Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 J á, hvað er sannleikur? Sú spurning hefur vakað lengi, jafnvel um þúsundir ára. Okkur finnst flestum, kannski öllum, sjálfsagt markmið að standa með sannleikanum, þótt spurningin í bréfsbyrjun sýni óvissu um skil- greiningu hans og afmörkun. Munaðarlaus með mörg foreldri Valdamikil öfl hafa notað ólíkar aðferðir til að kom- ast fyrir þann vanda að sannleikurinn sé þoku- kenndur. Forðum tíð afgreiddu kirkjuþing vafa sem sneri að sannleikanum eða páfinn í Róm einn og sjálfur og keisarar og kóngar þar áður. Í alræðisríkjum er sannleikurinn tilkynntur og honum fylgt eftir með valdi sem gefur engin grið. Í Norður-Kóreu þarf ekki að efast um neitt, hvorki stórt né smátt. Kennslubækur þar upplýsa að Kim Jong-il, gamli einvaldurinn þar, hafi farið 11 holur í golfi í einu höggi. Það er bæði mikið afrek og um leið sannleikur sem ekki er hollt að efast um. Stóru alræðisríkin bjuggu við Stóra sannleik sem auðveldaði alla tilveruna og sparaði mikinn tíma, sem í vanþroskaðri ríkjum fer í rökræður og fjas. En jafnvel þar sem frelsi og lýðræði er í hávegum haft, þótt hvorugt sé þar takmarkalaust, vex nú til- hneiging til að banna mönnum að efast um ákveðin „sannindi“. Ríkið sjálft er ekki endilega handhafi sannleikans í þeim tilvikum, þótt stjórnmálastéttin sé veik fyrir honum, einkum þeir óburðugustu í þeirri stétt. Tilteknir málaflokkar eru undirlagðir rétttrúnaði og þeir sem spila ekki með eru um- svifalítið sakaðir um fordóma eða þaðan af verri samfélagslega glæpi. Hópar og einstaklingar, sem eru algjörlega sannfærðir um tiltekið efni, virðast telja að þar með breytist það í sannleika sem sé ann- arlegt ef ekki óheimilt að efast um. Þessa verður vart á sífellt fleiri sviðum þjóðlífsins og friðsamir menn láta það of oft yfir sig ganga. Kosningar og kerfi þeirra Kosningarnar í Bretlandi s.l. fimmtudag voru eft- irtektarverðar. Ekki aðeins það, hve úrslitin virtust koma mönnum í opna skjöldu, heldur kom mun fleira til. Breska kosningakerfið sýndi á sér kunnuglega hlið, en hún var nú óvenjulega æpandi. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) fékk tæp 4,8 % greiddra atkvæða í landinu og það dugði honum til að fá 56 sæti á þinginu í London. Á Íslandi hefðu stjórnmálafræðingar í sjónvarpssal án tafar útnefnt flokkinn UKIP sigurvegara kosninganna. En for- maður flokksins hefur nú sagt af sér vegna þess hvernig fór. UKIP varð þriðji stærsti flokkur Bretlands eftir kosningarnar. Hann fjórfaldaði atkvæði sín og fékk 3.850.000 atkvæði eða 12,6 % þeirra allra. En hann fékk þó aðeins 1 mann kjörinn. Íhaldsflokkurinn fékk rúm 36% atkvæðanna og 331 þingmann. Það voru því 3.850.000 atkvæði á bak við hvern (einn) þingmann UKIP en 34.000 atkvæði á bak við hvern þingmann íhaldsmanna. Hefði Cameron fengið þingmenn í sama hlutfalli við fylgi og Nigel Farage, leiðtogi UKIP, hefði hann átt að fá tæplega 3 þing- menn. Hefði UKIP hins vegar fengið þingmenn í sama hlutfalli og SNP hefði formaðurinn gengið brosandi út að eyrum, með bjórglas í hendi, og leitt fylkingu 147 þingmanna inn í þinghúsið. Og hann hefði í fram- haldinu ráðið því hvor stórflokkurinn leiddi rík- isstjórn í Bretlandi. Er ekki allt í lagi? Ekki er ólíklegt að langflestir Íslendingar séu sann- færðir um að breska kerfið feli í sér óþolandi mis- munun og afskræmi áhrif atkvæðisréttar manna og spyrji sem svo hvort lýðræðislegar leikreglur gildi í raun. Það bendir flest til að vitlausar skoðanakannanir hafi reynst réttar *Hér á landi hafa „mælinga-menn“ síðustu árin farið mjögnærri endanlegri niðurstöðu. Við umræður um úrslit að kvöldi kjör- dags eru þau ekki mæld við kosning- arnar þar á undan, heldur við hitt, hvort fylgið hafi reynst pínulítið meira eða minna en kannanir sýndu, svo fáránlegt sem það er. Reykjavíkurbréf 08.05.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.