Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 16
Upprennandi uppfinningamenn geta í sumar fengið aðstoð við að koma upp- finningum sínum í framkvæmd hjá Litla uppfinningaskólanum. Það er Klifið, skap- andi fræðslusetur, sem stendur að baki námskeiðunum sem verða bæði í Hafn- arfirði og í Garðabæ. Á námskeiðinu verða búin til líkön og frumgerðir og einnig verður tölvutækni nýtt til að þróa verkefnin. Ungir uppfinn- ingamenn Lestur í sumar Víða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, geta bókaormar fengið útrás og hvatningu í svokölluðm Sumarlestri en það eru bókasöfnin sem halda utan um lesturinn sem standa á í allt sumar. Markmiðið er að hvetja börn til að lesa í sumarleyfinu en skráning er yf- irleitt í afgreiðslum bókasafnanna. Á bókasöfnunum fást margar gaml- ar perlur barnabókmenntanna. 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015 Fjölskyldan Nokkrir Tapað/fundið hópar eru á Facebook og gjarnan þá helgaðirsérstökum hverfum. Má þar nefna Tapað/fundið Vesturbær og Tap- að/fundið Norðlingaholt. Í hópunum er hægt að lýsa eftir og aug- lýsa það sem tapast hefur eða fundist og er oft árangursríkt. Tapað/fundið á Facebook Krakkajóga verður æ vinsælla enda frábærar alhliða æfingar fyrir styrk og jafnvægi. Í sumar býður Pooja Studio upp á barnanámskeið í jóga sem sam- einar bæði jóga og myndlist og leiki en einnig er námskeið að hefjast nú strax 16. maí. Eitthvað nýtt lært í sumar AUK HEFÐBUNDINNA LEIKJA- OG ÍÞRÓTTA- NÁMSKEIÐA ER VÍÐA BOÐIÐ UPP Á ÖÐRUVÍSI NÁLGUN Á SUMARSTARF BARNA OG UNGLINGA OG SVO LEYNAST FORVITNILEG NÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA INN Á MILLI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Getty Images/iStockphoto Foreldrar hafa ekki endilega kunnáttu til að kenna ungviði sínu á hjólabretti og hafa ekki alltaf eldri systkini til að stóla á, sem er leiðinlegt þegar áhuginn er mikill. Þeim má benda á að Brettafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir hjólabrettanámskeiði fyrir 7-13 ára börn í sumar, bæði byrjendur en einnig þá sem vilja taka listir sínar á brettinu skrefinu lengra en þátttakendum er skipt í hópa eftir getu. Lært á hjólabretti Það eru ekki bara skemmtileg sum- arnámskeið í boði fyrir börn heldur stendur Myndlistarskóli Kópavogs til dæmis fyrir námskeiðum fyrir unga sem aldna. Þannig geta þeir fullorðnu reynt að spreyta sig á list- málunartækni gömlu meistaranna. Farið er yfir hvernig á að mála landslag og ferðast á staði sem veita innblástur, en listamenn á borð við Corot, Turner og Rubens eru sér- staklega skoðaðir. Síðast en ekki síst er málað úti í náttúrunni. Málaðu eins og gömlu meistararnir Möguleikhúsið heldur allt- af skemmtileg sumarnám- skeið fyrir börn en einnar viku námskeið verður í Gerðubergi í júní. Farið er yfir spuna og leikæfingar og í lokin haldin smásýning fyrir aðstandendur þar sem hinir upprenn- andi ungu leikarar fá að spreyta sig. Þá stendur Leyni- leikhúsið líka jafnan fyrir leiklistar- og söngnám- skeiðum á sumrin. Leiklist í sumar Æskusirkus Þeir krakkar, sem langar að læra hinar undraverðu jafnvægislistir sem sjá má í sirkus; línudans, húla og loftfimleika, nú eða að vera ofboðslega fyndnir trúðar, eiga kost á að læra það í sumarskóla í Laugardal sem Sirkus Íslands stendur fyrir en kennt er í Ármanni. Þess má geta að þjálfarar sem kenna þessar listir hafa áralanga reynslu og fyllsta öryggis er gætt. Sumarið gæti verið tíminn til að læra á hjólabretti. Það væri ekki leið- inlegt að geta mál- að eins og Rubens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.