heiðar Hjalti Bergsson.
www.listin.is
HÁTÍÐIN LIST ÁN LANDA-
MÆRA Á NORÐURLANDI
HÓFST Í VIKUNNI MEÐ
POMP OG PRAKT Í HOFI.
Leikhópur Fjölmenntar ásamt leikstjóranum eftir sýninguna á opnunarhátíð Listar án landamæra á Norðurlandi.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kristján Edelstein tónlistarmaður og
Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld.
Engin landamæri
AKUREYRI
Von er á rúmlega 60 skemmtiferðaskipum til hafna
Ísafjarðarbæjar í sumar. Í maílok kemur norska
norðurslóðaskipið Fram. Stórskipið MSC Splendida
kemur tvisvar, en það tekur alls um 3.900 farþega.
Ísafjörður
Mikilvægt er vegna landfræðilegra aðstæðna að tryggja
þjónustu ljósmæðra í Vestmannaeyjum og að á sjúkrahúsi
sé sólarhringsaðgengi að skurðstofu og læknum. Þetta
segir bæjarráðið í Eyjum sem fundaði um málið nýlega.
Vestmannaeyjar
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR! Alltaf laus sæti
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Hagkvæmur kostur
Alltaf ferðir
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
Kauptu miða núna á
www.flugrutan.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
OR
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr.
1.750 kr.*
FYRIR AÐEINS